Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 27
varð ég þá óskaplega hræddur, tók til fótanna og linnti ekki á sprettinum fyrr en ég komst hér inn í bæinn. Allan tímann fannst mér einhver elta mig en þorði ekki að líta við. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi ég orðið eins feginn að komast til manna.“ Hér lýkur sögu þessa manns en hann var enn mjög miður sín eftir hræðsluna og hlaupin. Ég man að pabbi fór að reyna að róa manninn og sagði sem svo að líklega hefði þetta verið garg eða hljóð í fugli sem hann heyrði en miklað fyrir sér vegna þess sálarástands sem hann var í. Ekki man ég hvernig gesturinn tók þessari skýringu föður míns en hann fór smátt og smátt að verða rólegri og ég held að hann hafi gist hjá okkur um nóttina. Aldrei verður þvi svarað hvað það var sem maðurinn heyrði og gerði hann svona ofsalega hræddan. En ég hef heyrt nokkrar svipaðar frásagnir og held að stundum hafi þær orðið til vegna þess að viðkomandi treysti sér ekki, vegna hræðslu, til að athuga það nánar, sem hann þóttist sjá eða heyra. Þannig hafa stundu orðið til magnaðar draugasögur. Örn rænir barni Fyrir langa löngu bjuggu ung hjón í Syðstahvammi á Vatnsnesi. Stóð svo á þegar þetta gerðist, að húsfreyjan hafði nýlega alið barn. Þetta var á túnaslætti og höfðu óþurrkar gengið nokkuð lengi og lá taðan undir skemmd- um á túninu. Einn morguninn þegar fólkið kom á fætur hafði veðrið breyst og kominn glansandi þurrkur. Fóru þá allir sem vettlingi gátu valdið, út á tún til að vinna í heyinu en hús- freyjan varð að vera inni yfir barninu. Henni þótti illt að geta ekki hjálpað til viö heyþurrkinn og datt nú í hug, þar sem veðrið var svona gott , að taka barnið með sér út á túnið. Greip hún hrífu á bæjarveggnum og hraðaði sér til fólksins. Hún bjó svo vel um barnið í sæng sem hún hafði meðferðis og fór að rifja heyið með fólkinu. Nú leið nokkur stund og voru allir glaðir og ánægðir í þessu góða veðri. Varð svo einhverjum litið til lofts og benti fólkinu á stóran fugl sem kom fljúgandi úr fjallinu og renndi sér yfir bæinn. Þekktu þá allir að þetta var örn. Skipti nú engum togum að fuglinn renndi sér niður að barninu, tók það í klærnar og flaug áleiðis suður fyrir túnið. Stóð fólkið sem agndofa og horfði á eftir fuglinum. Bóndinn var fyrstur til að átta sig. Flýtti hann sér sem mest hann mátti, tók reiðhest sinn, sem var heimavið og þeysti á eftir fuglinum. Örninn flaug hægt og virtist bónda honum heldur daprast flugið enda settist hann í nánd við svonefnda Húsgangsvörðu, sem er á hæðinni norðan við Ytri-Vallatúnið. Þegar bóndi nálgaðist, tók hann barnið aftur í klærnar og stefndi nú á ósa Miðíjarð- arár. Bóndinn herti nú enn á hestinum og þegar hann kom í nánd við Stóra-Ós, var örninn sestur á eyri vestan við ósinn. Bóndi þeysti í ósinn á fullri ferð og skilaði hestur- inn honum yfir. Örninn ætlaði enn að taka barnið í klærn- ar en missti á því takið og flaug þá burt. Bóndinn fór nú að athuga barnið og virtist það að öllu leyti heilt og óskaddað. Fór hann svo heim með það og varð móðir þess frá sér numin af gleði vegna þessarar undursamlegu björgunar. Það fylgir líka sögunni að barnið hafið ekki hlotið neitt varanlegt heilsutjón af þessu ævintýri. Þessi saga er ein af sögunum hennar ömniu minnar og hafði hún hana eftir föður sínurn, Eggerti Jónssyni, bónda á Ánastöðum, en hann var fæddur í Syðstahvammi árið 1835. Þessa sögu segir Hafsteinn Sigurbjarnarson á Skaga- strönd, í ævisögu sinni og segist hafa heyrt Jóhannes bónda í Syðstahvammi segja söguna en Jóhannes var bróðir Eggerts á Ánastöðum. Hafsteinn var um tíma til heimilis í Syðstahvammi og var þá orðinn stálpaður drengur. Útgáfa Hafsteins af sögunni er í öllum atriðum eins og sú sem amma sagði. Hafsteinn segir þó að örninn hafi tekið barnið úr vöggu heima á hlaði í Syðstahvammi og að hestur bóndans hafi sprungið þegar hann kom yfir ána en það nefndi amma aldrei. Eitthvað fleira smávegis kann að vera ólíkt með þess- um tveimur útgáfum af sögunni enda alkunnugt að sjald- an verður frásögnin nákvæmlega eins þegar tveir segja frá sama atburði. Ekki ætla ég að reyna að leiða getum að því hvort sag- an er hrein þjóðsaga eða í henni fólginn sannleikskjarni, en ég held að amma hafi trúað því að hún væri sönn, því hún hafði alltaf mikla óbeit á erninum. Einu sinni var okkur í Qölskyldunni á Ánastöðum boð- ið að vera við barnsskírn og var barnið, sem var drengur, látið heita Örn. Þegar við komum heim man ég að amrna sagði: „Ekkert skil ég í hjónunum að láta drenginn heita þessu hræfuglsnafni, það mun varla verða drengnum til gæfu.“ Þá kom það einu sinni fyrir að haustlagi, að ég sá örn sitja skammt fyrir ofan túnið. Ég gekk í áttina til hans en hann tók sig þá upp og flaug upp á brúnina og settist þar. Þegar ég kom inn sagði ég frá þessu því það var mjög sjaldgæft að sjá þann fugl á þessum slóðum. Amma heyrði þetta og vildi vita hvort hann væri farinn af brún- inni. Það var athugað og var þá fúglinn horfinn þaðan. Þá var hún ánægð og sagði eitthvað á þá leið að gott væri að þessi óheillafugl hefði haft sig á burt. Ekki veit ég hvort fólk hafði almennt þetta viðhorf til arnarins á uppvaxtarárum ömmu minnar. En líklega hefur sagan um barnsránið í Syðstahvammi haft áhrif á viðhorf hennar til konungs fuglanna, eins og örninn var oft nefndur. Heimaerbezt 539

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.