Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2022, Blaðsíða 33

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2022, Blaðsíða 33
33 kastið. „Þetta kom svo fram á röntgenmynd og verður lagað í næstu viku þegar læknir sem er í samstarfi við Tómas Guðbjartsson kemur frá Gautaborg og þeir ætla að sauma þetta saman.“ Þótt aðgerðin hafi heppnast vel hefur Guðjón fengið sýkingar og verið í meðferð vegna þeirra. „Þeir drápu síðustu pödduna með elegans,“ segir hún brosandi, húmorinn greinilega aldrei langt undan. „Hins vegar fékk hann aðra pöddu sem núna er verið að meðhöndla. Málið er að lungað er ekki að skila sinni vinnu,“ segir hún öllu alvarlegri í bragði. „Núna er spurningin hvort það sé sýkingin sem er að valda þessu eða hvort lungað sé lasið.“ Með barnasjúkdóm? Ásrún segir að Guðjón sé á því að það sé lungað sem sé lasið. „Ekki nóg með það, hann heldur að lungað sé með barna- sjúkdóm!“ Það er greinilegt að skopskyninu er í engu ábótavant hjá þeim hjónum. Hún segir að einkennin virðist passa við cystic fibrosis, eða slímseigjusjúkdóm sem greinist oftast hjá börnum. Þegar hann nefndi þetta við dóttur þeirra, barnalækninn, í símann í gær segir Ásrún að hún hafi hreinlega sprungið úr hlátri! „Ertu með barnasjúkdóm?“ Hvernig sem á því kann að standa ætlar Guðjón að nefna þetta við læknana næst þegar hann hittir þá. Hugleiðir og notar dáleiðslu Þótt Ásrún hafi fram til þessa aðeins rætt um sjúkrasögu eiginmannsins hefur mátt lesa skapgerð hennar og afstöðu til lífsins á milli línanna. Aðspurð hvernig hún taki á sínum málum svarar hún rólega að allt hafi þetta komið hægt og bítandi og hún hafi alltaf skilið hvað hann hafi verið að ganga í gegnum. „En það sem ég er búin að læra og held að gott sé að gera, ef maður gerir ekki of mikið af því, er að loka eyrunum. Leyfa einstaklingnum að tala eins og hann vill. Það er svo merkilegt að þótt maður sé búinn að loka eyrunum, þá heyrir maður samt ef eitthvað mikilvægt er til umræðu. Þetta hef ég notað og líka það að ég gef mér tíma til þess að slaka á kvöldin áður en ég fer að sofa. Ég fer oft á undan honum upp því að ég gef mér smá stund til að slaka og hugleiða áður en ég sofna. Ég hef lært svolítið í dáleiðslu og nota það aðeins á mig sjálfa og það hefur reynst mér ágætlega, sérstaklega í þessum aðstæðum.“ Eitt það besta sem við mig hefur verið sagt Ásrún segir að hún hafi ekki verið svona innstillt frá byrjun en sé búin að gera þetta í einhvern tíma núna þar sem hún hafi séð að þessar aðstæður væru að taka sinn toll af henni. „Ég sá það ekki strax en ég fékk rautt ljós, get ég sagt. Þetta rauða ljós er vin- kona mín. Hún bara horfði í augun á mér og sagði: „Passaðu þig!“ Mér fannst þetta svolítð grimm orð. En þau sátu í kollinum á mér. Hún sagði að ég ætti að fara að skoða hvað ég gerði á daginn, hvernig sólarhringurinn minn liti út og hvað ég hafi gert fyrir mig sjálfa. Þetta er eitt það besta sem við mig hefur verið sagt. Hún er mjög góð vinkona.“ Eftir að hún fór að hugsa aðeins um sjálfa sig segir hún að sér hafi farið að líða betur. Eftir heimsfaraldurinn og einangrunina sem þau hafi búið við vegna aðgerðarinnar þar til fyrir skömmu, segir Ásrún að blessunarlega sé líka farið að opnast meira fyrir félagslífið. „Ég er bara svo heppin að ég á æskuvinkonur sem hafa alltaf verið að fylgjast með mér og ein þeirra segir mér til syndanna – á þennan uppbyggilega hátt,“ bætir hún við og hlær. Halda reisn og fá að vera maður sjálfur Annað segir Ásrún að nauðsynlegt sé að hafa í huga en það er að enginn viti hvað hinn sjúki sé að ganga í gegnum. „Maður bara sér, finnur og skynjar og verður að fara eftir því. Það er mjög mikilvægt að gæta þess að hann haldi alltaf reisn sinni og fái að vera hann sjálfur. Hins vegar þarf líka að passa upp á að aðrir í fjölskyldunni fái að vera þeir sem þeir eru og að ég fái að vera ég sjálf. Að við séum ekki öll að þjóna og að þetta snúist ekki allt um sjúkdóminn. Auðvitað er það samt þannig að miklu leyti og það er allt í lagi en það þarf að vera í hófi. Annað sem þarf að huga að er að þegar fólk verður svona þreytt eins Guðjón verður, þá er freistandi að vera bara í tölvunni og reyna ekkert á líffærið. Það er mjög auðvelt en það verður að gæta að því að þjálfa sig hæfilega. „Við erum oft að passa hund dóttur okkar og ég er stundum að ýta á eftir honum að fara út með hundinn, bara upp og niður götuna því að hann geti stjórnað hraðanum. Hann vill nú ekki meina að það sé hann sem geri það heldur hundurinn,“ segir hún og hlær. Súrefnið mikilvægt Guðjón er búinn að vera í endurhæfingu á Reykjalundi sem Ásrún segir að hafi gengið mjög vel og að honum hafi líkað afskaplega vel. Svo stendur til að hann fari á HL stöðina en lungað hefur ekki verið að vinna sína vinnu sem skyldi. „Hann hefur því ekki komst þangað ennþá en það stendur vonandi til bóta því að þetta gerir honum ótrúlega gott. Þarna hreyfir hann sig undir eftirliti og það góða við þessa endurhæfingu er að þarna fær hann súrefni þegar hann þreytist. Við erum líka með súrefi heima og þar getur hann fengið sér eftir þörfum. Við hreyfingu minnkar súrefnismettunin og hann er mjög nákvæmur að passa það og þar af leiðandi notar hann stundum súrefni.“ Þau Ásrún og Guðjón eiga þrjú börn, son sem er verkfræðingur og býr í Stokkhólmi, dótturina sem er barnalæknir í Gautaborg og dóttur sem er bæði næringarfræðingur og alþjóðaviðskipta- fræðingur og nýfarin að vinna hérlendis eftir Englandsdvöl. „Eitt barnanna er því hjá okkur. Þetta hefur haft áhrif á alla og þau hafa öll áhyggjur af pabba sínum. Þau vita að þetta er erfiður sjúkdómur og þau taka tillit til þess. Barnabörnin fimm eru líka öll rosalega góð við afa sinn,“ segir Ásrún brosandi að lokum og bætir við að þau búi því við mikinn fjölskyldustyrk. Heilræði Það sem fær athygli vex og dafnar. Hugsaðu um eitthvað jákvætt.

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.