Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2021, Side 17

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2021, Side 17
17 Súrefnisháðir fangelsaðir við vistun á hjúkrunarheimilum Eftir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmann í SLS Léttu, rafhlöðuknúnu ferðasíurnar hafa veitt lungnasjúklingum frelsi til athafna sem þá hefði ekki órað fyrir áður. Sjúkratryggingar Íslands greiða kostnaðinn fyrir almenna borgara – þangað til þeir fara á hjúkrunarheimili, en þá er ferðasían tekin af þeim. Lungnasjúklingar þekkja af eigin raun hvað lungun skipta miklu máli í daglegu lífi fólks. Öll hreyfing krefst þess að lungun geti brugðist við og tryggt fullnægjandi súrefnisflæði til allra líkamshluta og líffæra. Það kemur flestum á óvart hvað súrefnisþörfin er mikil, jafnvel í léttri göngu á jafnsléttu. Fáir eru hins vegar meðvitaðri um þessa þörf en lungnasjúklingar og enginn þarf að segja þeim þótt halli á götunni sé aðeins brot úr gráðu, þeir verða strax varir við hann. Skila hreinu lofti til sjúklingsins Til að bregðast við súrefnisþörfinni er hægt að bæta súrefnismettun á ýmsa vegu. Nú er það almennt leyst með súrefnissíum, þ.e. rafdrifnum vélum sem taka inn loft úr umhverfinu og skila því hreinu og samanþjöppuðu um svokölluð súrefnisgleraugu, þ.e. holpípu í nef (nasal cannula), til sjúklingsins. Fyrir tilkomu súrefnissíanna var eingöngu notast við þunga súrefniskúta sem tæmast fljótt, sérstaklega undir álagi og áfylling er eingöngu framkvæmd af sérhæfðum fyrirtækjum. Bylting varð með tilkomu rafhlöðuknúinna ferðasía. Þær eru léttar og meðfærilegar og hægt að hafa þær með sér hvert sem er í axlartösku, eða í bakpoka. Með þessu hafa lungnasjúklingar öðlast frelsi til athafna sem þá hefði ekki órað fyrir áður. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða kostnaðinn af síunum fyrir almenna borgara og eru nú nokkur hundruð sjúklinga um allt land sem njóta þeirra. Síurnar teknar af vistmönnum Það vekur því nokkra furðu að þegar lungnasjúklingar eru vistaðir á hjúkrunarheimilum er ferðasían snarlega tekin af þeim, þar sem SÍ greiða ekki lengur fyrir afnot þeirra. Flestir forráðamenn hjúkrunarheimila bregðast þó skjótt við og útvega nýjar síur, en því miður er ekki alltaf svo. Í nokkrum tilfellum hafa ekki verið útvegaðar nýjar síur og lungnasjúklingurinn er því algerlega sviptur frelsi til að hreyfa sig, hitta fólk, eða hafa samskipti við aðra vistmenn. Þeir eru einangraðir innan veggja vistarveru sinnar og komast hvorki lönd né strönd. Misbrestur á tilfærslu lögbundinnar þjónustu Það kemur skýrt fram í reglugerðum sem fjalla um styrki vegna hjálpartækja, að SÍ eigi ekki að greiða fyrir þá sem eru á stofnunum, þar með talið hjúkrunarheimilum. Hins vegar er jafn skýrt að stofnanir eigi að greiða fyrir þá þjónustu sem SÍ annars mundu greiða, að undanskildum gleraugum, heyrnartækjum og hjólastólum. Gleymum þó ekki að SÍ borga fyrir þessa þjónustu, en viðkomandi stofnun verður milliliður. Hvað er þá til ráða? Eiga vanmáttugir lungnasjúklingar á hjúkrunarheimilum að sækja rétt sinn hjá dómstólum? Þarf að skerpa á reglugerðum, eða færa súrefnissíur í flokk með hjólastólum í reglum um hjálpartæki? Þarf að breyta því alfarið hvernig stofnanir eru fjármagnaðar þannig að þær skirrist ekki við að uppfylla kröfurnar sem þær undirgangast? Ég veit ekki svarið, en víst er að lungnasjúklingar geta ekki beðið. Það er með öllu óásættanlegt að lungnasjúklingar séu lokaðir inni og sviptir ferðafrelsi við það eitt að vistast á hjúkrunarheimilum. Þessi heyrðist í brandarahorninu Hjólreiðamenning er atlaga að efnahagskerfi þjóða. „Hjólreiðamaður er hörmung fyrir efnahag landsins: Hann kaupir ekki bíla og þarf því ekki lán til kaupanna. Hann borgar ekki fyrir tryggingar, kaupir ekki eldsneyti og borgar lítið eða ekkert fyrir nauðsynlegt viðhald og viðgerðir. Hann notar ekki bílastæði, þarf ekki fjölakgreina hrað- brautir. Hann veldur ekki alvarlegum slysum, kaupir sér ekki líkamsræktarkort og heldur sér í góðu formi. Heilbrigt fólk er bæði óþarft og gagnlaust fyrir efnahaginn. Það kaupir ekki lyf, fer ekki á sjúkrahús og nýtir heilbrigðis- þjónustu lítið. Ekkert bætist við landsframleiðsluna. Aftur á móti skapar hver nýr skyndibitastaður að minnsta kosti 30 störf: 10 hjartalækna, 10 tannlækna, 10 lífstílssfræðinga og næringarfræðinga fyrir utan starfsfólk veitingastaðarins sem er á illa launuðum vöktum sem skapa enn önnur verðmæti.“ Hvað vilt þú gera fyrir þitt samfélag. Þeir sem ganga eru jafnvel enn verri, þeir kaup ekki einu sinni hjól.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.