Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2022, Page 15
15
maður, en sú barátta snerist ekki
eingöngu um glímuna við dauðan,
sjúkdóminn og pólitík, heldur líka
um lífsviljan og svo auðvitað ástina.
Það virðist því vera kominn tími til
að tala aftur um sögu alnæmis. Sigr-
ana jafnt sem svartnættið. Og líka
hversdagslífið, því þó að alnæm-
isfaraldurinn feli í sér dramatíska
baráttu upp á líf og dauða tekur sú
barátta oft á sig ósköp hversdags-
legar myndir. Jón Helgi Gíslason
(Donni) orðaði þennan samslátt
áfalla og hversdags lífs vel í viðtali
við Hrafnhildi þar sem hann rifjaði
upp að hafa verið að mála eldhúsið
þegar fjölskyldufundur var hald-
inn þar sem tilkynnt var að hann
ætti nokkra mánuði eftir ólifaða
en Donni var einn af þeim fyrstu
sem fengu nýju lyfin og reis upp frá
banalegunni.
Endurlitið og fjarlægðin við at-
burðina gefur okkur líka rými
til að skoða faraldurinn í stærra
samhengi. Við getum til dæmis
getum velt því upp hvort og hvernig
alnæmisfaraldurinn hafði áhrif á
réttindabaráttuna. Var það ef til vill
alnæmisfaradurinn frekar en frjáls-
lyndi og ást á mannréttindum sem
fékk stjórnvöld til að leggja eyrun
við málflutning homma og lesbía á
níunda og tíunda áratugnum?
Við þessu er ekkert einfalt svar, því
alnæmisfaraldurinn er margslungið
fyrirbæri. Saga hans er þéttofið net
af persónum og leikendum hvers
hlutverk einkennist af samspili
valda, valdaleysis og lífi, dauða,
forræði og andspyrnu. Faraldurinn
er saga baráttu sem tók á sig margar
myndir. Stundum var það barátta
við íslenskt mál í dálkum blaðanna
eða barátta við heilbrigðisstarfs-
menn og valdhafa. Og svo auðvitað
mökrin milli okkar og hinna, þess
viðtekna og óviðtekna, normsins
og jaðarsins og þess sem hreyfir við
þeim mörkum. En eitt er ljóst að
áhrif alnæmisfaraldursins á rétt-
indabaráttu, samfélag og menningu
hinsegin fólks eru síst ofmetin.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir.
Yfir vetrarmánuðina geta HIV-jákvæðir hist í hópa-
starfi í húsnæði HIV - Íslands. Markmið þess eru
félagslegs og tilfinningalegs eðlis, að geta hitt aðra
í sömu stöðu, ræða hjartans mál og læra af reynslu
hvers annars. Áhersla er lögð á einlægni og trúnað.
Umsjón með starfinu hefur Sigurlaug Hauksdóttir
félagsráðgjafi. Nánari upplýsingar má fá hjá HIV
Íslandi í síma 552 8586 og með netpósti sem er sillahauks@gmail.com
Hópavinna með HIV-jákvæðum
Samnorrænn fundur var haldinn
í Reykjavík í september.
HIV Norden er samstarfsvettvang-
ur HIV-jákvæðra á Norðurlönd-
um og hefur skrifstofu í Helsinki.
Formaður sambandsins er Nonni
Mäkikärki frá Finnlandi.
Norrænt samstarf
Fundir eru haldnir tvisvar á ári
(einn þeirra aðalfundur) þar sem
rætt er um ástandið í hverju landi
og reynt að móta sameiginlega
stefnu. Áherslan í samstarfi HIV-
Norden snýr að mannréttindum
HIV jákvæðra, forvörnum og upp-
lýsingum almennt út í samfélagið.