Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Qupperneq 12

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Qupperneq 12
12 INTERNAL M•A•C COSMETICS OG KEITH HARING KOMA SAMAN TIL ÞESS AÐ FAGNA ÞVÍ AÐ GEFA 100% TIL BAKA MEÐ VIVA GLAM Í 27 ÁR Vertu með í VIVA GLAM hreyfingunni! Í ár var listamaðurinn Keith Haring heiðraður. Frá árinu 1994 hefur M•A•C VIVA GLAM sjóðurinn safnað YFIR $500.000.000 á heimsvísu og er enn að telja. Við fögnum 27 ára afmæli okkar -að gefa til baka 100%- með þremur sérútgáfum af varalitum úr aðal litapallettu Keith Haring. Listrænar hliðstæður Haring og M•A•C eru augljósar: Óviðjafnanleg götupopplist Harings spratt inn í skjálftamiðju listrænnar undirmenningar New York á níunda áratugnum, rétt þegar M•A•C kom á markað. Það er trú okkar samfélags að jöfn réttindi og heilbrigð framtíð fyrir alla! Sem kemur fram í skilaboðum M•A•C VIVA GLAM x Keith Haring. “Sem ein mest ögrandi snyrtivöruherferð allra tíma setti M•A•C VIVA GLAM standardinn “að gefa til baka” innan greinarinnar, þökk sé stuðngi ögrandi hæfileikafólks, listamanna og samfélagsins,” segir John Demsey, stjórnarformaður M•A•C VIVA GLAM sjóðsins og forstjóri The Estée Lauder Companies Inc. “Í tilefni 27 ára afmælis okkar, heiðrum við látinn listamann, Keith Haring og höldum verkum hans á lofti með því að nota myndefni hans til að gera jákvæðar breytingar fyrir þá sem mest þurfa á stuðningi að halda. Hann var sannur hugsjónamaður sem notaði hæfileika sína í góðum tilgangi. Þó að hann hafi því miður farið þegar faraldurinn stóð sem hæst, erum við stolt af því að heiðra list hans og góðgerðarstarfsemin lifir áfram í gegnum VIVA GLAM.” Þessir þrír varalitir, sem koma í sérútgáfu, einkenna aðal litapallettu Keith Haring í Matte og Frost áferð. Hver varalitur skartar táknrænum götumyndum Keith Haring. 100% af söluverði VIVA GLAM varalita er gefið í M•A•C VIVA GLAM Sjóðinn, sem styður heilbrigða framtíð og jafnan rétt allra. Samtök í hverju landi fyrir sig geta sótt styrk í sjóðinn og hafa HIV Ísland fengið greitt úr sjóðnum yfir 10 sinnum og hefur sá styrkur farið í forvarnarstarf í 9. og 10. bekk í grunnskólum landsins. Haring lést sjálfur af alnæmistengdum fylgihvillum árið 1990. Frá 1994 hefur M•A•C gefirð 100% af söluverði allra VIVA GLAM varalita til samtaka sem styðja heilsu og réttindi þeirra sem smitast af HIV/alnæmi, sem og konur, stúlkur og LGBTQIA+ samfélagið. “Ef list er hjarta M•A•C, þá er VIVA GLAM sál þess,” All Ages, All Races, All Genders er miðpunktur DNA okkar. Ef þú skoðar vel safn Harings af listaverkum hans er athyglisvert að persónur hans hafa engan aðgreinanlegan aldur, kynþátt eða kyn. Trúin á að listræn tjáning ætti að vera lýðræðisleg og óbundin reglum er kjarninn bæði í list Harings og M•A•C sem vörumerki. Eins og Haring sagði: “List er fyrir alla.”

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.