Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 8
mæla - sem allra nákvæmast - eina
hlið á einum þríhymingnum. Út frá
þessari grunnlínu er svo hægt að
reikna lengd allra hliðanna í öllum
hinum þríhyrningunum. Þar með
þekkjum við stærð landsins á kortinu.
Enn er eftir að finna, hvar á jörð-
inni kortlagða svæðið er. Hnattstaða
er gefin upp sem íjarlægð frá tveim-
ur línum eða baugum á hnettinum.
Annars vegar er fjarlægðin norðan
eða sunnan við miðbaug, sem miðuð
er við breiddarbauga, þar sem mið-
baugur hefur breiddina núll, en norð-
an og sunnan hans eru dregnir sam-
síða baugar og tölusettir í gráðum,
þannig að heimskautin eru á 90°
norður- og suðurbreiddar. Hins vegar
er jörðinni skipt með baugum á milli
heimskautanna, lengdarbaugum eða
hádegisbaugum. Margra alda hefð er
fyrir því að telja lengdina frá baug
sem liggur gegnum Lundúnaborg,
nánar tiltekið um fornfræga stjörnu-
rannsóknastöð í útborg hennar,
Greenwich. Frá þessum núllbaug eru
lengdarbaugar tölusettir kringum
jörðina til austurs og vesturs, allt upp
í 180°, og réttur tími í Greenwich,
þegar klukkan er þar tólf á hádegi og
sólin er hæst á lofti, miðað við með-
altal margra aflestra af gangi sólar
eða stjarna, er notaður til viðmiðunar
við önnur tímabelti.
Landmælingamenn ákvarða breidd
staðar, hnattstöðu hans norðan eða
sunnan við miðbaug, með mælingum
á pólhæð. Pólstjarnan eða norður-
stjarnan, sem allur stjörnuhiminninn,
séður frá norðurhveli jarðar, virðist
snúast um, er í hvirfilpunkti, beint
yfir höfði manns, sem stendur á
norðurpólnum, en liggur niðri við
sjóndeildarhring á miðbaug. Hæð
pólstjörnunnar á himni í gráðum er
jafnframt norðurbreidd athugunar-
staðarins. A suðurhveli miða menn
breiddina við aðrar stjörnur eða
stjörnumerki, sem við sjáum ekki hér
nyrðra.
Ákvörðun á lengd staðar vafðist
lengi fyrir mönnum. Rétt klukka á
Björn Gunnlaugsson stœrðfræðingur.
hverjum stað er miðuð við það að
klukkan sé 12 á hádegi þegar sól er
hæst á lofti. En vegna snúnings jarð-
ar um möndul sinn er sólin því
seinna á ferðinni sem staðurinn er
vestar. Til að ákvarða lengd staðar,
Endapunktur grunnlínu á Akureyri. Landmœlingar islands.
520 Heima er bezt