Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2022, Blaðsíða 31

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2022, Blaðsíða 31
31 Lungnasamtökin starfrækja minningarsjóð í formi minningarkorta og/eða frjálsra framlaga. Hægt er að nálgast eyðublað til að fylla út vegna minningarkorta á vef Lungnasamtakanna á www.lungu.is, eða með því að hringja í síma okkar, 560 4812 sem almennt er opinn. Skrifstofa okkar er jafnframt opin alla mánudaga frá 11:00 til 15:00. Greiðslumöguleikar: Hægt er að greiða beint inn á reikning sjóðsins, eða með því að stofna kröfu í heimabanka. Bankareikningur Lungnasamtakanna er: 0115-15-372748, kt. 670697-2079. Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingu á netfangið lungu@lungu.is Allt söfnunarfé sjóðsins rennur í Vísindasjóð Lungnasamtakanna sem veitir styrki til eflingar rannsókna á orsökum lungnasjúkdóma, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. MINNINGARSJÓÐUR - Margt smátt gerir eitt stórt 1. Skrifaðu minnispunkta Haltu dagbók yfir líðan þína og meðferðina. Þannig er auðveldara fyrir þig að undirbúa viðtöl og hafðu alltaf spurningar tilbúnar fyrir þau. 2. Ekki hika við að spyrja Ef eitthvað er óljóst, eða veldur þér áhyggjum skaltu spyrja. Ef þú skilur ekki svörin skaltu spyrja aftur. 3. Veittu mikilvægar upplýsingar um þig Láttu vita um ofnæmi fyrir lyfjum, mat, eða öðru um lyfin sem þú tekur, vítamín, náttúrulyf, sérstakt mataræði, eða ef þú ert barnshafandi. 4. Láttu vita ef þú finnur til Segðu frá óvenjulegri líðan og einkennum þótt tengsl við veikindin virðist óljós. 5. Athugaðu að nafn og kennitala sé rétt Vertu viss um að nafnið þitt og kennitala sé rétt skráð hjá starfsfólki áður en kemur að rannsókn, meðferð, eða lyfjagjöf. 6. Fáðu upplýsingar um meðferðina Fáðu allar nauðsynlegar upplýsingar um meðferðina þína og rannsóknir hjá heilbrigðisstarfsfólkinu til þess að skilja sem best tilgang þeirra. 7. Hafðu nákomna með í viðtöl Gott er að hafa einhvern nákominn með í viðtölum. Það getur dregið úr hættu á misskilningi og hjálpar til við að muna það sem sagt var. 8. Tilgreindu nákominn sem má fá upplýsingar Heilbrigðisstarfsfólki er skylt að virða trúnað. Það má þó gefa þeim upplýsingar um líðan þína eða meðferð sem þú, eða forráðamaður þinn tilgreinir. 9. Spurðu um framhald meðferðar Fáðu að vita um framhald meðferðar fyrir útskrift, eða í lok heimsóknar á göngudeild. Fáðu upplýsingar um hvar hún er veitt, af hverjum og hvað þú þurfir að gera vegna hennar. 10. Þekktu lyfin þín Mikilvægt er að vita hvernig lyfin virka, hversu lengi á að taka þau, um breytingar á lyfjainntöku og áhrif af mat og drykk. Farðu yfir lyfjakortið með útskriftarlækninum. Undirbúðu þig áður en þú ferð til læknis - 10 mikilvæg ráð

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.