Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Qupperneq 14
14
„Gagnstætt öðrum minnihlutahóp-
um ölumst við upp án nokkurra
tengsla eða vitundar um félagsskap
og menningu annarra homma og
án minnstu þekkingar á sögu okkar
sem hlýtur að vera forsendan fyrir
betra lífi.“
Þetta ákall um að læra söguna birt-
ist í tímariti Samtakanna ´78 Úr
felum árið 1983. Hvort að sagan sé
forsenda fyrir betra lífi verður ekki
svarað hér, en öll höfum við þó ein-
hverja söguvitund. Þau sem tilheyra
minnihlutahópum eiga oft erfitt
með að spegla sig í sögunni sem er
yfirleitt sögð út frá sjónarhóli valda-
mestu hópanna og söguleysi ýtir
undir þöggun og jaðarsetningu. Það
er því skiljanlegt að vilja forvitnast
um söguna og miðla henni til ann-
arra. En hvaða sögur segjum við og
hvað látum við ósagt?
Þau sem stigu sín fyrstu skref sem
hinsegin einstaklingar á fyrstu
áratugum 21. aldar voru yfirleitt
meðvituð um að réttarbætur og
frjálsara samfélag væri afrakstur
þrotlausar vinnu og baráttu sem
háð var á mörgum vígstöðvum.
Í pontu Alþingis, í jólaboðum, á
djamminu, skólanum og húsfélög-
um. Við vissum aftur á móti minna
alnæmið. Veirusjúkdómurinn
sem lagðist eins og álagamyrkur á
samfélag homma virtist í upphafi
nýrrar aldar vera eins og vondur,
fjarlægur draumur. Alnæmið var
vissulega ekki þaggað í hel, en saga
þess fékk oft á sig ásýnd neðanmáls-
greinar. Sérkafli sem snerti þau sem
upplifðu faraldurinn en væri hinum
óviðkomandi.
Þagnarhjúpurinn í kringum alnæm-
Sagan sem á eftir
að segja?
Nokkrar hugleiðingar um sögu alnæmis á Íslandi
ið hefur verið að bresta undan-
farin ár. Árið 2018 var fjallað um
alnæmi í Velvakanda Morgunblaðs-
ins þar sem gert var að því skóna
að hnattræn hlýnun væri á pari
við alnæmis faraldurinn, ofmetið
vandamál og ógn sem aldrei varð.
Hinsegin samfélagið brást harkalega
við slíkum ummælum. Felix Bergs-
son sagði að ritstjórn Morgunblaðs-
ins ætti tafarlaust að biðjast afsök-
unar (sem aldrei var gert) og Lana
Kolbrún Eddudóttir sagði pistilinn
vera kjaftshögg fyrir þau sem að
misstu fjölskyldumeðlimi, elsk-
huga eða vini vegna alnæmis. Ef
til vill var kominn tími til að rifja
upp alnæmisárin til að gefa meiri-
hlutasamfélaginu ekki tækifæri á að
nota alnæmið til að spinna röklausa
söguþræði í pólitískum tilgangi.
Ári seinna frumsýndi Hrafnhildur
Gunnarsdóttir heimildaþætti sína
Svona fólk í Ríkissjónvarpinu en
flest sem tóku til máls um þætt-
ina voru sammála um að magn-
þrunginn þátturinn um alnæmið
hefði borið af. Ári seinna kom svo
út ævisaga Einars Þórs Jónssonar,
Berskjaldaður út þar sem að Einar
fjallar á einlægan en hispurslausan
hátt um líf sitt sem HIV smitaður
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir,
sagnfræðinemi sem vinnur
að doktorsritgerð um sögu
alnæmis á Íslandi