Sameiningin - 01.02.1918, Side 34
384
Lát nerncndurna rifja upp sögu hverrar lexíu, fvrirsafnirnar og
helztu lærdómsatriöin. í staö þessa má koma:
PÁSKALEXIA.
LEXÍUTEXTINN: 1. Kor. 15, 50-58.
MINNISTEXTI: Guði séu þakkir, sem gcfur oss sigurinn fyrir
Drottinnn vorn Jesúm Krist.—1. Kor. 15, 57.
Páskarnir eru hátíð ódauðleikans — sigurhátíð lífsins. Ódauð-
leikavon kristins manns stendur bjargföst á vissunni um það, að
Kristur er risinn upp. Les sannanir postulans í upphafi kaþitulans.
Lexían er dýrmæt fyrir þá sök, að hún lyftir hjörtum vorum sigri
hrósandi til Guðs út af ódauðleikavissunni. Eins getum vér fundiö
í henni góð svör við ýmsum mótbárum vantrúarinnar gegn ódau'ðleika-
kenningunni, ef vér lesum hana vel.
VERKEFNI: 1. Upprisuvissan. 2. Helztu sannanirnar fvrir
upprisu Krists.
--------o--------
Fréttir lrá Árdals-söfnuði.
Árdals-söfnuður hélt ársfund sinn í kirkju safnaðarins í Arborg
þann 6. Jan. s. 1.' Voru þar lagðir fram reikningar fyrir síðastliðið
ár, safnaðarstjórn kosin og önnur venjuleg safnaðarmál rædd og
afgreidd. Höfðu fjármál safnaðarins gengið venju fremur vel,
tekjur með mesta móti og talsvert borgað í skuldum, sem hvíla á
kirkjunni og á íbúðarhúsi prestsins.
í safnaðarstjórn voru kosnir þeir Tryggvi Ingjaldsson þformað
urj, Sigurjón Sigurðsson þskrifari), Friðrik Níelsson ('féhirðirj,
Stefán Guðmundsson og Jón M. Borgfjörð. Djáknar: Mrs. Ingjalds-
son, Mrs. Sigurðsson, Mrs. S. Oddsson, Þorsteinn Hallgrímsson og
1‘órarinn Gíslason.
Sökum dýrtíðarinnar ákvað söfnuðurinn að hækka tillag sitt til
prestslauna um $50.00 á ári. Hefir borgað að sínum parti $350.00
um árið, en borgar nú $400.00 Samþykti fundurinn og áskorun til
hinna safnaðanna, að hækka að sínurn parti tillög sin til prestslauna,
eftir því sem þeir sæi sér fært og þurfa þætti, og fól skrifara sínum
að tilkynna söfnuðunum þessa áskorun. Taldi fundurinn vist að þess-
ari málaleitun mundi verða vel tekið.
Þá samþykti fundurinn að ráðstafanir yrðu gerðar til þess, að
kirkja safnaðarins yrði vígð einhverntíma á næsta sumri.
“BJARMI”, kristilegt heimilisbla'S, kemur út í Reykjavík tvisvar
á mánuði. Ritstjóri eand. S. Á. Gíslason. Kostar hér I álfu 85 ct.
árgangurinn. Fæst í bókaverzlun Finns Jónssonar f Winnipeg.
“SAMEINTNGIN” kemur út mánaSarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. Verð einn dollar um áriS. Ritstjóri: Björn B. Jónsson,
659 William Ave., Winnipeg, Canada.—• Hr. Jón J. Vopni er féhirðir
og ráðsma'ður “Sam.”—Addr.: Sameiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg,
Manitoba.