Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 5
HATK>
forn og ný
Jón R.
Hjálmarsson:
svartasta skammdeginu, undir lok
desembermánaðar, koma jólin líkt og
himnasending og flytja birtu og yl inn
í vetrarmyrkrið. Margar af fegurstu
minningum okkar frá æskudögum eru
tengdar jólunum og þær geymum við
innra með okkur alla ævi. Við upplif-
um jólin sem hátíð ljósanna og sem
sigur birtunnar á myrkraöflunum og
sem kristnir menn gleðjumst við inni-
lega á þessum fagra afmælisdegi
Jesúbamsins. Og hvort sem við emm
ung eða gömul, þá hlýnar okkur alltaf
um hjartarætur, þegar við heyrum
söguna um Frelsara mannkynsins,
sem fæddist í fjárhúsi á Betlehems-
völlum fyrir 2000 ámm og var lagður
í jötu. Við þá sögu glöddumst við í
æsku og ef við viljum halda áfram að
gleðjast á þessari hátíð ljóssins, þá
skulum við halda áfram alla ævi að
fagna jólunum á sama hátt og við
gerðum sem böm.
En kristin trú er ekki mjög gömul
og jólin sem kirkjuleg hátíð er
nokkru yngri en trúin. Bæði páskar
og hvítasunna eru eldri hátíðir hjá
kristnum mönnum. A fyrstu öldum
kristni deildu menn hart um fæðing-
ardag Jesús, því að enginn vissi hið
rétta í því efni. Varð þessi óvissa til
þess að í kristnum söfnuðum tóku
menn að halda upp á fæðingarhátíð
Frelsarans á ýmsum árstímum. Eftir
að kristnir menn höfðu öðlast trú-
frelsi árið 313 og einkum eftir að
kristnin var gerð að ríkistrú í Róma-
veldi árið 380, komu þessir söfnuðir
sér saman um að miða fæðingardag
Jesús við 25. desember. Á þeim árs-
tíma, kringum vetrarsólstöðurnar,
hafði frá fornu fari verið haldin hátíð
í Róm. Og eftir að Cæsar innleiddi
tímatal sitt um miðja síðustu öld f.
Kr., var tekið að helga þennan dag
sólguðinum, sem Rómverjar nefndu
Sol invictus eða Sólina ósigrandi.
Svo gerðist það um eða eftir alda-
mótin 500 að munkurinn Dionysus
litli í Rómaborg, reiknaði út árið fyrir
fæðingu Krists og setti það við árið
754, samkvæmt fornu tímatali Róm-
verja. Við þennan útreikning hans
miða kristnir menn síðan tímatalið og
telja frá þessu ári ýmist aftur á bak
eða áfram. Við það situr upp frá því,
þótt síðari tíma rannsóknir bendi til
að Jesús Kristur hafi komið í heim-
inn hinn 1. desember árið 4 fyrir
Krist.
Á Norðurlöndum vildi svo heppi-
lega til að þar var haldin hátíð frá
fornu fari um sama leyti og kristnir
menn í Rómaveldi settu fæðingardag
Jesús. Þessa gömlu hátíð nefndu
heiðnir menn jól og það heiti fékk að
halda sér, þótt Norðurlandabúar
gerðust kristnir á 10. og 11. öld og
kirkjuleg hátíð kæmi í stað heiðinnar
blótveislu. Orðið jól er ævafornt
samnorrænt heiti af óvissum upp-
runa. Sumir telja að það sé skylt orð-
inu hjól, því að þá sé hjól eða hringur
ársins fullkomnaður og byrji þar með
nýja umferð. Margar aðrar hugmynd-
ir eru uppi um merkingu orðsins jól,
þótt ekki verði farið nánar út í það
hér. En þetta heiti var notað yfir há-
tíð sem venja var að halda um vetrar-
sólstöður.
Heima er bezt 517