Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 4

Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 4
7 PÓSTURINN 12. NÓV. 1965 Hér segir m. a. frá því hvernig Rolling Stones björguöu lífinu meö kartöflum og spæleggjum Þaö er sagt, aS The Rolling Stones hafi alls ekki veriS á höttunum eftir frægSinni í byrjun, heldur hafi þaS veriS frægSin, sem sótti þá heim, greip í langa hárlubbana og tosaöi þá meS sér inn í heim Pop-músikkinnar svonefndu. Þaö er fíka sagt, aö þeir hafi aldrei náö sér eftir taugaáfalliö, sem þeir uröu fyrir þá í fyrstu byrjun, þegar þeir komu fram á sjónarsviðiö voru hinir syngjandi og leikandi Bítlar frá Liver- pool allsráðandi með sína Liverpool mállýzku og allt tilheyrandi. Þá birtust The Rolling Stones og geröu strik í reikninginn. Við vitum ekki hverju trúa skal, en í þfiðja lagi hafa menn það líka á orði, að Rolling Stones hafi alls ekki verið sér- lega áfjáðir í að græða peninga. En útlit þeirra var vægast sagt svo sér- kennilegt, að menn höfðu á tilfinningunni, að hér væru á ferðinni fulltrú- ar frá steinöldinni. Músík þeirra var líka í hæzta máta agalaus og tiltölu- lega lítt skipulögð, en samt svo undarlega að- laðandi, gneistandi af taktfestu og sönggleði, að hún lauk upp fyrir þeim öllUm hurðum. Þeir sem til þekkja, segja að hið eina, sem The Rolling Stones hafi haft að mark miði á þessu tímabili, hafi verið að stuðla að meiri framgangi Rhythm and Blues mússikkinnar og kynna hana. Hljómsveit sína skírðu piltarnir eftir frum sömdu lagi Muddy Wat- ers, sem hann nefndi Rolling Stone Blues. Þeir komu fyrst fram árið 1962. Einn meðlimanna, Brian Jones, lék þá með eigin hljómsveit á hverju þriðjudagskvöldi á jazz- klúbb í Ealing. Meðal gesta, sem þangað vöndu komur sínar, voru þeir Mick Jagger, sem talinn var efnilegur söngvari, og gítarleikarinn Keíth Richard, kunnur fyrir leik sinn í útvarp á sama stað. Þeir félagar, Brian, Keith og Mick leigðu sér saman íbúð, sem 'þeir nefndu svo, í Chelsea. í þessu húsnæði var hvorki að finna eina einustu raf magns-ljósaperu eða nokkurn hita annan en líkamshitann. Fyrir hvert kvöld í jazz klúbbnum fengu þeir sínar 36 krónurnar hver, þegar frá höfðu verið dregin útgjöld. Þá er þeir I peningar voru gengnir til þurrðar, sem mun hafa tekið fremur skamman tíma hverju sinnij lifðu þeir á námsstyrk, sem Mick fékk reglulega — en svo hvarf styrkurinn líka, og þá var ekki ann- að til bragðs að taka en selja eða veðsetja eitt- hvað af eigunum. Við og við fengu þeir Keith og Brian vinnu, en það fór jafn oft á verri veg, því að svo bar ósjald an við, að þegar þeir fóru á fætur á morgnana, og hugðust ganga til vinnu, settu þeir plötu með Muddy Waters á grammó fóninn, til að hlusta á hana meðan þeir væru að klæða sig, en urðu svo hrifnir af plötunni, að þeir hreinlega gleymdu vinnunni. \ Þegar hann rigndi, æfðu þeir sig og gerðu látlausar tilraunir í þá átt að finna nýjar að- ferðir til að túlka ameríska blúsinn. En þegar sól skein í heiði, voru þeir vanir að kaupa sér nokkrar pyls- ur, tylla sér síðan á fljóts bakkann nálægt Chelsea- KEITH RICHAÍiD CHARIIE WATIS brúnni, horfa á bátana líða framhjá og hugsa um músik- Vitanlega fór ekki hjá því, að þeir félagar yrðu stundum svangir. Þegar peningar voru fyrir hendi, keyptu þeir sér „rétt dagsins" á ódýr- um veitingastöðum, en svo þegar féleysið var í algleymingi, voru Briar og Keith vanir að garfr- á milli kunningjanna og fá lánaðar nokkrar kart- öflub' • á" ieinum staðnum og eitt. egg á öðrum. Mánuðum saman héldu þeir í sér lífinu með steiktum kartöflum og spæleggjum. Þeir voru langt frá því að Vera vinsælasta hljóm sveitin á þessum slóðum. Áheyrendur áttu fullt í fangi með að skilja ó- tamdan blús-stíl þeirra. Allar aðrar hljómsveitir í nágrenninu notuðu hljóðnema og rafmagns- hljóðfæri. en The Roll- ing Stones héldu áfram eigin aðferðum og not- uðu gömlu hljóðfærin. Skömmu eftir jól 1962 komu þeir fram í Scene- klúbbnum í London við lítinn orðstír, en gáfust samt ekki upp. Þess í stað réðu þeir til sín trommuleikarann Charl- ie Watts og bassagítar- leikarann Bill Wyman, og gerðust sínir eigin um- boðsmenn. Þeir tóku á leigu dans- staði og héldu þar skemmtanir. Sjálfir urðu þeir auðvitað að sjá um miðasölu, eins og allt annað. Á þessu tímabili voru þeir sex talsins — Ian Stewart, sem nú er einn umboðsmanna þeirra, lék þá með á píanó og maraccas, en það hljóðfæri líkist mest tveim barnahrir>oÞmi. og er mikið notað i suður- amerískri músik. Og skyndilega skeði undrið. Hvar sem þeir léku, fóru þeir að verða varir við stóra hópa á- heyrenda, sem virtust kunna músik þeirra bet- ur og betur. Á hverjum sunnudegi léku þeir á Station hótelinu í Rich- mond og hinn upp- runalegi hópur svosem tólf aðdáenda, sem þar voru mættir í fyrstu skiptin, óx á hálfu ári upp í fimm hundruð manna hóp. Þetta voru eftirminnilegar kvöld- stundir, og dansfólkið tróðst um gólfið og mátti sig varla hræra. Það var áskipað og engu líkara en síld í tunnu. Fólkið stappaði i takt við mús- íkina og klappaði saman höndum, og The Rolling Stones framkvæmdu ein hverja hina æsifengn- ustu blús--músik, sem nokkru sinni hefur bor- ið fyrir mannleg eyru í Englandi. Bítlarnir áttu einu sinni leið um Tedding- ton til þess að leika inn Thank Your Lucky Stars og komu þá í leið- ihni til að hlusta á villi- rnennina frá Richmond, sem svo voru nefndir. Eftir að hafa hlustað, uðu Bítlarnir . ötulustu forsvarsmenn The Roll- ing Stones. Þetta barst til eyrna umboðsmanns- ins Eirc Easton og aug- lýsingamannsins Andrew Oldhams- Þeir gerðu sér ferð einn góðan veður- dag til þess að hlusta á Stones og undirrituðu samning við þá þegar í stað. Þetta var hinn 3. maí 1963. Fyrst léku þeir svo á hljómplötu hinn 10. maí og völdu þá lag eft- ir Chuck Berry, COME ON. Það vakti slíka at- hygli að Decca hljóm- plötufyrirtækið seldi plöt una upp þegar á útkomu degi. nánar tiltekið hinn 7. júní. Þessi hljómplata sSó öll fyrri met með því að haldast ofarlega á Topp- 30 listanum í rúmlega 3 mánuði. Meðan þessu fór fram. héldu The Rolling Ston- es áfram leik sínum á hinum ýmsu klúbbum. Loks kom þar, að um- boðsmaður þeirra fór þess á leit, að þeir tækju að sér hljómleikaferð á- samt Bo Ðidley, sem þeir voru mjög hrifnir af. Þeir gerðu sér ljóst, að færu þeir í ferðina, yrði þeim ekki kleyft að snúa aftur. Eftir það tæki at- vinnumennskan við, og þeir yrðu aldrei framar áhugamennirnir, sem léku sjálfum sér til ánægju fyrst og fremst. Samt slógu þe|r til, og létu tilleiðast að fara þessa ferð. Þeir komu sér upp ein kennisklæðum, skyrtum, hálsbindum og leður- treyjum. Meira að segja burstuðu þeir hárið vel og vandlega. Svo reyndu þeir að leika einungis þá músik, sem þeir þóttust vissir um að áheyrend- um myndi falla bezt. Þetta reyndist hins veg ar ekki á neinn hátt happasælt — það „sló ekki í gegn“, eins og sagt er, svo að þeir sneru aftur til gömlu fatanna, leðurjakkanna og kryppl uðu skyrtanna, og tóku sér gömlu hljóðfærin í hönd. Hárið fékk aftur óhindrað að vaxa niður fyrir jakkakragana og ungu stúlkurnar tóku að falla í yfirlið í þrengsl- unum, sem mynduðust þegar þær reyndu að snerta þessa óhefluðustu allra átrúnaðargoða tán- inganna. í dag hafa The Rolling Stones komið fram í svo að segja hverjum einasta sjónvarpsþætti, sem nokkuð kveður að, sleg- ið öll met hvað snertir aðsókn að skemmtistöð- um, og verið útnefndir leiðandi hljómsveit á þessu sviði. Þeir hafa haft fastan sjálfstæðan þátt í útvarpsstöðinni Radio Luxemburg. Fyrir plötuna Not Fade Away fengu þeir silfurplötu og fyrsta LP-platan þeirra varð fremst á sölulistan- um þegar daginn, sem hún kom út. Ennþá horfa þeir með nokkrum söknuði til gömlu daganna, en hnausþykk , launaumslög og úttroðnir póstpokar með bréfum frá aðdáend- um eru samt nokkur sárabót.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.