Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2022, Blaðsíða 15

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2022, Blaðsíða 15
15 Eitt af stærstu verkefnunum sem á vegi okkar geta orðið í lífinu er að greinast með langvinnan, alvarlegan og lífshættulegan sjúkdóm. Slík reynsla hefur margs konar áhrif á okkur og eðlilegt er að við upplifum ýmiss konar einkenni sem hægt er að flokka undir streitueinkenni. Þegar við greinumst með langvinnan sjúkdóm upplifum við ýmiss konar einkenni í viðbót við þau líkamlegu sem fylgja sjúkdómnum. Tilfinningar okkar, hegðun og hugsanir breytast, sem er eðlilegt í þessum aðstæðum, auk þess sem við finnum fyrir ýmsum líkamlegum einkennum sem geta verið afleiðingar streitunnar við að greinast með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Ef við veikjumst t.d. af flensu, vitum við að okkur muni batna áður en langt um líður og lífið mun færast í eðlilegt horf. Hins vegar er þessu ekki svo farið með langvinn veikindi, heldur eru allar líkur á að sjúkdómurinn komi til með breyta lífi okkar á ýmsa vegu. Óöryggi um framtíðina og óvissa með áhrif sjúkdómsins á daglegt líf hefur áhrif okkur á líkamlega, tilfinningalega, félagslega og vitsmunalega. Einkennin sem við finnum tengjast yfirleitt mörgum þáttum sem hafa verið hluti af okkar daglega lífi sem við sjáum fram á að séu að breytast. Ýmislegt er hægt að gera til að vinna með aðstæðunum og reyna að milda þau áhrif sem alvarleg sjúkdómsgreining getur haft á okkur. Hér á eftir ætlum við að skoða hvaða aðferðir er hægt að nýta til að hjálpa okkur að takast á við það að greinast með langvinnan alvarlegan sjúkdóm, en fyrst skulum við skoða hvað gerist hjá okkur við alvarlega sjúkdómsgreiningu. Streitueinkenni Streita er lífeðlisfræðilegt viðbragð sem er tilkomið vegna streituvalda. Streituvaldar eru þættir sem valda okkur streitu eins og t.d. breytingar á heilsu okkar sem veldur okkur áhyggjum, ótta og kvíða. Þegar við lendum í langvinnu álagi og lífskreppum, eins og alvarleg veikindi eru, þá eru það lífeðlisfræðileg viðbrögð líkamans að bregðast við á sama hátt og ef við stæðum frammi fyrir ljóni – heilinn veit að það er hætta á ferðum og þarf að gera allt til að bjarga okkur úr þessari lífshættu. Það er því ekkert skrítið að við bregðumst við með „flýja-frjósa-berjast“ (flight- freeze-fight) viðbrögðum, því að heilinn áttar sig á því að við séum í hættu og sendir því streituhormón; adrenalín og kortisól, út í líkamann til að hjálpa til við að bjarga okkur úr aðstæðum. Driftaugakerfið fer af stað og með þessum streituhormónum gerist meðal annars eftirfarandi: • Hröðun á hjartslætti þannig að aukið blóðflæði verður til vöðva – við verðum sterkari • Öndun verður hraðari og við fáum meira súrefni til heilans – við hugsum skýrar • Hækkun á blóðsykri eykur orku – við getum hlaupið lengra Öll þessi viðbrögð eru okkur gagnleg í hættulegum aðstæðum en ef streituvaldurinn – í þessi tilfelli sjúkdómsgreiningin – leysist ekki, verða afleiðingarnar langvarandi streita og við förum að finna fyrir líkamlegum og tilfinningalegum streitueinkennum, neikvæðum hugsunum og hegðun. Þetta eru til dæmis einkenni eins og kvíði, þunglyndi, einbeitingarskortur, ótti, reiði og vonleysi. Ýmsir aðrir streituvaldar fylgja oft alvarlegum sjúkdómsgreiningum, svo sem ýmiss konar áhyggjur, t.d. af einkennum sjúkdómsins, fjárhag ofl., auk annarra þátta sem geta verið í lífinu okkar: erfið samskipti við annað fólk, of mörg eða krefjandi verkefni, fullkomnunarárátta, erfiðar heimilisaðstæður og lágt sjálfsmat. Áhrif á daglegt líf Að greinast með alvarlegan sjúkdóm hefur áhrif á allt okkar daglega líf. Stundum eigum við góða daga, en það koma líka dagar þar sem við erum undirlögð af sjúkdómnum og upplifum okkur buguð af veikindunum. Margir þurfa að hætta vinnu sem getur haft áhrif á fjárhagslega stöðu okkar en einnig verður félagslegur missir þegar við missum félagsskap frá vinnu- Andleg áhrif þess að greinast með langvinnan sjúkdóm Eftir Margréti Grimsdóttur, hjúkrunarfræðing, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.