Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 28
Kviðling
kvæða
-
114. þáttur Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson LÆ
Agætu lesendur og vísnavinir.
Þegar þetta hefiti berst til ykkar, verður orðið stutt til
jóla. Alltaf er nokkur spenna í för með
jóluundirbúningi, og við, sem aldin erum að árum,
finnum jafnvel til nokkurs fiðrings. Skammdegið er langt
og dimmt hér á norðurslóðum, þegar jörðin er jafn auð og
dökk og hún hefur verið að þessu sinni. Þá lýsa jólaljósin
og stytta þennan dimma tíma. Að vísu er gott að vera að
miklu leyti laus við snjóinn og klakann.
Margir hafa ort um jólin og langar mig að birta fáein
erindi þeim helguð. Jóhann Gunnar Sigurðsson, skáldið
sem dó aðeins 24 ára, yrkir þetta um jólin:;
Nú eru jólin að nálgast,
notar þau hver sem má.
Barnið við gjöfunum brosir;
batnar og ellinni þá.
Helg eru jólin þar heima,
sem hreiður mitt áður ég bjó.
- En eins og hver annar ungi
með aldrinum burtu ég fló.
Jólin, sem við áttum sem böm í foreldrahúsum, geym-
ast í minningunni meðan við lifum. Ovíst er, að við lifum
jól síðar á lífsleiðinni, sveipuð viðlíka ævintýraljóma. Ég
lifði mín síðustu jól í foreldrahúsum, þegar ég var 21 árs.
Það var í afdal. Næstu jólum eyddi ég hér í Reykjavík, á
matsölu þar sem ég þekkti fáa. Sören Kierkegaard, hinn
heimsfrægi danski heimspekingur, skrifaði bók, sem heit-
ir „Stig á lífsbrautinni“ (Stadier paa livets vej). Já, lífs-
braut eins getur verið býsna margþætt, ekki síst ef háum
aldri er náð. Eitt breytist þó minna en flest annað: tilfinn-
ingin fyrir jólunum, sem við upplifum árlega.
Vegna þess að þetta er vísnaþáttur, finnst mér við hæfi
að birta nokkrar stökur helgaðar jólum. Fyrir jólin 1940
orti ég, 17 ára drengur, þessar vísur um jólin, og bera þær
með sér að höfundurinn hefur hugsað um tilefni jólanna,
hvað sem skáldskapargildi líður :
Þau boða oss œtíð bjartan hag
og blíðu í okkar hjarta
og minna á œðsta andans lag,
en ekki á myrkrið svarta.
Alltafhaldin eru jól
í æðstu þakkarkynning.
Kristur, okkur indœlt skjól,
eignast kæra minning.
Þegar jólin helg og há
í heimsins veldið inna,
lít ég upp í loftin blá
Ijóss til kynna þinna.
Þetta var um jólin, sem ég vona, að verði mörgum ljós í
skammdegi vetrarins.
Þá er ég kominn að hagyrðingi mánaðarins eða skáldi,
vilji menn heldur hafa það. Hver er munur á góðum hag-
yrðingi og skáldi? Þannig má spyrja. Að þessu sinni
kynni ég landsfrægan hagyrðing og skáld. Hann var
fæddur í Kárahlíð á Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu 8.
ágúst 1919 og var skírður Rósberg Snædal. Foreldrar
hans voru hjónin Guðni Sveinsson, úr Fljótum í Skaga-
firði, og Klemensína Karitas Klemensdóttir, frá Holti í
Svínadal. Þau bjuggu á tveimur öðrum jörðum á dalnum:
Vesturá og Hvammi.
Rósberg minnist æskuheimkynna sinna ofit í ljóðum
sínum, enda kom mér eitt sinn í hug þetta um það efni, en
við ólumst upp á næstu bæjum, ég á Sneis og hann á
Vesturá:
540 Heima er bezt