Heima er bezt - 01.12.2002, Qupperneq 35
sem annar hver maður virðist tala
annað mál en norrænt, einkum á
sumrin þegar ferðamannastraumurinn
er hvað stríðastur. En þó að Osló sé
útlend borg, þá á hún engu síður en
aðrir bæir og byggðarlög Noregs, svo
ótal margt er minnir á sögu tveggja
norrænna þjóða, sitt hvoru megin
hafsins.
Fimmtudagsmorguninn 20. júní
heilsaði okkur í Osló með sólskini og
20 stiga hita. Skroppið var í búðir og
litið inn á söfn. Að því loknu var ferð-
inni haldið áfram til næsta áfanga-
staðar, sem var Lillehammer. Á leið-
inni þangað var staldrað við eins og á
Eiðsvelli og Harnri.
í Lillehammer beið okkar kvöld-
verður og gisting á öðru hóteli, „First
Hotel Breiseth," sem einnig tilheyrði
„First Hotels“ keðjunni, rétt eins og í
Osló.
Næsta dag, 21. júní, skoðuðum við
byggðasaíhið á Maihaugen, sem
norski tannlæknirinn Anders Sandvig
setti á stofn árið 1887 og hefur
stöðugt verið í uppbyggingu síðan.
Meðal bygginga í því er Garma-staf-
kirkjan frá 12. öld, en að vísu endur-
byggð úr sínum upprunalegu viðum.
Að því búnu héldum við áfrarn um
blómlegar byggðir norður Guðbrands-
dal, söguslóðir Péturs Gauts eða fyrir-
myndar hans og Kristínar Lavrans-
dóttur, frægrar persónu úr sögu Sig-
ríðar Undset, með smá stoppum hér
og þar, eins og í Ringebu, Otta,
Dornbás og vestur Romsdalinn á leið-
inni til Anddalsness, en þar beið okk-
ar kvöldverður og
gisting á Grand Hotel
Bellevue, en þetta
reyndust allt hin ágæt-
ustu hótel.
Stórbrotið landslag
er víða í Romsdaln-
um, fjöll yfir 1500
nretrar á hæð en mest-
an svip á umhverfið
setur Tröllaveggurinn,
lóðrétt hamraþil, þar
sem ofurhugar köst-
uðu sér frarn af í fall-
hlíf til skamms tíma
Gömid mynd frá Skálavík
Sandey. Hús Dalsgaards-
hjónanna, þar sem Björn
ritstjóri dvaldi, stendur
þarna upp í hlíðinni, eitt
sér. (Póstkort frá fyrsta
áratugi 20. aldar).
dalshornið (1550 metrar).
Anddalsnes er vel hýstur bær enda
var hann endurbyggður að stórum
hluta eftir stríðslok, þar sem Þjóðverj-
ar lögðu hann í rúst með
sprengjuregni árið 1940. Laugardag-
inn 22. júní var síðan ekið upp hinn
margfræga Tröllastíg, „Troldstigen“ í
11 beygjum frá Isterdalnum í Roms-
dal upp í 850 metra hæð. Þessi vegur
er mikið mannvirki enda hefúr verið
sagt að ekki færri en hundrað rnanns
hafi unnið að staðaldri við vegarlagn-
inguna árin 1916-36, að hann var
opnaður til umferðar.
Þarna uppi eru enn hærri fjöll, eins
og Drottningin (1568 metrar), Kóng-
urinn (1539 metrar) og Biskupinn
(1759 metrar). Þaðan lá hálendisvegur
yfir til Valldal við Stóríjörðinn. Þar
(1986). Austan dalsins Eins og sést á þessari mynd er vegurinn upp
rís svo sjálft Roms- Mabödalinn œði bugðóttur.
Húsakostur Kjeásen-býlisins, innst í
Harðangursfirði (Eiðsfirði) í Noregi.
Brotna línan sýnir gömlu gönguleið-
ina upp að Kjeásen býlinu, sem er í
600 metra hæð.
lögðum við lykkju á leið okkar og
ókum inn í botn Táfjarðar, en það var
einmitt í þeim firði sem berghrunið
ægilega varð úr fjallinu Langhamrin-
um, aðfaranótt 7. apríl 1934, með
þeim afleiðingum að 41 maður fórst í
Táfjord og Fjörá, þegar mikil fljóð-
bylgja myndaðist í firðinum við
skriöufallið.
Eftir að hafa litast þarna urn var
siglt með ferju frá Lynge yfir Nor-
dalsljörðinn til Sylte (Eidsdal) og ekið
þaðan yfir fjallveg til Geirangurs-
fjarðar. Á vestanverðri fjalIsbrúninni
Heima er bezt 547