Heima er bezt - 01.12.2002, Page 42
styrking á ónæmiskerfinu og ýmislegt
fleira.
Niðurstöður ýmissa rannsókna styðja
og það sjónarmið, að þeir sem taka inn
gingseng séu í minni áhættu með að fá
ýmsar tegundir krabbameins.
Hinn þekkti vísindamaður, dr. Florence
C. Lee, segir á einum stað, að ekki megi
rekja hin ýmsu áhrif ginsengs til eins
eða fáeinna virkra efna. Þessi áhrif hljóti
óhjákvæmilega að vera samtvinnuð
áhrif fjölþátta efnakerfis, sem vísinda-
menn séu enn ekki búnir að fá fullan
skilning á og ginsengrótin inniheldur
óvenju mikið magn virkra efna. Margar
lækningajurtir hafa einungis eitt eða örfá
slík efni, en í ginsengótinni er að finna
minnst 40 virk efhi. Áhrif þau á manns-
líkamann, sem rekja má til ginsengs,
stafa af öllum þessum efnum, sem þá
vinna saman sem ein heild. Má jafhvel
líkja þessu samstarfi við symfóníu-
hljómsveit og samhljóm þann, sem
hljóðfærin í henni skapa og allir þekkja.
Þegar ginsengrótin er orðin sex ára eru
virku efnin í henni talin hafa náð fúllum
krafti.
Rauða ginsengið frá Kóreu er fyrst
gufúsoðið til að halda kraffinum í rót-
inni. Síðan er það sólþurrkað í mildri
haustsólinni í Kóreu. Þannig fær það
rauða litinn. Aðeins sérvaldar rætur fá
þessa meðferð. Hvítt ginseng er ekki
sólþurrkað og er talið hafa minni virkni
en það rauða.
Öfugt við önnur örvandi efiii hefur
ginseng alls engin eituráhrif á líkamann.
Það hefur beinlínis fjörgandi áhrif á þá
sem þjást af ofþreytu, sleni eða streitu.
Rannsóknir sýna að það jafnar horm-
ónastarfsemina og brennslu í líkaman-
um. Ekki þarf að taka mikið af geins-
engi til að hin jákvæðu áhrif þess komi
ffam.
Ginseng er ekki ánetjandi og rann-
sóknir sýna að þeir sem neyta þess eiga
ekki í vandræðu með svefn, sem er
gjaman fylgifiskur koffínneyslu.
Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í
ljós að eldra fólk, sem neytir ginsengs
reglulega, er hressara, bæði líkamlega
og andlega. Það er af þessum sökum
sem ginseng hefúr verið nefnt sannkall-
að yngingarlyf. Það gerir fólk sprækara,
þannig að það nýtur lífsins út í ystu
æsar.
Ginseng hentar þeim vel sem þurfa að
vinna mikið undir álagi. Það er kjörið
streitumeðal vegna þess að það hefur
góð áhrif á taugakerfið. Það einfaldlega
styrkir taugamar og gerir menn hæfari
til að vinna undir miklu andlegu og lík-
amlegu álagi. Rannsóknir haf t.d. sýnt
að hlauparar ná betri tíma ef þeir taka
ginseng. Sovétmenn hafa gefið geimför-
um sínum það til að þeir hafi úthald í
geimferðimar.
Strangar reglur voru settar um ræktun
ginsengjurtarinnar og ein var sú að rækt-
unin skyldi vera algerlega líffæn. Bestu
ræktunarsvæðin vom tekin frá og sér-
stök lög sett um það hvemig bæri að
planta jurtinni út. Fjarlægðin á milli
plantnanna varð að vera nákvæm svo að
hver rót fengi næga næringu. I dag eru
sömu reglur í gildi. Það er t.d. kveðið á
um að jarðvegurinn þurfi að jafna sig að
minnsta kosti í tíu ár effir hverja upp-
skem, því jurtin sogar til sín alla þá nær-
ingu sem jarðvegurinn hefúr upp á að
bjóða.
Ginseng er lýst sem mildu náttúrulyfi,
sem hafi fjölvirkandi áhrif. Menn em
sammála um að það lækni ekki sjúk-
dóma en sé hins vegar fjölhæfl upp-
byggingarlyf.
Greinin er unnin eftir ýmsum heimildum og greinum,
þ.á.m.:
Lyfjatíöindi: Er Ginscngneysla vöm gegn krabbameini í
mönnum? / María Ásgeirsdóttir, lyfjafræöingur.
Morgunblaöiö: Um innihaldsefni Ginsengrótarinnar /
Oddur C.S. Thorarcnscn.
Dr. Si-Kwan Kim, prófessor viö Konkuk-háskólann í
Seol: I’ríndi, IK. t'cbriiar 2002.
O.fl.
Pleasure Créme™
Fyrir konur
yCáltúríeyí Árem tilaú ciuíia unab i Áynlij-i.
Pleasure Créme frá Dermaláge er af nýrri kynslóð
örvunar- og unaðskrema. Kremið er gert úr sérstakri
blöndu náttúruefna sem hefur staðbundin örvandi
áhrif á taugar og útvfkkandi áhrif á æðar mjúkvefjanna.
VLyf&heilsa Apf tekarinn
www.pleasurecreme.is
554 Heima er bezt