Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 12
Samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, tekur formlega við íslensku land-
mœlingagögnunum í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina árið 1985.
Landmcelingar Islands.
Herforingjaráðskortin
Skemmst er frá því að segja að á
fyrstu fjórum áratugum tuttugustu
aldar kortlagði landmælingastofnun
danska hersins þennan útnára kon-
ungsríkisins, ísland, með miklum
ágætum, enda stóðu Danir þá í
fremstu röð í heimi meðal landmæl-
ingamanna.
Þegar Island varð fullvalda ríki
árið 1918 féll úr gildi samningur
milli íslendinga og Dana um kort-
lagningu íslands og skiptingu kostn-
aðar vegna þessara starfa. Fljótlega
náðist þó samkomulag við Herfor-
ingjaráðið um að Danir héldu áfram
að kortleggja landið samkvæmt upp-
haflegri áætlun og stæðu undir mikl-
um hluta kostnaðar. Ágúst Böðvars-
son greinir svo frá í riti, sem er meg-
inheimild þessa greinarkorns (bls.
127):
Við þessa samninga sýndi herforingja-
ráðið fullan skilning á þvi að hér var
ekki um að ræða kaupsýslu heldur
grundvallarstarf í þágu íslensku þjóð-
arinnar. Danir lögðu metnað í að ljúka
þessu verki sem þeir höfðu þegar hálf-
unnið og greitt að meirihluta. Þeir
sýndu stórhug við þessa samninga eins
og reyndar ávallt fyrr og síðar við allt
sem að verkefninu laut.
Þegar Þjóðverjar hertóku Dan-
mörku 1940 var mælingum og kort-
lagningu Islands lokið, en eitthvað af
kortunum var ekki fullunnið. Þjóð-
veijar ætluðu að fá Dani til að vinna
að Rússlandskortum fyrir innrásina í
Sovétríkin, en starfsmenn Geodætisk
Institut voru ekki hrifnir af þeirri
vinnu, og forstöðumaður stofnunar-
innar, N. E. Norlund prófessor, sann-
færði Þjóðverjana um það að betra
væri að nýta kortagerð Herforingja-
ráðsins til að ganga frá kortum af ís-
landi, enda væri þess ekki langt að
bíða að þýski herinn legði eyna undir
sig. Geodætisk Institut fékk því að
halda áfram með íslandskortin.
Árið 1944, áður en stríðinu lauk,
kom út hjá danska forlaginu Gylden-
dal Islands Kortlœgning, Kortasaga
íslands, með flestum gömlum kort-
um af landinu og öllum íslandskort-
um frá Herforingjaráðinu - og skrá
yfir þau kort sem ekki höfðu verið
gefin út. Upplag þessa merka rits var
aðeins 600 eintök, enda var það upp-
selt þegar eðlilegt samband milli Is-
lands og Danmerkur komst á að
stríðinu loknu. Hundrað eintök voru
samt send Menntamálaráðuneyti Is-
lands, og af þeim afhenti ráðuneytis-
stjórinn, Birgir Thorlacius, föður-
bróðir þess sem þetta skráir, eintak
til Ágústs Böðvarssonar, og það ein-
tak er í vörslu Landmælinga Islands
eftir að þær urðu sjálfstæð stofnun
árið 1956.
Landmælingar íslands taka við
Árið 1944, þegar sambandsslit
urðu milli íslands og Danmerkur,
hefði mátt ætla að Danir teldu þess-
ari eyþjóð ekki ofætlan að sjá um
mælingu á eigin landi. Það var þó
ekki. Þegar Atlantshafsbandalagið
ákvað árið 1953, að lönd þess skyldu
kortlögð í mælikvarða 1:25.000, og
fól Kortadeild Bandaríkjahers (Army
Map Service, AMS), að sjá um ís-
landskortið, komu Danir enn inn í
dæmið. Herforingjaráðið taldi sig
ekki geta ábyrgst nákvæmni fyrri
korta í þessum mælikvarða, en
bauðst til að mæla nógu nákvæmt
þríhyrninganet á einu ári, benti auk
þess á að það væri hagur íslendinga
að mælingarnar yrðu umfangsmeiri
en NATO hafði sett að skilyrði, og
tók á sig nokkurn aukakostnað sem
af því leiddi, eða, með orðum Ágústs
Böðvarssonar (bls. 222):
Með þessu varð verkefnið að sjálf-
sögðu viðameira og krafðist meiri
tíma og kostnaðar sem Danir hikuðu
þó ekki við að leggja fram. Þetta bar
vott um góðan hug ráðamanna Geo-
dætisk Institut til okkar Islendinga
sem fyrr. Sá hugur hafði oft áður kom-
ið fram ...
Að þessum mælingum unnu, sum-
arið 1955, 69 fastir leiðangurmenn,
bandarískir, danskir og íslenskir.
Vegna ótíðar tókst ekki að klára
verkið á einu sumri, og næsta sumar
unnu við það 37 leiðangursmenn.
Auk þeirra voru bílstjórar og fleiri
hjálparmenn.
Þær mælingar Islendinga, sem hér
524 Heima er bezt