Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 62

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 62
Að lokum Bjarki Már Magnússon Þá er fyrsta tölblaðið af íslensku leiðinni - tímariti stjórnmála- fræðinema komið út. Ritstjórnin, Heiðar Örn Sigurfinnsson, Þröstur Freyr Gylfason, Dagný Ingadóttir og Guðjón Helgason hafa unnið hörðum höndum undanfarna mánuði við efnisöflun, umsýslu vegna auglýsinga og annars frágangs á þessu veg- lega tímariti. Eru þeim hér færðar hamingjuóskir með afrakst- urinn. Það úrval fólks sem í þessu riti birtist er í fremstu röð í stjórn- málum hér á landi auk fræðimanna á sviði stjórnmálanna. í raun hefði þetta mikla efni nægt í nokkurtölublöð, ef miðað er við önnur rit af þessu tagi. Þó er það kannski svo að ekkert rit af þessu tagi hafi sést um langt skeið og að hér sé fyllt upp í nauð- synlegt skarð. Umræða um stjómmál í ræðu og riti er mikilvæg fyrir þjóð sem byggir stjómkerfi sitt á lýðræði, þar sem gert er ráð fyrir að kjósandinn sé upplýstur um málefni og þá valkosti sem eru í stöðunni hverju sinni. Undanfarin ár hefur vera íslands í Atlantshafsbandalaginu NATQ verið lítt til umræðu hér á landi þrátt fyrir að miklar deil- ur hafi verið um inngönguna á sínum tíma. Hátíðarhöld nú fyrr á árinu vegna 50 ára afmælis varnarsamningsins við Banda- ríkin og fyrirhugaður fundur utanríkisráðherra NATO hér á landi næst komandi vor hefur þó vakið upp umræðu um stöðu og veru okkar í bandalaginu. Þá hafa hinar hörmulegu árásir sem gerðar voru á Bandaríkin 11. september síðastliðinn verið túlkaðar sem árás á eitt NATO ríkjanna og því hafi í raun verið ráðist á allar þjóðirnar nítján sem mynda bandalagið, þar á með- al ísland. Umræðan um NATO sem hér birtist er því nauðsyn- legur hluti af íslenskri stjórnmálaumræðu, umræðunni um hvert við viljum stefna í þessum málum og annarri þátttöku fs- lands í starfi fjölþjóðlegra samtaka. Þannig var nýverið auglýst eftir umsóknum í íslensku friðargæsluna þar sem fram kom að ætlunin sé að efla stórlega þátttöku íslands í friðargæslu á næstu árum. Nauðsynlegt er að um þessa hluti skapist um- ræða. Ekki er heldur langt síðan uppí var krafa um að þögnin í kring- um Evrópusambandið, og aðild íslands að sambandinu, yrði rof- in. Töldu ýmsir að það ríkti þegjandi samkomulag um að ekki skyldi ræða þau mál á vettvangi stjórnmálanna. Þó hefur fsland um nokkurt skeið verió aðili að Evrópska efnahgassvæðinu og fyrr á þessu ári varð ísland einnig aðili að Schengen vegabréfa- samstarfinu. ísland hefur því án mikillar umræðu orðið þátttak- andi í ýmsum þáttum Evrópusamstarfsins og þar með Evrópu- sambandinu. Nú er þögnin rofin. í þessu riti, sem væntanlega er aðeins hið fyrsta af mörgum, er fjallað um málefni Atlantshafsbandalags- ins og Evrópusambandsins. Hvert umfjöllunarefni næsta tölu- blaðs verður á eftir að koma í Ijós. Þó þykir mér Ijóst að hér hef- ur öflug ritstjórn lagt grunninn að vönduðu tímariti sem mun án efa veróa áhugaverður vettvangur fslenskrar stjórnmálaum- ræðu um ókomna tíð. íslenska leiðin mun þannig endurspegla þær stjórnmálaskoðanir sem uppi eru á hverjum tíma og móta munu þá leið sem fslendingar vilja feta. Bjarki Már Magnússon, alþjóðafulltrúi Politicu, félags stjórnmálafræðinema við Háskóla íslands hrifla.is Heimasíöa Framsóknarfélags Reykjavíkur Góða skemmtun! Bls. 62 Að lokum • Islenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.