Heima er bezt - 01.12.2002, Blaðsíða 26
Kristján tekur sterklega undir með þeim sem harma
„hve troðið sé á tám íslenskra söngvara á landi voru.“
„í hvert sinn, sem til standa hátíðahöld einhvers konar,
eru söngvarar þeir fyrstu sem leitað er til. Þetta gildir
ekki bara á íslandi og ekkert skeður fyrr en þeir eru
mættir á staðinn.“
Maður undrast auðvitað að það skuli hafa tekið ráða-
menn þjóðarinnar yfir 50 ár að átta sig á , hve tónlistin er
lífi mannsins samofin - en betra seint en aldrei.
Kristján vill hér með gera að tillögu sinni að Gamla bíó
verði selt, andvirðið látið renna til byggingar langþráðs
tónlistarhúss, með óperuna þar innan dyra í huga. Upp-
hæðin, sem fengist fyrir bíóið, væri fyrir auknum bygg-
ingarkostnaði, ef af þessu yrði.
Hann segir mörg slík fjölnota tonlistarhús vera í notk-
un, sum þeirra ein bestu og þekktustu tónlistarhús í heim-
inum og nefnir sem dæmi í Bandaríkjunum, í Gautaborg,
og meira að segja í Salzburg, og þetta gengur vel upp og
enginn muldrar.
Svo bætir hann við:
„Þjóðleikhúsið, stolt okkar Islendinga, hefur ekki verið
nýtt til fulls samkvæmt lögum um starfsemi þess, en því
er gert að vera óperu- og óperettuhús, jafnframt leikhúsi.
Þjóðleikhússbyggingin er orðin gömul, lúin og tæknilega
erfið í notkun, því er það mín skoðun að hún skuli brotin
niður og nýtt Þjóðleikhús byggt á sömu lóð.“
Söngvarinn vill láta þetta duga af nöldri en segir nú frá
því að að hann sé með tvo nýja geisladiska í smíðum.
Hann hefur þann formála á að Pavarotti hafi sagt, „ég
nenni ekki lengur að syngja fyrir 5 prósent almennings,
ég vil fá 95 prósent," en talið er að 5 - 8 prósent hluti
manna og kvenna leggi sig fram um að hlusta á óperutón-
list.
„Fyrir mig hafa verið samin 10 sönglög með texta, þau
eru í léttari kantinum með trommum og rafmagnstónlist
sem ívafi að hluta, nokkuð sem við köllum stuð. Á sama
diski eru tvö lög eftir Gunnar Þórðarson og loks er búið
að skrifa laglínu ofan á heimsþekkta hljóðfæratónlist eftir
Bizet, Puccini, Mascagni og Mozart.
„Hinn diskurinn er eingöngu kristilegs eðlis, Musica
Sacra. Söngverk eftir Mozart, Verdi, Schubert og Bach
auðvitað. Fjörtíu manna hljómsveit , Þjóðarhljómsveit
Bulgaríu, „National Orchestra Bulgarian“ í Sofiu, leikur
undir, þó verkin séu skrifuð fyrir 80 manna hljómsveit,
en í sveitinni eru topp menn, jafnvel snillingar.
Yfirbragð þessa disks eru áhrif frá litlu kirkjunni okkar
Jónu í Desenzano del Garda. Yfirleitt er allt sem ég er að
gera undir áhrifum þaóan.
Á þessum síðusu árum hef ég breytst heilmikið. Ég tel
að svið mitt og hugsun hafi víkkað og á sama tíma hafi
ég líka vonandi stækkað sem listamaður, eins og þú bent-
ir á þegar við hittumst hér í dag.
Vín í september 2002
minninganna
1. hluti
Ópið á leitinu
Hér er svolítið atvik, sem gerðist rétt fyrirjól-
in þegar ég var 11 eða 12 ára gamall.
Eitt sinn á dimmu vetrarkvöldi sat öll Jjöl-
skyldan á Anastööum inni í baöstofu. Uti var
hláka og rigning og loft mjög þungbúið. Þá
heyrðum við mikið hark í bœjardyrunum og
litlu síðar ruddist maður til okkar inn á gólfið.
Hann var fremur illa til reika, allur blautur og
rennandi sveittur og svo móður að hann gat
fyrst varla talað. Þegar hann mátti loks mœla,
sagðist honum svo frá:
morgun fékk ég boð frá bóndanum í Skarði, þar
senrnann bað mig að taka út fyrir sig ýmsan smávarning
og koma með hann úteftir. Þar sem ég hafði ekkert sér-
stakt að gera, fór ég eftir hádegið niður í kaupfélag og
keypti þetta og ætlaði að leggja strax af stað en hitti þar
kunningja mína og varð okkur nokkuð skrafdrjúgt. Var
farið að skyggja þegar ég komst af stað og niðamyrkur
þegar ég var kominn út undir Kárastaði.
Duttu mér nú í hug ýmsar kynjasögur, sem áttu að hafa
gerst á Kárastaðaleitinu en orð lá á að þar væri reimt.
Kom nú í mig mikill geigur en ég vildi þó ekki snúa við.
Þegar ég kom þar sem ég sá ljósin á Ánastöðum, heyrði
ég voðalegt angistar- eða neyðaróp neðan frá sjónum og
538 Heima er bezt