Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 31
Niður stigann með braki og brestum
ra- ri ----
brákaður á beinum flestum,
ra- ri-----
En sú hœtta, hugsið yður:
á vinstra kjálkann kom ég niður,
og kinnin varð sem blóðmörsiður,
ra- ri-----
Uppi heyrði ég einhvern hlœja,
ra- ri-----
hefði brosið átt að nœgja,
ra- ri-----
„ Hann er farinn, sá rœkalls raftur
rumdi einhver karlmannskjaftur;
svo var hurðinni hrundið aftur,
ra- ri-----
Ut úr skúrnum eg svo rölti,
ra- ri-----
Heim til sjálfs mín svo ég rölti,
ra- ri-----
Aldrei skal nein kvenmannsálka
koma mér upp á hanabjálka,
það sver ég við minn sjúka kjálka, .
ra- ri-----.
Benedikt Sigurjónsson frá Árbæ sendir langan ljóða-
bálk, sem hann nefnir Vélskólapistil, en nám stundaði
hann í rafmagnsdeild Vélskóla íslands 1949-50. Ég sé
mér ekki fært að birta nema fá erindi, vegna rúmleysis í
ritinu. Hér koma erindi:
Sælt er að muna, þó margt sé nú gleymt,
að mörgum liðnum árum.
Mig ósjaldan hefur um það dreymt,
þótt ört fjölgi gráum hárum.
Kennaraliðið, það kœrt er mér enn;
kannski égfáeinum gleymi.
Einhverjir burtflognir; aðrir senn
englar í jjarlægum heimi.
Þetta var ort, þegar 40 ár voru frá námslokum. En hér á
eftir fara vísur, ortar að loknum 50 árum frá því námi
lauk í Vélskólanum, sem nú er að fá andlitslyftingu, eins
og vegfarendur sjá:
Hnípinn stendur holti á
hálfsextugur skóli.
Andlitslyfting á að fá,
svo aftur valdi skjóli.
Þarf að skipta á þaki um eir
þessu næst -og kannske fljótt
þá munu veggir þurfa meir;
það er satt og gerist skjótt.
Ég hefi í tveimur síðustu heftum HEB birt ljóð, sem
helguð eru vissum kaupstöðum hérlendis. Hafnaríjörður
og Isaijörður eiga örugglega sín átthagaljóð. Ég álykta,
að ljóð Matthíasar Jocumssonar um Akureyri sómi sér
vel enn sem átthagaljóð Akureyrar. Það er nokkuð langt,
eða sextán erindi. Ég hefi valið fimrn erindi úr þessu ris-
mikla ljóði þjóðskáldsins.
AKUREYRI
Heil og blessuð, Akureyri,
Eyfirðinga höfuðból.
Fáar betri friðarstöðvar
fann ég undir skýjastól:
Hýran bauðstu börnum mínum
blíðu-faðm og líknar skjól.
Þú átt flest, sem friðinn boðar,
fjarðar drottning mild og holl,
vefur grœnum fagurfaðmi
fiskiríkan silfur „poll ",
en í suðri Súlur háar
sólargeislum prýða koll.
Skrúðaveggur Vaðlaheiðar
vendir að þér betri hlið,
rammlegt fjall með reknar herðar
reisir gafl við hánorðrið;
út og suður sveitaraðir
sumargrœnar taka við.
Líf og björg á báðar hendur,
blómatún og engi frjó,
síldarhlaup og sjóbirtingar
silfurglita lygnan sjó.
Sett er borð, en sœgur fugla
syngur hátt, að veitt sé nóg.
Lifðu blessuð, Akureyri!
Auðnu- við þig leiki -hjól,
þó að tímans stríð og straumar
sturli lýð og byrgi sól.
Blessi þig með börnum þínum
blessun guðs og líknarskjól!
Þannig endar síðasti dægurljóðaþáttur þessa árs. Ég
sendi lesendum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt
komandi ár, og þakka skipti liðins tíma.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík
Netfang :audbras@simnet. is
Heima er bezt 543