Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 16

Heima er bezt - 01.12.2002, Síða 16
fjárhúsin á túninu og horfði á þá bræður mína, Hjört og Magnús, vera að láta inn ærnar. Veðrið var yndislega gott, alauð jörð og frostlaust, dúnalogn og byrjað að rökkva. Sú vindátt, sem erfiðust er í Skagafirði, norðanáttin, hún er ekki til í Norðurárdal. Hann liggur í víðum boga milli hárra fjalla, til austurs og norðausturs, frá miðju héraðinu. Þar er því alltaf skjól fyrir norðanáttinni. Þótt stórhríð sé niðri í Blönduhlíð er logn og blíða í Norðurárdal. Fyrir norðaustan- og austanáttinni er dalurinn hins vegar opinn og er hún versta áttin þar. En þetta var nú útúrdúr. Já, ég stóð þarna þegjandi í kvöldhúminu, þar sem ekkert heyrðist nema niður árinnar við túnfótinn. Sjálfsagt hef ég verið fullur tilhlökkunar og kyrrðin í kringum mig var svo þung og hljóð, sem verða mátti. Ég vissi að það átti að fara að þvo mér um allan skrokkinn og það átti að gerast úti í ijósi því þar var svo hlýtt og notalegt. Vitanlega vissi ég ekki hvaða gjafir eða jólagjöf ég fengi, en þær gjafir, sem við helst gátum átt von á og tiltækar voru, var ekki glingur úr kaupstaðnum. Það gátu verið bryddaðir sauðskinnsskór, kannski nýir sokkar eða vettlingar, eða jafnvel ekki annað en íleppar í skóna manns. Og þó reyndist það annað í þetta skiptið. Þetta var gjöf, sem ég man ekki eftir að hafa fyllst annarri eins gleði yfir að fá. Hver var hún? Gjöfin, sem aldrei gleymist Ég hafði tekið eftir því um kvöldið að elsta bróður minn vantaði í hópinn. Hann sást ekki í baðstofunni og undraðist ég það. En er allir voru búnir að borða og höfðu látið diskana sína upp á hillur, sem voru yfir rúmunum, kom bróðir minn inn í baðstofuna. Það kom í ljós að hann hafði verið sendur út í Ytri-kot, en það er hálftíma gangur á milli bæjanna. Mamma hafði tekið við einhverju sem hann kom með. Það var á flatri fjöl og vandlega breitt yfir. Við krakkarnir hópuðumst kringum hana er hún kom með þessa dularfullu byrði inn í baðstofuna, full forvitni og eftirvæntingar. Þegar hún lyfti dúknum ofan af fjölinni þá komu í ljós 6 kerti, mjallahvít tólgarkerti. Foreldrar mínir áttu ekki form til þess að steypa í kerti en þau voru til á Ytri-kotum, þar sem móðurbróðir minn og kona hans bjuggu. Þau áttu form, sem hægt var að steypa í tvö kerti samtímis. Við krakkarnir fengum nú sitt kertið hvert. Ég minnist þess ekki að hafa öðru sinni orðið jafn innilega glaður og við þennan atburð í gömlu baðstofunni á Fremri-kotum. Og svo fékk ég að kveikja á kertinu mínu og bera það um alla baðstofuna og lýsa í hvern krók og kima. En mest gaman af öllu fannst mér að horfa á ljósið. Ég gat starað á það langtímum saman og satt að segja fannst mér tilveran kringum mig hverfa. Ég sá ekkert, skynjaði ekkert nema þetta bjarta, geislandi ljós. Og ljósið mitt fékk ég að hafa á kertinu mínu þar til ég var háttaður. Þetta þætti sjálfsagt ekki merkileg jólagjöf nú á dögum Fremri-kotabœrinn um aldamótin 1900. en mér var þetta nú sú mesta dýrðargjöf, sem hugsast gat. Skemmtanir Klukka 6 á aðfangadagskvöld byrjaði jólahelgin. Þá áttu allir að vera komnir inn, búnir að þvo sér og hafa fataskipti. Á aðfangadagskvöldið mátti aldrei neinn galsi heyrast í okkur krökkunum og engin vinna að fara fram nema sú allra nauðsynlegasta. Það var fyst á jóladaginn eða jóladagskvöldið, sem við máttum fara að skemmta okkur, svo sem að spila á spil, en stundum var reynt að gefa okkur spil í jólagjöf og þá öllum sameiginlega. Heimsóknir voru engar um jólin meðan ég var á Fremri-kotum nema á meðan móðurbróðir minn bjó á Ytri-kotum. Þá kom fólkið þaðan stundum og þá var gripið í spilin. En eftir að faðir okkar dó og móðir okkar flutti niður í Blönduhlíð, var meira um heimsóknir bæja á milli á þessari mestu hátíð ársins, enda var þar styttra á milli bæja en í Norðurárdal. Þannig var spilamennskan svo til eina skemmtunin á jólunum í bernsku minni, bæði hjá okkur krökkunum og fullorðna fólkinu. Það þætti fábreytt skemmtanalíf nú en við þetta undi fólkið sér, og var ánægt. Og það var svo sem ekki heldur fjölbreytninni fyrir að fara í spilunum. Aðallega var spilað „púkk“ og „lú“ eða „pottur“. Einkum var púkkið vinsælt, því í því gátu svo margir tekið þátt. Frumstæð ljósfæri Ljósfæri í bernsku minni á Fremri-kotum voru nú ekki merkileg. Ég man eftir grútarkolunni, sem var látin bera birtu í baðstofunni en í bernsku minni var hún um það bil 528 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.