Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 8

Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 8
) í útvarps stöö fyrir unga —ekki fráieitt, segja tveir ungir útvarpsmenn MeS nýrri vetrar- dagskrá útvarpsins koma nýir þættir og fjölbreytt efni. Einn af þáttum nýju vetrardag- skrárinnar heitir „Á NÖTUM ÆSKUNNAR", og er honum stjórnað af tveim ungum mönn- Afgreiðsla blaðsins Við ætlum að benda á, aS afgreiðsla blaðsins er að Bragagötu 38-A, sem er á homi Freyjugötu og Braga- götu. Þangað eiga sölubörn að sækja blaðið og skila af sér, en þau böm, sem held- ur myndu kjósa að fá blað- ið sent heim, hringi í síma 10752. Einnig viljum við benda á, að blaðið kemur næst út eftir hálfan mánuð, þann- 26. nóvember. Söluböm! Látið ekki á ykkur standa! um, sem mikið hafa verið viðriðnir músik og skemmtanalíf. Annar þeirra, Jón Þór Hannesson, hefur m. a. leikið í hljómsvbitinni TÓNAR og hinn, Pétur Steingrímsson, er einn af magnaravörðum útvarpsins. Þáttur þessi þótti þegar í byrjun dálítið sérstæður og þess vegna brá ég mér niður í útvarp til að ná tali af stjórnendunum. Þeir tóku mér eins og i lygasögu og leystu svo rækilega frá skjóðunni, að ef það væri allt skrifað, myndi það taka minnst heila blaðsíðu. „Markmið þáttarins1', sagði Pétur, „er að gera eins mikið fyrir unga fólk- ið og við getum. Við spil- um enga plötu til enda, að-B eins kjarnana úr þeim. Með því móti getum við kynnt allt að 15 lögum í stað 8—9. Við munum leitast við að hafa hvern þátt öðrum ó- líkan; stundum munum við rifja upp lög frá liðnum árum, og stundum munum Framhald á bls. 6. Þetta er Ó.B. kvartett, sem hefur undanfarið leikið í Glaumbæ við fádæma undirtektir. Söngkona með hljómsveit- inni er hin vinsæla Janis Caroll. Við munum birta viðtal við hljómsveit þessa í næsta blaði, en þangað til verðum við að láta okkur nægja þessa ágætu mynd. NR 1______________________________REYKJAVIK, 12. NOV. 1965 VERÐ 15 KR, BITLARNIR OG ROLLING STONES TIL ÍSLANDS? Þama senda þeir út þáttinn, Pétur og Jón Þór. Hljómar halda á fjarlægari mið Veríð að athuga möguleika á hljóm leikum í íþróttahöllinni „Við erum að fara til út- landa í næstu viku.“ Það eru Hljómar, sem segja okkur þessar fréttir. Og hver er tilgangur fararinn- ar? Hvert er haldið? „Við förum til Englands Fyrst og fremst til að leika inn á segulband músíkina í kvikmyndina „Umbarum- bamba“. Svo ætlum við að setja kvikmyndalögin á LP- plötu og bæta við lögum upp í 12. Sú plata á að koma á markaðinn hér - febrúar eða marz.“ „Nokkuð fleira, sem gera skal í ferðinni"? „Það gæti hugsast, að við reyndum að koma út tveggja eða fjögurra laga plötu núna fyrir jólin. Við myndum þá leika inn á hana í Englandi um leið. Svo vorum við líka að hugsa um að athuga mögu- leika á að spila eitthvað Englandi, eða í Danmörku því að Andrés Indriðason sem þar er staddur á veg- um sjónvarpsins, ætiar að huga að ráðningum fyrir okkur. Ef allt þetta bregst verðum við líklega 3 vikur úti, annars lengur.“ 15 kr. Því -niður. Við höfum reiknað og reikn ... _ lagt saman og dregið frá, en allt kemur fyrir ekki. Það er engin ! '5 að hafa bla. - ið ódýrarr en 15 kr. Það er svo ðtrúle- '. 'rt að gefa út blöð á íslandi, jafnvel þótt blöðin séu ekki stór. Annars er ekki allt fengið með síðufjölda. Hann seg- ir ekker' um gæði blaðs Og þó að við höfum ekki blaðið nema 8 síður til að byrja með, munum við þjappa á þær efni fyrir unga fólkið og reyna að hafa efnið goft. Þá þurf- um við ekki að bið.ia af- sökunar á 15 krónunum aftur. Þaö er ekki loku fyr- irþaðskotið aðhingað til lands muni koma á næsta ári bæði Bítl- arnir ensku og Rolling Stones. Baldvin Jónsson, sem fékk Kinks-hljómsveitina hing- að til lands, hefur tjáð blaðinu, að athugaðir muni verða möguleikar á því að fá hinar heimsfrægu hljóm- sveitir hingað til hljóm- leikahalds. Telur hann út- lit í þeim efnum alls ekki slæmt eftir lauslega at- hugun og nokkrar fyrir- spurnir um þetta mál. Baldvin álitur hugsanlegt að Bítlarnir fengjust hing- að einhvern tíma eftir ág- úst-september næsta árs en Rolling Stones jafnvei miklu fyrr Þó kveður hann eitt vera frumskilyrði þess, að þetta nái fram að ganga, nefnilega að nægj- anlega stórt húsnæði ,fáist fyrir hljómleikana — það má ekl?i taka minna en 2000 manns, því að þessii skemmtikraftar 'eru svo dýr- ir, segir Baidvin. Við fáum ekki séð. að annað hús- næði en iþrottahöllin Laugardal komi til greina til að hýsa 2 þúsund áhorf- endur, þótt okkur sé ókunn- ugt um, hvort hún verður leigð til hljómleikahalds. Fleiri aðilar munu vera að hugsa um innflutning þekktra erlendra skemmti- krafta, svo sem Jón Hjálm- arsson, sem nýlega hefur sett á stofn skrifstofu, þar sem hann annast ráðning- ar hljómsveita og annarra skemmtikrafta. í viðtali við blaðið kvaðst hann hafa látið sér Bítlana koma til hugar, svo og hina þekktu hljómsveit Byrds, og hafa margar aðrar í pokahom- inu, en ekkert væri afráðið ennþá um þau mál. síðasta orðið Það er Tónabíó, sem fær til sýningar nýju kvikmynd Bítlanna, „Help“, en ekki mun enn ákveðið, hvenær það verður. Myndin er enn of ný af nálinni til þess að hún fáist til sýninga hér með viðráðanlegum kjörum. Þó e* ekki víst að langur tími líði þar til við fáum að sjá hana, og margir munu vera farnir að hlakka til. Ekki fellur okkur allskostar við framhaldsleikritið i barnatímanum, „Ámi í Hraunkotí.“ Samtölin eru eitthvað það óeðlilegasta, sem hér hefur heyrzt lengi. Varla er um að kenna hinum ágætu leikurum, sem þama koma fram, og verður þetta því að skrifast á reikning höfundar, sem gerir þarna full lítinn greinarmun á ritmáli og talmáli. Það er synd, því að sagan er ágæt. Það hefur kvisazt að hljómsveitaskipti muni verða á Röðli um áramótin næstu. Mun hljómsveit Elfars Bergs, sem þar hefur leikið um nokkurt skeið, hætta, en við taka önnur ný,. undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, hins kunna píanóleikara og útsetjara, sem um langt skeið gerði garðinn frægar 1 hljómsveit Svavars Gests. Sagt er, að með Magnúsi verði Vilhjálmur Vilhjálmsson, söngv- ari, Garðar. sem áður lék á gítar með Svavari Gests, Alfreð Alfreðsson, nú trommuleikarí hjá Hauki Morthens, og ef til vill söngkonan Ánna Vilhjálms.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.