Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 7

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 7
7 Það er óneitanlega reisuleg aðkoman að Reykjalundi, þessari myndarlegu endurhæfingarstofnun í Mosfells- bænum. Erindið þangað er að hitta Garðar Guðnason, sviðsstjóra og sjúkraþjálfara í lungnateymi Reykjalundar og ræða við hann um tilhögun endur- hæfingar lungnasjúklinga undanfarin farsóttarmisseri. Garðar hefur unnið á Reykjalundi frá árinu 2017, fyrst bæði í tauga- og lungnateymi, en fyrir einu og hálfu ári, eða rétt fyrir COVID, fluttist hann alfarið yfir í lungnateymið þegar hann varð sviðsstjóri þess. Reykjalundi var lokað Garðar segist aðeins hafa náð að sinna hefðbundinni lungna- endurhæfingu á Reykjalundi í stuttan tíma áður en heimsfarald- urinn brast á. „COVID hefur sannarlega litað endurhæfinguna mikið frá byrjun og truflað hana talsvert. Í fyrstu COVID bylgjunni í fyrravor var gert meðferðarhlé hjá viðkvæmustu skjólstæðingum Reykjalundar, þ.m.t. lungnasjúklingum. Síðar varð tímabundin breyting á öllu meðferðarstarfinu og við urðum varasjúkrahús fyrir Landspítala Háskólastjúkrahús með tvær tæplega 30 rúma sólarhringsdeildir. Hefðbundnir skjólstæðingar Reykjalundar fengu fjarendurhæfingu og var sett upp æfinga- áætlun fyrir hvern og einn skjólstæðing. Hún samanstóð af útigöngum og heimaþjálfun. „Við létum fólk fá prógramm og æfingateygjur til að vinna með og fylgdum þeim svolítið eftir þannig,“ segir Garðar og bætir við að auðvitað hafi þetta ekki verið endurhæfing í líkingu við það sem fólk hafi átt að fá. „Þannig var bara staðan.“ Tvískipt vakt Þessa tímabundnu lokun segir hann hafa komið til þar sem nauðsynlegt hafi verið að létta á sjúkrahúsunum. „Þaðan kom fólk, að vísu ekki með kórónuveiruna,“ útskýrir hann, „heldur aðrir sem þurfti að flytja til þess að búa til pláss.“ Þessi tilhögun kallaði á hálfgerða vaktavinnu hjá þeim, þar sem vinna þurfti tvískipta vakt. „Þetta var svona vikuskipting. Helmingur sjúkra- þjálfaranna vann heima og sinnti fjarendurhæfingu og á meðan var hinn helmingurinn að annast skjólstæðinga hérna inni á Miðgarði og á lungnateymisganginum sem urðu tvær sólarhrings legudeildir hjá okkur.“ Mikil hólfaskipting Garðar segir að um miðjan mars hafi þessi tvískipting hafist og að húsinu hafi eiginlega verið lokað þangað til í endaðan apríl. Þá hafi aðeins verið farið að opna aftur, en frá þeim tíma hafi ríkt mikil hólfaskipting á Reykjalundi. „Við erum tvö með meðferðarsvið á Reykjalundi, hvort um sig með fjögur teymi og lungnaendurhæfingin tilheyrir meðferðarsviði tvö. Skiptingin var þannig að annað meðferðarsviðið var fyrir hádegi í stað- endurhæfingu og hitt svo eftir hádegi. Hinn hluta dagsins var fjarendurhæfing. Þetta fyrirkomulag gilti bæði fyrir skjólstæðinga og starfsmenn.“ Ömurlegt fyrir skjólstæðingna Þetta fyrirkomulag varði í einhverja mánuði, að vísu með einhverjum tilslökunum. „Svo fór þetta aðeins að samlagast. Það byrjaði þannig að við starfsfólkið fengum að vera í húsi allan tímann, en skjólstæðingarnir voru bara hálfan daginn,“ útskýrir hann og bætir við að þeir hafi þá að sama skapi fengið heimavinnu. „Bara þjálfun heima, út að ganga, einhverjar léttar æfingar, eða eitthvað sem þeir gátu ekki gert hérna á Reykjalundi. Við reyndum eftir fremsta megni að koma til móts við þessa hópa,“ segir Garðar þegar hann rifjar upp þennan tíma. „Þetta var náttúrulega heilmikil vinna og mikið álag á starfsfólkinu hérna, en að sama skapi bara ömurlegt fyrir skjólstæðingana að fá ekki þá endurhæfingu sem þeir þurftu.“ Þjálfunin í vítahring Garðar minnist sérstaklega tímabilsins sem lungnasjúklingarnir treystu sér margir hverjir hreinlega ekki til að koma í þessu ástandi. „Þeir vildu bara einangra sig,“ segir hann og bætir við að það hafi verið ósköp skiljanlegt. „Það er hins vegar slæmt til lengri tíma litið að vera svona einangraður. Þetta býður bara upp á að erfiðara verði að koma sér aftur af stað. Fólk missir styrk og þjálfun lungnasjúklinga datt í svolítinn vítahring. Á tímabili fóru þeir bara í smá pásu.“ Ein aðalástæðan fyrir því að lungna- sjúklingar fóru á bið segir Garðar að hafi verið vegna ákvörunar lungnateymis að vernda þennan sjúklingahóp. Einnig hafi komið upp smit á Reykjalundi í fyrra sem gerði það að verkum að þurft hafi að loka Reykjalundi í tvær vikur. Svolítið púsluspil, en fólk fær sína þjálfun Viðtal við Garðar Guðnason, sjúkraþjálfara á Reykjalundi Garðar sjúkraþjálfari í æfingasalnum á Reykjalundi.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.