Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 10

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2021, Blaðsíða 10
10 • Nota stóru vöðvana í fótunum og þungaflutning við standandi vinnu í stað þess að teygja handleggina langt út frá líkamanum. Þannig dreifist álagið á stærri hluta líkamans en ekki eingöngu á handleggi. • Þegar þarf að beygja sig er gott að beygja hnén, eða styðja annarri hendinni við t.d. borð og færa gagnstæðan fót aðeins aftur. Þannig helst bakið beint og öndunin veður auðveldari. • Sitja í stað þess að standa við vinnuna. Talið er að með því að sitja við verk í stað þess að standa sé hægt að spara orkueyðslu um 25%. • Í stað þess að bera þunga hluti er hægt að flytja þá á búnaði með hjólum, eins og t.d. hjólaborði eða tösku á hjólum. • Það er auðveldara að ýta hlutum en draga þá. • Ef þú þreytist við að nota handleggi, t.d. við snyrtingu, getur verið gott að hvíla olnboga á vaskinum/vaskborðinu, eða styðja með annarri hendi undir olnbogann á þeirri hendi sem verið er að nota. Hjálpartæki Hjálpartæki eru hugsuð til að takmarka mæði og áreynslu við daglega iðju. Þau geta aukið færni við að framkvæma dagleg verk s.s. að komast um utandyra, við matreiðslu, persónulegt hreinlæti, eða heimilisstörf. Má þar nefna griptöng, sokkaífæru, vinnustól og baðbretti/sturtustól. Einstaklingar með skerta færni við daglega iðju geta átt rétt á hjálpartækjum í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Yfirleitt metur heilbrigðisstarfs- maður þörf fyrir hjálpartæki og sækir um til SÍ. Í eftirfarandi sýnidæmum er búið að setja upp nokkrar daglegar athafnir út frá forgangsröðun, skipulagi og temprun samkvæmt orkusparandi leiðum. Snyrta sig Temprun • Sittu við að þvo þér í framan, bursta tennur og þurrka þér um hárið. Hvíldu þig eftir hverja athöfn. • Þerraðu þig í staðin fyrir að nudda með þvottastykki. Skipulag • Taktu fram allt sem þú þarft að nota áður en þú byrjar. • Stilltu spegil upp í andlitshæð þegar þú situr. • Fljótandi sápa freyðir betur en sápustykki. Forgangsröðun • Prófaðu að nota þurrsjampó. • Notaðu rafmagnstæki eins og tannbursta, rakvél. Fara í sturtu/bað Temprun • Notaðu sturtustól/baðbretti þegar þú þværð þér ef þú átt þess kost. • Gefðu þér góðan tíma og taktu pásu. • Notaðu baðslopp til að þurrka þér í stað þess að nota handklæði. • Hvíldu þig áður en þú byrjar að klæða þig. Skipulag • Forðastu of heita sturtu ef þú finnur fyrir andnauð vegna gufunar. Hafðu góða loftræstingu og láttu e.t.v. glugga, eða dyr vera opnar. • Með því að nota þvottabursta/svamp með löngu skafti takmarkar þú stórar handahreyfingar við að þvo fætur og bak. • Til að forðast óþarfa orkunotkun við að halda jafnvægi er gott að hafa stama mottu á gólfinu og setja upp handföng á vegginn bæði fyrir innan og utan sturtu/ baðkar. Forgangsröðun • Er bað athöfn sem þú nýtur og ert tilbúin að eyða mikilli orku í? • Er nauðsynlegt að fara í bað á hverjum degi? • Getur þú farið í bað/sturtu á þeim tíma dagsins sem þér líður sem best? • Getur þú þvegið þér við vaskinn þegar orkan er lítil? Klæðnaður Temprun • Sittu við að klæða þig á rúmstokknum, í góðum stól eða á salerninu. • Klæddu þig fyrst í að neðan meðan þú hefur næga orku. • Hvíldu þig eftir hverja athöfn. Skipulag • Vertu búin/n að finna til fötin kvöldið áður. • Veldu fatnað sem þægilegt er að klæða sig í, fellur laust að og er með festingar að framanverðu. • Veldu skó m.t.t. að þeir séu léttir og þægilegt að fara í þá. • Farðu í skyrtu og peysu þannig að þú ferð fyrst í ermar og smeygir flíkinni síðan yfir höfuðið. • Gott er að sitja við að klæða sig í sokka og skó. Lyftu fætinum upp á hné til að fá hann nær eða settu hann upp á lágan koll. • Sokkaífæra, langt skóhorn og teygjureimar í skó geta auðveldað þér verkið. Forgangsröðun • Getur þú skipulagt skúffur og hillur þannig að auðvelt sé að nálgast hlutina án þess að þú þurfir að beygja þig eða teygja? • Getur þú haft það sem þú notar oftast aðgengilegt t.d. sokka og nærföt?

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.