Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 7

Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 7
12. NÓV. 1965________PÓSTURINN 7 \ Ómar Ragnarsson enn á ferð- inni með jólaplötu barnanna Þegar hlustað er á óska- lagaþætti útvarpsins og danslagaþætti þá kemur ; Ijós, að margar nýjar, ís- lenzkar plötur hafa haslað sér völl undanfarnar vikur. Fyrir tæpum mánuði kom út 33. snúninga plata með Savannatríóinu. Eitt lagið af þeirri plötu hefur orðið mjög vinsælt, heitir það Ást í meinum, en þetta er tólf laga plata. Þá hefur lagið Konuvísur heyrzt nokkrum sinnum og einnig er Jarðarfarardagur sér- staklega skemmtilegt. Hljómsveit Ingimars Ey- dal sló svo sannarlega í gegn með fyrstu plötu sinni, sem út kom ekki alls fyrir löngu. Þar hafa tvö lög af fjórum þegar náð fádæma vinsældum. Eru það lögin Á sjó, sem Þorvaldur Hall- dórsson syngur, en þetta er erlent lag, sem Ólafur Ragnarsson gerði íslenzkan texta við. Ólafur er eins og Þorvaldur frá Siglufirði Hitt lagið er hið skemmti- lega sænska lag Fröken Frekan, sem er með skín- andi góðum texta eftir Val- geir Sigurðsson á Seyðis- firði. Hefur það Jilotið nafnið Litla sæta ljúfan góða og er sungið af Vil- hjálmi Vilhjálmssyni, en viðtal er við hann á öðrum stað í blaðinu. Þetta eru hvort tveggja SG-hljómplötur og þaðan er að vænta fleiri hljóm- platna á næstunni. Ómar Ragnarsson söng fyrir nokkru fjöldan allan af jólalögum fyrir börn inn á 33. snúninga plötu, sem er að koma út. Þetta er fyrst og fremst plata fyrir börn en búast má við því, að þessi plata, eins og fyrri plötur Ómars, verði vinsæl. Þá er og í undirbúningi út- gáfa á annarri plötu með hljómsveit Ingimars Eydal, kemur hún út í byrjun næsta árs og einnig stendur til að gefa út plötu með svonefndri bítlamúsík hið fyrsta, hvort Hljómar leika á henni eða einhver önnur „bítlahljómsveit" hefur ekki verið ákveðið enn. I NÆSTA BLAÐI: Af efni næsta blaös má t. d. benda á grein um SONNY og CHER, aðra grein um bítlamúsík í kirkju í Danmörku. fjölda greina af íslenzkum „pop“ stjörnum og margt fleira at- hyglisvert efni fyrir ungt fólk. ATHUGIÐ: aö afgreiðsla blaðsins er að Bragagötu 38 A Ungar stú'kur í Ömmuk.iólum í Disneylandi í sumar. NÝ KJÓLATÍZKA RYÐUR SÉR RUMS í U.S.A. MUKJÓLAR“ Það var ung og falleg flugfreyja hjá Loftleiðum, sem sagði okkur i fréttum nýlega, að síðir kjólar, eins og myndin sýnir, væru komnlr í verzlanir i Neiv York og þættu fallegir- Ekki kvaðst hún hafa orðið vör við, að ungu stúlkurnar væru farnar að skarta i þeim á götum úti, heldur væru þeir líklega notaðir heimavið enn sem komið væri. Svo fengum við nánari upplýsingar i TIME. Þar segir, að svona kjólar séu nefndir „granny“-kjólar og við gætum því nefnt þá „ömmukjóla" TIME segir ennfremur, að þetta hafi allt byrjað í Kalifornfu þegar nokkrar ungar stúlk- ur keyptu sér rósótt og alla vega skræpótt efni, ipn- flutt frá Hawai, og saum- uðu sér sjálfar s*ða kjóla með þessu sniði. Kjólaframleiðendur veitt" athygli þessu framtaki stúlknanna, og hugsuðu svo, að líklega gæti orðið „bisniss" i ' því að hefja framleiðslu í stórum stíl. Nú eru ömmukjólar til sölu víðsvegar um Bandaríkin og kosta 10—15 dali stykk- ’ð (430—645 krónur). í Los Angeles hafa ömmu kjólarnir komizt í tízku bæði til að nota á stefnu- mótum og til að punta sig í á daginn. .þegar skólinn er búinn. „Maður verður svo fínn í þeim,“ segir ung stúlka af þessum slóðum til skýringar. Og einhver gaf aðra skýringu: „Ungu stúlkurnar vilja þessa kjóla fyrst og fremst vegna þess, að þær eru öruggar um, að mamma muni að minnsta kosti ekki líkja eftir þeim, þegar hún fær sér kjól næst." Og víst hafa ömmukjólar sézt opinberlega. Þannig bar mikið á þeim á hljóm- leikum brezku Bítlanna í Hollywood og svo munu þeir hafa verið daglegt brauð í hinum fræga skemmtigarði DISNEYLANDI f sumar sem leið. Mér væri sönn ánægja aS mega veita yður aðstoð við skemmtanahald yðar. ÚTVEGA HLJÓMSVEITIR OG SKEMMTIKRAFTA eins og t. d. Rondo tríóið Pónik og Einar Káta félaga Stero tríóið Toxic Stuðla tríóið O.B. kvartett Astra tríóið og Janis Caroli Savanna tríó J.J. Hljómsveit Strengi Þorsteins Eiríkssonar Lóma og Jakob Jónsson Orion Hljómsveit Fjarka Þórs Nielsen PÉTUR GUÐJÓNSSON SÍMI 16520 KL 17-19 - EFTIR KL. 19, 16786 UT ! GEIMINN eftir VERUS Sem stendur er verið að þjálfa 28 manna hóp til geim- ferða í Bandaríkjunum Þjálfun þessara manna, sem sumir, eða ef til vill allir, eiga það fyrir höndum að verða sendir út í geiminn, og sumir vafalaust áður en langt um líður, er afar ná- kvæm og geysilega dýr- Þeir verja hvorki meira né minna en 50 klukkustundum á viku hverri í tvö ár til að undir- búa sig undir eina geimferð Líkamsþjálfun þeirra er miklu erfiðari en nokkur íþróttamaður þarf að ganga í gegn um, en auk þess þurfa þeir að vera miklir kunn- áttumenn bæði í stjörnu- frææði og jarðfræði. Markmið ferða Gem- ini geimfaranna er að þjálfa geimfara í öllum þeim ótai atriðum, sem þeim verða að vera vel kunn þegar sá dag- ur rennur upp, að lagt verð- ur upp í förina til tunglsins. Þegar hafa verið send á loft nokkur Gemini geimför með mönnum innanborðs og einnig mannlaus. Áætlað er að senda enn allmörg geim- för til viðbótar, bæði i þeim tilgangi að athuga hver á- hrif langvarandi þyngdar- leysi hefur á menn, og eins til þess að æfa til þrautar hið erfiða viðfangsefni að láta tvö geimför mætast úti í geimnum. Enda þótt æfingarnar fari annan daginn fram á austur- strönd Bandaríkjanna og hinn daginn ef til vill við Mexikóflóann, er þó aðal æf- ingasvæðið hið svonefnda Manned Spacecraft Genter, sem staðsett er í nágrenni Houston í Texas. Þar eru að starfi hvorki meira né minna en 2200 geimvísindamenn og verkfræðingar, sem njóta að- stoðar um það bil jafnmargra tæknimenntaðra manna og annara aðstoðarmanna. í næsta blaði hefst hér á 7. síðunni ný íslenzk myndasaga SAGA HLJÓMA teiknuð af Árna ifar - Athugið að fylgjast með frá byrjun

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.