Heima er bezt - 01.12.2002, Side 6
Samkvæmt fornum heimildum var
þessi blóthátíð haldin til árs og friðar
og hinir gömlu guðir tignaðir með
því að eta og drekka meira en venja
var. Var í þá daga stundum talað um
að drekka jólin, eins og sums staðar
kemur fram í fornsögum okkar.
Þetta jólablót mun einkum hafa
verið haldið til að fagna hækkandi
sólargangi, en að einhverju leyti var
það líka tengt uppskeru og jarðar-
gróða, sem og frjósemi hinnar lifandi
náttúru. Fram á okkar tíma finnast
merki um þessa fornu frjósemidýrk-
un, eins og í jólahafrinum, sem gerð-
ur er úr stráum og hafður til skrauts á
jólum víða á Norðurlöndum. Þessi
stráhafur er trúlega tákn fyrir raun-
verulegan hafur, sem slátrað var og
fómað til árs og friðar á fyrri tíð.
Jólagrísinn, sem víða er á norræn-
um jólaborðum á okkar tímum,
bendir einnig til gamallar frjósem-
idýrkunar og átrúnaðar á Frey, sem
réð fyrir regni og skini sólar og þar
með ávexti jarðar. Jólaærin, sem svo
var nefnd, og slátrað var til jóla hér á
landi fyrmm, gæti líka verið grein á
sama meiði, þótt ekkert verði um það
fullyrt.
Þannig stendur jólahátíðin á afar
gömlum merg og margt í jólahaldi
okkar vísar til ævafornra trúarsiða í
heiðni. En eitt af því sem bæst hefur
við í jólahaldi á síðari öldum er jóla-
tréð. En sú venja að setja upp slík tré
á jólum mun hafa byrjað í Þýska-
landi á 16. öld og breiðst þaðan út.
Til Norðurlanda barst jólatréð ekki
að marki fyrr en á 19. öld og þá hvað
síðast til Islands, enda voru þá greni-
skógar ekki teknir að vaxa í landinu.
Fyrst í stað var gjarna verið að smíða
heimagerð tré og skreyta þau með
lyngi og mislitum pappír og setja á
þau kertaljós. Síðar byrjuðu menn að
flytja inn raunveruleg jólatré og
munu danskir kaupmenn hafa verið
brautryðjendur á því sviði. Loks var
svo tekið að rækta hér greni- og
furutré sem hentuðu til þessara nota
og er nú svo komið að talsverður
hluti af jólatrjám okkar er sprottinn
úr íslenskri mold. En þótt jólatré og
notkun þess sé tiltölulega ung að
árum, þá má vera að þessi siður eigi
líka ævafornar rætur og tákni eins
konar tré lífsins, sem bendi til endur-
nýjunar og upprisu. Það er jafnvel
talið vera í ætt við maístöngina, sem
víða tíðkast á vorhátíðum á Norður-
löndum og á að merkja vöxt og
þroska, heilbrigði og frjósemi.
Þannig má ef til vill líka segja að
jólatréð bendi á sinn hátt til blóthá-
tíða fornmanna í heiðnum sið.
Ryrir-hannyrðakonuna
og fluguhnytingamanninn
Standlampi á hjólum
með dagsbirtuperu.
Gefur alltaf
rétta litatóninn.
Með stækkunargleri
og klemmu
fyrir verkefni.
Borðlampi
með
stækkunar-
gleri.
Skólavörubúðin
Smiðjuvegi 5 • Kópavogi • Sími 58
• r • 'i
www.skolavorubudin.is
518 Heima er bezt