Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2021, Page 27

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2021, Page 27
27 loftgæði beri á góma finnist sér þau of oft vera talin tiltölulega léttvæg. „Þetta er hins vegar lífsnauðsyn,” segir hann með áhersluþunga. „Þetta er ekkert gæluverkefni sem við kæmumst af án. Það er fullt af fólki sem kemst illa af í slökum loftgæðum og kemst varla út úr húsi.” Vantar málsvara hreins lofts Loftgæði og skorturinn á því að sá málaflokkur sé tekinn nægilega alvarlega segir Björgvin að sé ástæðan fyrir því að hann setti sig í samband við Samtök lungnasjúklinga til að ljá málstaðnum lið. „Það var ekki þannig að þau hefðu samband við mig. Eftir að hafa leitað á netinu og víðar komst ég að því að það eru í rauninni engir aðrir en SLS sem hafa þetta á sínu borði. Mér fannst þetta mál þannig vaxið að þessi sjónarmið komi ekki nógu sterkt fram í umræðunni. Það þarf að opna og auka umræðuna um loftgæði. Þetta er ekkert smámál. Þetta er stórmál fyrir marga og hagsmunamál fyrir okkur öll og það er alveg ástæða til að láta gott af sér leiða. Það vantar málsvara hreins lofts.” Tæknilegar lausnir sífellt hagkvæmari Tækninni fleygir hins vegar fram og sömuleiðis segir Björgvin að sér finnist almenningur verða stöðugt meðvitaðri um umhverfismál. „Orkugjafarnir sem við erum að fara í, sbr. rafmagn, vetni, metan og lífdísill, verða stöðugt umhverfisvænni. „Þessi trukkafloti verður að verulegu leyti kominn á þessa orkugjafa innan fimm til tíu ára,” segir hann og bætir við að allt taki hins vegar sinn tíma og undirbúning. Tæknilegar lausnir verða sífellt hagkvæmari og ódýrari og nefnir hann rafmagnssópa sem dæmi um slíka lausn sem hefði mikinn ávinning í för með sér og sem verið er að ræða um við Reykjavíkurborg. Brýnt að uppfæra og fjölga loftmælum Loftmæla telur Björgvin að brýnt sé að uppfæra, fjölga og hafa þéttara net. Hægt sé að gera mun betur í þeim efnum. „Setja upp kannski svona 20 mæla á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum mæla umferðaræðarnar. Þar færðu skýrustu myndina af ástandinu. Með því að tengja þá við veðurspár væri hægt að vera með spágildi í svona tvo til þrjá daga fram í tímann.” Mælana segir hann of fáa og ófæra um að sjá hvað valdi breytingum. „Við þurfum að nýta þekkinguna við að reyna að stýra ástandinu.” Hann segist nýverið hafa kynnt sér afar hagkvæman og öflugan búnað sem mælir svifryk og mismunandi grófleika þess og hins vegar hvaða lofttegundir eigi í hlut varðandi mengun. „Þetta er allra hagur,” segir Björgvin að lokum. „Stóra málið er að það er óhemju skriður á umhverfismálum og hröð þróun í þáttum sem skipta okkur miklu máli. Þetta umhverfi mun þróast mjög hratt af því að almenningur vill það. Svörðurinn í þessari umræðu er svo frjór um þessar mundir. Tækninni fer stöðugt fram og við þurfum að nýta framfarirnar, sérstaklega þegar það er hagkvæmara. Við erum ekki að tala um einhvern lúxus heldur lífsnauðsyn.” 1. Skrifaðu minnispunkta Haltu dagbók yfir líðan þína og meðferðina. Þannig er auðveldara fyrir þig að undirbúa viðtöl og hafðu alltaf spurningar tilbúnar fyrir þau. 2. Ekki hika við að spyrja Ef eitthvað er óljóst, eða veldur þér áhyggjum skaltu spyrja. Ef þú skilur ekki svörin skaltu spyrja aftur. 3. Veittu mikilvægar upplýsingar um þig Láttu vita um ofnæmi fyrir lyfjum, mat, eða öðru um lyfin sem þú tekur, vítamín, náttúrulyf, sérstakt mataræði, eða ef þú ert barnshafandi. 4. Láttu vita ef þú finnur til Segðu frá óvenjulegri líðan og einkennum þótt tengsl við veikindin virðist óljós. 5. Athugaðu að nafn og kennitala sé rétt Vertu viss um að nafnið þitt og kennitala sé rétt skráð hjá starfsfólki áður en kemur að rannsókn, meðferð, eða lyfjagjöf. 6. Fáðu upplýsingar um meðferðina Fáðu allar nauðsynlegar upplýsingar um meðferðina þína og rannsóknir hjá heilbrigðisstarfsfólkinu til þess að skilja sem best tilgang þeirra. 7. Hafðu nákomna með í viðtöl Gott er að hafa einhvern nákominn með í viðtölum. Það getur dregið úr hættu á misskilningi og hjálpar til við að muna það sem sagt var. 8. Tilgreindu nákominn sem má fá upplýsingar Heilbrigðisstarfsfólki er skylt að virða trúnað. Það má þó gefa þeim upplýsingar um líðan þína eða meðferð sem þú, eða forráðamaður þinn tilgreinir. 9. Spurðu um framhald meðferðar Fáðu að vita um framhald meðferðar fyrir útskrift, eða í lok heimsóknar á göngudeild. Fáðu upplýsingar um hvar hún er veitt, af hverjum og hvað þú þurfir að gera vegna hennar. 10. Þekktu lyfin þín Mikilvægt er að vita hvernig lyfin virka, hversu lengi á að taka þau, um breytingar á lyfjainntöku og áhrif af mat og drykk. Farðu yfir lyfjakortið með útskriftarlækninum. Undirbúðu þig áður en þú ferð til læknis - 10 mikilvæg ráð

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.