Heima er bezt - 01.12.2002, Side 36
Sama-bústaður á Harðangursheiði.
Aðvörunarskilti við Kjeásen jarð-
göngin, en í þeim geta stcerri bílar
ekki mœttst.
blasti þessi hrikalega fallegi ijörður
allt í einu við augum okkar út um
rútubílsgluggann. Fjörðurinn er ör-
mjór og liggur í hlykkjum, svo að
hann er líkastur stafnum S í laginu. Er
hann talinn einhver hrikalegasti fjörð-
ur í Noregi og um leið einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins.
Það er alveg ástæðulaust að þegja
um það hve smeykur ég var er við
ókum niður Amarstíginn svonefnda, í
11 kröppum beygjum, en Bjartmar
bílstjóri sat keikur við stýrið og Krist-
ján fararstjóri í sætinu við hliðina og
báðir störðu þeir niður í grænt hyl-
dýpið á milli þess sem beygt var. Ein-
hvers staðar í miðri fjallshlíðinni var
bílastæði og útsýnispallur. Þar höfðu
nokkrir bílar numið staðar meðan
fólkið gekk fram á vegarbrúnina og
litaðist um í þessu hrikafagra um-
hverfi við trompetleik eins ferða-
langsins. Þetta var mögnuð stund, svo
ekki sé meira sagt og margar mynda-
vélar voru á lofti. Fyrir fótum okkar lá
grænn íjörðurinn, örmjór með snar-
bröttum og himingnæfandi fjallveggj-
um beggja megin, en hyldjúpur inn í
botn, þar sem stórt skemmtiferðaskip
Glœsipia, heldrimenn og eðalvagnar
hjá Lesja-Bygdtuni, 21.júní 2002.
Þarna eru þeir Baldur Þorvaldsson
og Kristján fararstjóri staddir í 1500
metra hœð uppi á Dalsnibbu við
Geirangursfjörð, 22. júní 2002.
Þarna er rútan komin upp á brún og
minjagripabúðir á hverju strái. 1 bak-
sýn trónir fjallið Biskupinn (1759
metrar).
1 á skammt undan landi Geirangurs-
bæjarins, sem fyrrum var kallaður
Merok.
Niðurlag í næsta blaði.
548 Heima er bezt