Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 63

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 63
Rauði kross íslands Bókasafn Bækur og myndbönd um mannúðarmál í bókasafninu eru bækur og myndbönd um starfsemi Rauða krossins og málefni sem tengjast henni. í safninu ert.d. mikill fjöldi bóka um skyndihjálp og alþjóðlegt hjálparstarf. Bókasafnið er opið almenningi. Safnið er til húsa í aðalskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Afgreiðslutími frá mánudögum - fimmtudags kl. 13:00 - 16:00 og föstudaga frá kl. 13:00 - 15:00 Á vef Rauða krossins - www.redcross.is - er leitarvél þar sem hægt er að kanna hvað til qr í safninu. \ 1 Hvað er í safninu? í bókasafninu erfjöldi bóka um ýmis mannúðarmál, m.a. um: - almenna og sálræna skyndihjálp - flóttamenn - Genfarsamningana og alþjóðleg mannúðarlög - neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu - sjálfboðaliðastörf - starfsemi frjálsra félagasamtaka - sögu og starfsemi Rauða krossins hérlendis og erlendis í safninu eru einnig myndbönd sem fjalla um sömu málefni. Fyrir hverja er safnið? Bókasafnið er opið almenningi. Safnkosturinn nýtist þó einkum háskólanemum og sjálfboða- liðum Rauða krossins sem vilja afla sér upplýsinga um mannúðarmál. Ef þú vilt vita meira um - viðbrögð barna við áföllum - sjálfboðaliðastörf hérlendis og erlendis - konur í þróunarlöndunum - slysavarnir - hjálparstarf víða um heim ættirðu að heimsækja bókasafn Rauða krossins

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.