Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 53
Si n Irr'^’nn Ai II n ir'irlr>
jairsLdBQi isianas
oa risarnirtveir
Drífa Snædal & Sigfús Ólafsson
Nú eru fimmtíu og tvö ár liðin síðan ísland gerðist aðili að Atlants-
hafsbandalaginu og höfðum við þá aldrei verið sjálfstæð þjóð í
herlausu landi. Þjóðin fékk ekki tækifæri til að lýsa viðhorfum sín-
um til aðildar í beinni atkvæðagreiðslu. Enda er nánast borð-
leggjandi að úrslitin þá, hefðu ekki fallið NATO-sinnum í geð. All-
ar götur síðan hefur verið sjáanleg andstaða við hersetuna og
veru okkar innan hernaðarbandalags. Tilvist okkar sem vopn-
laus þjóð án þátttöku í NATO hefur þó oftast virst fjarlægur
draumur og lítið hefur verið um vangaveltur um það, hver staða
okkar yrði sem hlutlaust land í samfélagi þjóðanna. Eftir að ESB
tilkynnti að sambandið hyggðist stofna her urðu þau áform enn
ein spurningin sem taka þarf inn í umræðuna um aðild okkar.
Ef og þegar úr verður, hvernig verða þá samskiptin milli Banda-
ríkjanna og Evrópu og hver verður staða okkar?
Vinstrihreyfingin-grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn á
Alþingi fslendinga sem hefur það á stefnuskrá sinni að segja
skilið við Atlantshafsbandalagið. Hafa þingmenn flokksins marg-
sinnis flutt tillögur í þá áttina. Fyrir þessu eru fjölmörg rök en
þau þyngstu lúta ótvírætt að því hlutverki NATO að viðhalda ógn-
arjafnvægi í heiminum með vígbúnaði. Nato er hernaðarbanda-
lag og eðli málsins samkvæmt snýst sá félagsskapur um
hemað og vopnuð átök.
Það er plagsiður hjá fylgjendum Atlantshafsbandalagsins hér á
landi að tala um það sem varnarbandalag. Staðreyndin er hins
vegarsú að bandalagið áskilursér rétttil þess að ráðast að fyrra
bragði á andstæðinga sína með kjarnorkuvopnum. Við föllumst
ekki á að tilheyra slíkum félagsskap. Sagan sýnir að hernaðar-
bandalög framkalla og viðhalda spennu sem hvetur til vígbún-
aðarkapphlaups og styrjalda.
Að loknu kalda stríðinu milli stórveldanna bentu andstæðingar
NATO á, að nú væri lag að draga úr umsvifunum og úrelda
bandalagið. Ófreskjan varð hins vegar ekki stöðvuð og leitað var
logandi Ijósi að nýjum andstæðingi og kapp lagt á að innlima
gömlu óvinina, allt til þess að NATO gæti starfaó áfram. Varn-
arbandalagið svo kallaða gekk reyndar það langt að grípa inn í
deilurnar á Baikanskaga með hætti sem alþjóðasamfélagið,
með Sameinuðu þjóðirnar í fararbroddi, lýsti a'ndstöðu sinni við.
Við skulum aldrei gleyma því, að sem aðilar að NATO berum við
fulla ábyrgð á þeim glæpum gegn óbreyttum borgurum sem
þar voru framdir.
Ungliðar innan VG telja það ekki samræmast umhverfisvernd-
arstefnu okkar að eiga aðild að Nato og hafa her í landinu. Öllu
umstangi í kringum her fylgir ótæpileg mengun sem við vær-
um betur stödd án. Bandaríski herinn hefur skilið eftir sig svið-
na jörð víða um land. Má þar nefna veruleg umhverfisspjöll á
Miðnesheiði og við Keflavík, á Heiðarfjalli, Bolafjalli og víðar þar
sem herinn hefur haft aðsetur til lengri eða skemmri tíma.
Þann skaða sem herinn hefur valdið hér, fást hvorki íslensk né
bandarísk yfirvöld til þess að bæta fyrir. Af því er skömm út af
fyrir sig.
Ef við ætlum að vera trúverðug sem friðelskandi smáþjóð verður
fyrsta skrefið að vera að friðlýsa hafsvæðið umhverfis ísland og
banna umferð kjarnorkuknúinna kafbáta sem og allan flutning
kjamorkuvopna. Reyndar afhjúpaði umhverfisráðherra ræfils-
skap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum fyrir skömmu þegar
hún sagði það brýnt að banna flutning kjarnorkuúrgangs milli
landa um Norður-Atlantshaf til hreinsunar. Það er alls ekki nóg
að einskorða bannið við fraktskip og flutninga við sjávarborð!
Bannið verður einnig að ná til loftfara og kafbáta. Það þarf ekki
að hafa mörg orð um hvaða áhrif sokkinn kafbátur á miðunum
við ísland hefði á afkomumöguleika okkar í framtíðinni. Stað-
reyndin er sú að kalda stríðið er í fullum gangi í undirdjúpunum
og við eigum að segja skilið við það með úrsögn úr Nato.
Aðild að Nato hafa fylgt hjákátlegar heræfingar sem eiga ekk-
ert erindi á íslandi. Af óskiljanlegum ástæðum er ætíð reynt að
halda þessar æfingar ofan í þjóðhátíðardag íslendinga, til þess
að reyna á þolþrif þjóðarinnar. Minnistæð er ósk um að fá að
halda heræfingu í Hljómskálagarðinum og lenda þar á þyrlu.
Merkileg bón meðal annars í Ijósi þess að næst stærsti flugvöll-
ur landsins er rétt hjá. Hvaða tilgangi þjónar vitleysa sem
þessi? Erum við öruggari fyrir vikið eða vanvirðum við ekki sjálf
okkurtil dæmis í huga ferðamanna sem flestir komast ekki hjá
því að heyra hve friðsöm þjóð við erum sem hefur ekki her.
Hvað viðkemur vörnum landsins segjum við að vopnleysi yrði
vörn landsins. Margir vísa til þess að slíkt hafi ekki dugað í sein-
ni heimsstyrjöldinni. Á móti má þá spyrja: Hverjir myndu ráðast
á okkur í dag? Varla hefðu Norður-Kórea, frak og Kúba sem
Bandaríkjamenn skilgreina sem helstu ógn við öryggi sitt í dag,
krafta til þess að hernema ísland. í raun hefðu einungis Banda-
ríkin eða sameinaður her Evrópusambandsins burði til þess að
hernema landið og halda því til lengri tíma, og til þess mun
væntanlega seint koma.
Eins og hér hefur verið rakið er staða landsins utan NATO og án
hersetu fyrst og fremst spurning um grundvallarafstöðu. Við
getum aldrei mælt sjálfsvirðingu smáþjóðar í krónum og aur-
um. Hinsvegarverðuraðtakatillittil efnahagsmála þegarkem-
ur að því að segja skilið við NATO. Út frá viðskiptasjónarmiðum
séð myndi það koma sér vel. Dæmi um fyrirtæki sem hefur
vegnað vel sakir þess að ísland hefur ekki átt í ófriði við aðrar þjóð-
ir, og er þeim því engin ógn, er flugfélagið Atlanta. Rekstrar-
stjóri félagsins hafði orð á þessu nýverið. Það gæti aukió enn á
viðskiptamöguleika íslendinga að auglýsa sig sem friðsama þjóð
sem standi utan hernaðarbandalaga. Auk þess myndi þetta
skapa okkur sérstöðu sem eftir yrði tekið hvar sem við værum í
erlendu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna, í geira þróunar-
aðstoðar og víðar.
íslenska leiðin • Sjálfstæði fslands og risarnir tveir Bls. 53