Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 29
Æskutíð með töfrum sínum til þín liður hýr á brá. Kennast víða í kvœðum þínum Kárahlíð og Vesturá. Vísur nokkrar orti Rósberg, sem hann nefndi „Dalur- inn“, og hann beinir til mín, æskuvinar síns: Lít til baka litla stund, láttu hugann sveima. Manstu hlíðar, manstu grund, manstu dalinn heima? Yfir fjöllin flýgur þrá, flyturyl í hjarta. Fellur skuggi aldrei á œskuminning bjarta. Hugann fangar fjallasýn, fornir dagar þráðir. Minningin í muna skín meðan lifum báðir. Þegar hleypti í hlaðið vor hlýnaði innan veggja. Út í Ijósið lágu spor labbakúta tveggja. Bæjarvarpinn breytti um lit, blómin risu úr valnum. Saman gengum við á vit vorsins heima í dalnum. Vísurnar um dalinn og æsku okkar þar, eru alls 13 að tölu, hver annarri betri, en þannig endar Rósberg þennan vísnaflokk: Æskan líður okkur frá elfur tímans streyma. Bak við fjöllin blikar á bæjarþilin heima. Rósberg bjó lengst á Akureyri og lagði stund á ýmis störf. Hann var barnakennari síðustu árin, sem hann lifði, þá á Hólum í Hjaltadal. Hann andaðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 9. janúar 1983. Jarðsettur var hann á Akur- eyri. Rósberg sendi frá sér nokkur ljóðasöfn, þar á meðal tvö vísnakver, sem hann áritaði og sendi mér. Upp Og ofan nefnist þessi vísa: Oft hef ég notið yndis hér, yjir flotið skerin. Oft hef ég brotið illa af mér, oft hefur hnotið merin. Rósberg nefnir eftirfarandi vísu vetrarkvíða: Hœgt égfeta hálan veg; heldur letjast fœtur. Kuldahretum kvíði ég, komnar veturnœtur. Rósberg hafnaði ekki lystsemdum lífsins, og orti að því tilefni þessa vísu: Varð mér heldur dropinn dýr; dómsins hrelldur bíð ég. Eftir kveldsins œvintýr undir feldinn skríð ég. En syndin skilur stundum eftir sig ljúfar minningar. Þó að syndin sumum hjá saurgi lindir tærar, stolnum yndisstundum frá stafa myndir kœrar Eftirköst nefnir Rósberg eftirfarandi stöku: Herðalotinn, haldinn geig, heim í kotið fer ég. Nú er þrotin nautnaveig; niðurbrotinn er ég. Björn Eiríksson á Kotá við Akureyri, afi og alnafni bókaútgefanda Skjaldborgar, fékk þessar vísur: Vandist skœlur aldrei á eða þvælingshœtti. Ber því hœla heila frá heimsins þrælaslætti. Jafnan haldið horfinu, hitt fyrir kalda strengi. Alltaf valdið orfinu, aldrei tjaldað lengi. Rósberg var vinur vorsins, eins og mörg skáld. Hins vegar lagðist veturinn þungt á hann: Dvínar skartið, dökkna fer dagsins bjarti faldur. Sest að hjarta og huga mér haustsins svarti galdur. Lýkst í skyndi blómabrá, blöð á strindi falla. Hvassir vindar hvína á hvítum tindum fjalla. Heima er bezt 541

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.