Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 23
Haraldur Jóhannsson: ÍT%
Aldrei
betri
Rætt við
Kristján Jóhannsson/
óperusöngvara
Kristján Jóhannsson, óperusöngvari.
síðari hluta september mánaðar sl. ár söng Kristján
Jóhannsson tjórar sýningar á Aidu í Ríkisóperunni í
Vín.
Undirritaður var sérlega hrifinn af þeirri uppfærslu og
fannst mikið til túlkunar Krisjáns koma, enda var honum
mjög fagnað í sýningarlok.
Á næsta degi hittumst við til hádegisverðar á uppáhalds
veitingastað hans í Vín, Trattoria „SOLE“ í Annagasse 8-
10, enda staðurinn nokkurs konar samkomustaður er-
lendra sem innlendra heimssöngvara.
Þó langt sé um liðið ætla hér að rifja upp nokkuð af
því, sem okkur fór á milli.
Ég byrjaði á að hafa orð á því við söngvarann að mér
þætti, eftir sýninguna kvöldið áður, sem hann hefði náð
meiri breidd í túlkun sinni, auk þess þætti mér sviðsör-
yggið hafa vaxið.
Viðmælandi minn brosti sínu blíðasta, en svaraði þessu
ekki. Hann var að segja þjóninum hvað við vildum borða
og drekka með slíkum orðaflaumi og tilburðum, að það
var sem hann væri að segja honum hvernig maturinn
skyldi tilreiddur. Ég var ekki einu sinni spurður álits.
„Við fáum lambakótelettur að ítölskum hætti, með öllu
tilheyrandi“, sagði hann svo.
Maturinn kom og mér fannst hann alveg frábær.
„Já, fannst þér það ekki, þær smökkuðust ekkert síður
þessar en þær sem við fáum heima“.
Krisján segist um þessar mundir vera búinn að vera 25
ár á Ítalíu, bætir svo við að hann eigi líka söngafmæli í
Vín, en hann er búinn að syngja árlega í Ríkisóperunni
þar sl. 10 ár.
Nú hefur hann orð á að sýningin, sem ég sá kvöldið
áður, sé óvenju góð, ekki síst með tilliti til þess hvað allir
söngvararnir sungu vel, en það kemur oftar en ekki fyrir
að á sýningum er mikill munur og á söngvurum líka. í
sumum hlutverkum eru fyrsta llokks söngvarar, en í öðr-
um meðal góðir eða jafnvel varla það.
„Um þetta erum við sammála og líka það að áheyrend-
ur eru mismunandi. Fólk með litla þekkingu á tónlist,
sem er að reyna að tileinka sér glæsileik hins rómaða lis-
flutnings, en kemst ekki langt með það vegna þekkingar-
skorts, lætur sér þetta lynda. En svo eru hinir, sem vita
nákvæmlega eftir hverju þeir eru að sækjast, þeir vilja
heildargæði á flutningnum og það eru nákvæmlega óskir
þessa fólks, sem við uppfyllum að þessu sinni, eins og þú
sást og heyrðir í gærkvöldi. Ég næstum tárast þegar ég
hugleiði hversu fagurlega allt rennur fram í listrænni ein-
ingu, topp fólk í hverju hlutverki“, segir söngvarinn.
Kristján segir mér nú frá því að kona sín hafi verið al-
varlega veik í þrjú ár og hve mjög það hafi þyngt sér róð-
urinn við að reyna að standa sig, „verið vængbrotinn“.
Hann segir sig hafa skort þá sönggleði, og fyllingu sem
honum er nauðsynleg til að geta einbeitt sér. En nú birtir
á ný, bati konunnar er í sjónmáli og hún nú talin af lækn-
um, úr allri hættu.
Kristján segir elsta bróður sinn hafa látist úr krabba-
meini á síðast liðnu ári, og var það mikið áfall. Hann tók
Heimaerbezt 535