Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 3

Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 3
12. NÓV. 1965 PÓSTURINN 3 Hér eru myndir frá kvikmyndatökunni í Keflavík Til Tinstri sést hvar Reynir Odtlsson miöar kvikmyndavélinni, en tii hægri eru stúlkurnar tvær, sem komu á dansieikinn í flugvél. Þær bera auðvitað þar til gerða flughjálma. „UMBAR Kvikmynd með Hljómum tekin sýnd í sjónvarpi víða um heim Viö ökum suöur renni- slétta Reykjanesbrautina og greiðum umferöargjald- ið með mestu ánægju. — Ákvörðunarstaður er Ung- mennafélagshúsið í Kefla- vík og ætlunin er að afla upplýsinga um nýja kvik- mynd, sem um þessar mundir er verið að Ijúka við að taka hér á íslandi. Við höfum komizt á snoðir um, að þarna í Ungmennafé- lag&húsinu fer fram upptaka á nokkrum „senurn" kvik- myndarinnar. Það er þegar komið slangur á Islandi af fólki í húsið, því að þessi dansleikur er öllum opinn, enda þótt taka eigi kvikmynd á staðnum seinna í kvöld. Sumir sitja og rabba við borð- in, en aðrir stíga dans eftir músík frá Hljómum, því að þeir leika þarna, og þeir koma líka mikið við sögu í kvikmynd- inni. ÁSTAR- JÁTNING Eftir ýmsum krókaleiðum öflum við okkur upplýsinga um myndina. f fyrsta lagi heitir kvikmynd þessi UMBARUM- BAMBA, og segja þeir, sem þykjast vita, að nafnið sé suður-afríkanskt og þýði það, sem ungu stúlkurnar hvísla að kœrastanum — nefnilega ást- arjátning. Við seljum þá vitn- eskju ekki dýrar en við keypt- um. Sýningartími myndar þess- arar mun vera 27 mínútur, og er hún aðallega miðuð við sýningar í sjónvarpi. Myndin er gerð á vegum alþjóðlegs sjónvarpshrings og að nokkru leyti einnig á vegum Paramont International Television. Hún verður þegar til kemur, sýnd víða um lönd, og þá skotið inn í hana auglýsingum þeim lönd- um. sem hafa auglýsingasjón- varp. synd HER Hér á landi verður myndin sýnd seinni hluta vetrar eða í vor og þá sem aukamynd með einhverri stórmynd. Ekki mun ákveðið hvaða kvikmyndahús tekur myndina til sýninga. Handrit myndarinnar er samið af Reyni Oddssyni, sem jafnframt hefur séð um myndatökuna, en með honum hefur starfað Jón Lýðsson. ,,Ómissandi maður og mikið séní,“ sagði Reynir, þegar Jón bar á góma. Myndin gerist á sveitaballi þar sem Hljómar leika auð- vitað. Hún sýnir hvar fólkið streymir á dansleikinn á hin- um ýmsu farartækjum, bílum, dráttarvélum, hestum og flug- vélum. Upphaflega var ætlunin að láta gamla konu koma svíf- andi til skemmtunarinnar í fallhlíf, en vegna ýmissa tæknilegra örðugleika mun hafa verið horfið frá þessu atriði. FRUMSAMIN MÚSIK Síðan eru sýnd ýmis atriði frá dansleiknum, bæði brosleg og kannski líka grátleg, en Hljómar leika á meðan í sí- fellu, eins og vera ber á sveita- balli. Lögin í myndinni, sem eru 6 talsins, eru öll frumsam- in fyrir myndina. Það er Gunn- ar Þórðarson, gítarleikari Hljóma, sem samið hefur lög- in, en Pétur Östlund hefur gert við bau texta á ensku. þar sem myndin er fyrst og fremst miðuð við erlendan markað Ekki er um neina aðalleik- endur að ræða í kvikmynd þessari. heldur eru sýnd atvik frá sveitadansleiknum á víð og dreif. og hljómsveitin befur e. t. v stærsta hlutverkið Við náðum loksins í Reyni Oddsson HUG- MYNDIN „Hugmyndin fæddist í hitt- eðfyrra, þegar ég var hér að taka íslandsmynd með frönsk- um kvikmyndamanni. Við vor- um staddir fyrir austan fjáll og skruppum inn á dansleik í Aratungu, þar sem Svavar Gests lék fyrir líklega eitt þús- und manns, gæti ég trúað. Við litum yfir salinn og okkur kom strax saman um, að hér væri efni í stutta mynd. Það varð svo ekki af því, að hún væri tekin fyrr en í sumar. — Ég vil sem minnst um myndina tala, en það hefur verið mjög gaman að gera hana og sam- vinna við Hljóma og alla aðra aðila hefur verið afskaplega góð. Ég held að þeir hafi mikla möguleika samanborið við er- lendar hljómsveitir, sem ég hef heyrt.“ LJOSIN KVEIKT Og svo eru ljósin kveikt í salnum — þ. e. a. s. ljóskast- arar, sem beint er að dansgólf- inu. Myndatakan hefs't. Reynir tekur sér stöðu með myndavélina, sem hvílir að nokkru leyti á öxlum hans og virðist hið merkilegasta tæki. Hljómar fara í gang og leika af hjartans lyst. Dansfólkið tekur kipp. Kvikmyndavélin byrjar að tifa. Á filmuna fest- ist hluti af kvikmyndinni „Umbarumbamba". sem við fáum að sjá innan tíðar. — Það er hlutinn um stúlkurnar tvær, sem koma í flugvél á svpitaballið. klæddar heljar- miklum flughjálmum, og auð- vitað mega þær ekkert vera að því að taka af sér hjálmana áður en þær geysast fram á gólfið og stíga dans af slíkri innlifun. að unun er á að horfa. Þetta blað er einkum ætlað ungu fólki. Efnisvalið bendir líka til þess. Við höfum hugsað okkur að fjalla annars vegar um hugðarefni ungs fólks, svonefnd átrúnaðargoð þess og uppáhaldsstjörnur á hvaða sviði sem er, og hins vegar um unga fólkið sjálft. Hugmyndin er, að fylla þessar síður hvers konar saklausu skemmtiefni og fréttum af áðurnefndum vettvangi, og það svo fjölbreytilega, sem kostur er. Það er hugmyndin. Svo kemur til kasta unga fólksins sjálfs. Við heitum á það að reynast ötult við útbreiðslu blaðsins, yngsta fólkið með því að taka beinan þátt í dreifingu þess, og hið eldra með því að skrifa okkur, gera tillögur um efnisval — og kaupa blaöið. Heppilegast er, að unga fólkið taki sem virk- astan þátt í gerS bhés unga fólksins. Það er markmiðið. PÓSTURINN Kemur fyrst. urr ?inn út hálfsmánaðarlega — Ritstjóri (áb.) ólafur Gaukur, sími 10752. Teiknari Þorsteinn Eggertsson. Afgreiðsla Bragagötu 38-A. Prentsm. Edda.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.