Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Side 22

Heima er bezt - 01.12.2002, Side 22
„Jósef, af ætt Davíðs, óttastu ekki að taka til þín heitkonu þína, Maríu. Bamið, sem hún gengur með er af heilögum anda. Hún mun ala son og hann skalt þú láta heita Jesúm.“ Þegar Jósef vaknaði fór hann strax að hugsa um þennan undarlega draum er hann hafði dreymt. Gat það verið að allt þetta væri satt er hann hafði heyrt af vörum Maríu, að hún hefði ekki verið honum ótrú, heldur hefði þungunin verið yfirnáttúruleg, af völdum heilags anda? Honum létti ósegjanlega við tilhugsunina. Jósef var grandvar maður og hann tók til sín heitkonu sína. Það var nær komið að því að María skyldi verða léttari og fæða frumburð sinn. Nú var hins vegar komin tilskip- un frá Ágústusi keisara í höfuðborg heimsins, Róm, að skrá skyldi „heimsbyggðina,“ þ.e.a.s. þegna Rómarveldis. Skipulagið á skrásetningunni var heldur óhentugt, því hver skyldi til sinnar ættborgar og láta skrásetja sig þar og breytti engu um hvort heldur viðkomandi dvaldi í sinni ættborg eða væri fjarri fæddur og upp alinn. Þar eð í heimi hér var ríkjandi „feðraveldi" og Jósef var einn margra niðja Davíðs, þess mæta konungs og ættborg hans Betlehem, þá hlaut Jósef að leggja land undir fót og fara þang- að, þótt sjálfur hefði hann fæðst í Nazaret og alið þar aldur sinn. Til Betlehem var löng leið eða um fjórar dagleiðir. Eins og María var nú á sig komin hefði vafalaust ýmsum vitrum mönnum eigi þótt ráðlegt að hún legði á sig svo langt ferðalag. Jósef hefði því heldur kosið að geta verið um kyrrt, en keisarans skipun urðu allir að hlýða. Jósef fékk sér til ferðarinnar asna til að sitja og flytja á, því hest hafði hann ekki ráð á að kaupa. María þoldi ekki langa göngu, hún var ekki lengur létt sem hindin. Jósef setti því konu sína upp á asnann og bjó um hana þar, sem best hann kunni, og einnig setti hann upp á asnann þann fátæklega farangur sem þau hugðust hafa með sér. I hópi margra sem leið sína lögðu til Betlehem þessa dagana, mátti greina ung hjón. Unga konan sat á baki asna, en maðurinn teymdi asnann á efitir sér, fótgangandi. Þenn- an fyrsta dag ferðarinnar ferðuðust ungu hjónin um 40 kílómetra og það voru þreyttar manneskjur er til hvíldar gengu í það skiptið, eftir langan og strangan áfanga, alls 10 tíma göngu. Næsti áfangi frá Salem til Síkar, var styttri eða um 30 kílómetrar og til Síkar komu ungu hjónin eftir u.þ.b. 7 stundir. Þau hvíldu sig vel í Síkar, því enn voru um 60 kílómetrar til ættborgar Davíðs og þau því rúmlega hálfnuð. Hún hafði gengið með í níu mánuði, bamið gæti komið í kvöld eða þá á morgun eða næsta kvöld. María hugsaði um þetta og Jósef var áhyggjufullur. Mundi barnið lifa af fæðinguna þegar að henni kæmi? Það höfðu svo mörg börn dáið í fæð- ingunni. Kæmist hann til Betlehem með festarkonu sína áður en barnið fæddist? Þriðja daginn héldu þau svo frá Sík- ar, en ekki vissu þau þá að Síkar ætti efitir að koma við sögu ófædda bams- ins. Sjö tíma vora þau á göngu og eftir þessa sjö tíma var María orðin svo þreytt að hún gat ekki haldið lengur áfram og því völdu þau náttstað í Efraím. Næsta dag ætluðu þau til Bet- lehem en það var býsna langur spölur og nú varð að fara varlega, því næsta ömggt var að nú mundi bamið fara að koma, miðað við tíma og þunga. Komið var nokkuð fram á dag þegar þau gátu lagt af stað frá Efraím, en langþeytt voru þau María og Jósef orðin eftir þriggja daga ferðalag. Ovenju margt var um manninn þessa dagana í Betlehem vegna mann- talsins sem keisarinn hafði fyrirskip- að. í þeim marglita hópi er til Bet- lehem kom, er ung kona og maður hennar. Þau eru komin alla leið frá Nazaret eftir fjögurra daga erfiða ferð. Konan á von á sér, á von á fyrsta barninu sínu, frumburðinum sem fæðst getur hvenær sem er. Þau hafa þennan dag verið á göngu í sjö tíma og konan er orðin yfir sig þreytt, henni þykir sem hún geti ekki gengið skrefi lengra. Maðurinn ber því að dymm á gistihúsi sem þau koma að, ef gistihús skyldi kalla, en samt var þetta athvarf þar sem eitthvert rými var fyrir þreytta ferðalanga, svona nótt og nótt. Nú voru öll rúm upptek- in, já og meira en það. Nei, því miður, það var hvergi pláss að hafa þar fyrir ungu hjónin, en gestgjafinn var vin- gjamlegur og hann vissi af gripahúsi er hjónin gætu fengið að vera í. Ef þau vildu gjöra sér það að góðu, þá væri það velkomð. Gripahúsið væri þó alla vega betra en kaldur berangur- inn. Ungu hjónin þáðu boðið og var vís- að á gripahúsið. Þar tuggðu asnamir hálmtugguna sína en í einu horninu stóð jata og auður bás. Seinna mátti það ekki vera því nú fann unga konan að fæðingin nálgað- ist óðum. Fæðingarhríðimar vom byrjaðar og Jósef útbjó í skyndi hálm- fleti fyrir konu sína og lagði yfir hálminn fáein klæði, sem hann mátti án vera. Nú var Jósef í vanda staddur, hvergi var hægt að ná í ljósmóður. Raunar þekkti hann ekki mikið til hér, og ekki hafði hann áður þurft á þessari starfs- stétt að halda. Hann neyddist víst til þess að vinna ljósmóðurstörfin að þessu sinni. Sem betur fer gekk fæðingin vel og Jósef tók sjálfur á móti baminu, laug- aði það og vafði reifum. Hann hélt á litla reifastranganum, barninu litla, í fangi sér. Um hann fór einhver hlýr en voldugur straumur, straumur vellíðunar og gleði. Hann fann til stolts þar sem hann stóð þama og hélt á frelsara heimsins í fanginu. Hann stóð og horfði út í bjarta nóttina, tunglskinsbjarta, fjærst í fjarlægð óræðra himindjúpa, þar sem óteljandi skari stjama blikaði. Hún var undar- leg birtan þessa nótt, þessa hljóðu nótt. Hátt uppi á himinboganum ljóm- aði skær stjama, Betlehemstjaman, sem þessa hljóðu nótt sendi geisla sína niður yfir fjárhúsið fátæklega, þar sem bláfátæk hjón hampa barninu sínu litla, fátæk en samt rík, lögðu þau barnið sitt litla niður í jötuna í básnum auða. Hún var gengin í garð, hin fyrsta jólanótt. 534 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.