Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 59

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 59
Sjávarútvegsmál eru ekki fyrirstaða heldur tromp í viðræðum Andstæðingar aðildar halda því margir fram að sjávarútvegs- málin séu sá þáttur sem á steyti þegar kemur aó umræðunni um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er alrangt. Sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins byggist á veiðireynslu og þar sem fslendingar hafa nánast alla veiðireynslu innan íslenskrar lög- sögu er íslenskur sjávarútvegur síður en svo í hættu vió inn- göngu í sambandið. íslendingar munu áfram sitja einir að veið- um á flestum af okkar mikilvægustu fiskistofnum. Hin endan- lega ákvörðun ráðherrarráðsins um heildarafla er í raun aðeins formleg þar sem ákvörðun ráðsins er tekin eftir tillögum frá þeim vísindamönnum sem best vita um viðkomandi fiskistofna. Við munum því halda áfram að fylgja tillögum íslenskra vísinda- manna. Hægt er að gera kröfu um að innlend og erlend sjávar- útvegsfyrirtæki hafi raunveruleg og efnahagsleg tengsl við ís- land og hindrar það m.a. kvótahopp. Ungir jafnaðarmenn telja betra að íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki fái erlent fjármagn í formi hlutafjár heldur en í formi láns- fjár. Með þátttöku í Evrópusambandinu opnast veiðimöguleikar víða vegna samninga ESB við önnur ríki og tollar á sjávarút- vegsvörum féllu niður. íslenskar sjávarafurðir eru tollavarning- ur í Evrópu og er einn þeirra þátta sem EES-samningurinn tek- ur ekki til. Þannig hækkar verð á sjávarafurðum til muna við inn- flutning þeirra til Evrópusambandsríkjanna, en hann er um 60% alls útflutnings á sjávarafurðum sem síðan er um 67% af öllum vöruútflutningi okkar fslendinga. Sjávarútvegurfærir íslendingum um 45% af öllum okkar gjald- eyristekjum, er um 67% alls útflutnings og um 12% af lands- framleiðslu. Þessi staðreynd skapar okkur mikla sérstöðu í Evr- ópu. Ekkert annað ríki í Evrópu býr við slíka stöðu. Með þessa sérstöðu gætum við tekið forystu í sjávarútvegsmálum innan Evrópusambandsins. Sjávarútvegur er það sem við kunnum og kunnum skrambi vel. Sjávarútvegur og sú sérstaða og sér- þekking sem við búum við á því sviði er því okkartromp í aóildar- viðræðum og okkar framlag til Evrópusamstarfsins. Við eigum að nota það tækifæri vel og þá sérstöðu og sérþekkingu sem við búum við á þvf sviði. Hagur neytenda fólginn í aðild Við aðild að ESB yrðu öll viðskipti milli íslands og ESB jafn auð- veld og viðskipti milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Allir tollar myndu falla niður og viðskipti myndu stóraukast. Vöruflæði yrði frjálst. Kjör neytenda myndu stórlega batna en verð á nauð- synjavörum er 40% lægra í nágrannaríkjum okkar í ESB en gerist hérlendis. Samkeppni myndi aukast á heimamarkaði. ís- land yrði hluti af stærstu viðskiptablokk í heimi. Meó upptöku evrunnar lækka vextir og viðskiptakostnaður. Séu Islendingar fyrir utan evru-svæðið geta fjármálastofnanir er- lendis boðið íslendingum betri lánskjör vegna lægri vaxta og þannig þrengt að íslenskum fjármálastofnunum. Fjárfestingar ykjust og fjármagnsmarkaðurinn stækkaði og efldist. Gengis- kostnaður lækkaði og verðbólga minnkaði vegna stöðugleikans sem myndast. Verðsamanburður milli landa auðveldaðist sem þannig skapar aðhald gagnvart fyrirtækjum. Verði ísland fyrir utan evru-svæðið er hætt við að íslensk fyrirtæki flytji starfsemi sína frá íslandi og yfir á evru-svæðið og nú þegar eru dæmi til um slíkt. Mun meiri stöðugleiki kæmist á í íslensku efnahagslífi. Annar ávinningur Gífurlegtfjármagn fer f að efla vísinda- og rannsóknarstarf inn- an ESB og þar eru menntamál í öndvegi. Við inngöngu í ESB munu íslenskir námsmenn geta greitt sambærileg skólagjöld í háskólum í Bretlandi og aðrir Evrópubúar. Launafólk nýtur góðs af félagsmála- og vinnulöggjöf ESB. Skuldbindingar ís- lands vegna Kyoto-samningsins yrðu sveigjanlegri. Ríki ESB hafa aðgang að sjóðum til styrktar samgöngum, einkum í dreif- býli. Gífurlega jákvæð áhrif yrðu á hina sívaxandi ferðaþjónustu. íslendingar nytu góðs af aðgangi að upplýsingum frá mörgum erlendum stjórnsýslustofnunum. Aðild að ESB snýst ekki einungis um augljósan fjárhagslegan ávinning heldur einfaldlega um hvort íslendingar vilji vera með í framþróun Evrópu eða ekki. Öryggismál í Ijósi breyttrar heimsmyndar Það er Ijóst að heimsmyndin hefur breyst og hefur atburðarás- in verið hröð undanfarnar vikur eða síðan hin hörmulegu hryðju- verk voru framin í New York og Washington 11. september síðastliðinn sem skildu á sjöunda þúsund manns eftir í valnum. Þessi ódæðisverk munu hafa gríðarleg áhrif á alþjóðlegt sam- starf og áherslur í öryggismálum. Lengi hefur verið talað um að helsta hætta næstu aldar felist ekki í hefðbundnum styrjöldum milli ríkja heldur í hryðjuverkum hópa sem eru fjölþjóðlegir og hreyfanlegir. Segja má að þessir atburðir í Bandaríkjunum marki upphaf þess og marka líklega upphaf eins víðtækasta al- þjóðlega samstarfs í öryggismálum um veröld alla en nokkru sinni hefur þekkst. Þannig tel ég að NATQ sem lengi hefur ekki, að mínu mati, alveg vitað hvert stefna ætti, fengið algerlega nýj- an tilgang þ.e. að vera sá vettvangur sem tekur á þessari nýju hættu meðal aðildarþjóðanna. Lengi vel hefur mér fundist sem hlutverk NATO hafi meira en minna verið það að halda á lífi kaldastríósdraugum til þess eins að skapa sér hlutverk og stöðu í heiminum. Um leið hefur NATO horft framhjá grófum mannréttindabrotum sem eiga sér stað innan aðildarríkja þess s.s. Tyrklands. M.ö.o. hefur mér lengi fundist sem þessi stofn- un ,NATO, vera dálítill vandræðagripur úr fortíðinni, stofnun sem miklir fjármunir fara í gegnum en verið meó heldur óljós- an tilgang. Nú er Ijóst að hlutverk þess verður afar mikið á næstu árum. Þannig geta aðildarþjóðirnarsamræmtvarnirsín- ar og samræmt krafta sína gegn þessari nýju hættu. íslendingar eiga að vera gagnrýnir þátttakendur Þráttfyrir mikilvægt hlutverk NATO nú, þá breytir það því ekki að íslendingar eiga ávallt að vera gagnrýnir í samstarfi sínu við aðr- ar þjóðir og þá sér í lagi á þessu sviði öryggismála. Þannig verð- ur fróðlegt að fylgjast með því sem Evrópusambandið hefur verið að vinna að hvað öryggismál varðar. Hugsanlegt er að þær breyt- ingar sem þar eiga sér stað í öryggismálum aðildarríkjanna muni gera NATO óþarft eða a.m.k. stórbreyta allri uppbyggingu þess frá því sem við þekkjum í dag. Sameinuðu þjóðirnar fá hugs- anlega meiri athygli eftir voðaverkin í Bandaríkjunum þar sem ríki heims munu sameinast gegn þessum nýja óútreiknanlega óvin og er það vel. Sameinuðu þjóðirnar hafa í of langan tíma stað- ið í skugga en staðreyndin er hinsvegar sú aö Sameiriuðu þjóðim- ar eru breiðasta brú okkar yfir til þeirra ríkja sem ekki eru í Evr- ópusambandinu eða NATO. Stofnanir eru tæki sem geta þjón- að ákveðnum tilgangi í ákveðinn tíma en marka ekki endanlegan stað okkar í tilverunni. Við eigum að vera gagnrýnir þátttakend- ur og greiða atkvæði með sannfæringu okkar, ekki tómum maga sparibauksins sem bíður eftir framlagi sínu. Islenska leiðin • Verum gagnrýnir þátttakendur í alþjóðasamstarfi Bls. 59

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.