Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 5

Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 5
12. NÓV. 1965 PÓSTURINN 5 RÆTT VID UNGA LEIKKONU, VALGERBI DAN allir hjálpað mi: ■ • A <• r> mer Þaö er ekki of djúpt í árinni tekið þótt hún sé nefnd glæsilegur fulltrúi ungu kynslqðar'mnar í hópi íslenzkra leikara. Þar er átt við persónuna sjálfa, en eins og komið hefur fram í dagblöðum að undanförnu, hafa leikdómarar okkar nokk uð áþekkar hugmyndir um leikkonuna. Hér er um aS ræða Valgerði Dan, sem nú í Liaust kom fram í sviðsljósið í fyrsta stóra hlutverkinu sínu í leikriti Jök- uls Jakobssonar, „Sjóleiðin til Bagdad.“ Við áttum tal við hana um daginn, og spurðum meðal annars um tildrög þess að hún Tagði út á hina ..þyrnum stráðu“ listabraut. — Þetta var engin skyndi- hugmynd. Mig hefur langað til að leika frá byrjun. Og frá því að ég man eftir mér, sat ég hugfanginn við útvarpið á laugardagskvöldum og hlustaði á leikritin. Svo var það í tólf ára bekk, að ég gerðist virkur þátttakandi á sviðinu. Á sum- ardaginn fyrsta var skemmtun í Iðnó, og þar las ég upp, lék í leikriti og sýndi leikfimi. — Hvað tók við að loknu barnaskólanámi? — Ég fór úr Melaskólanum í Kvennaskólann, og þar var ég í fjögur ár og lauk prófi þaðan. Ég hugsaði lítið um leiklistina á meðan, eða að minnsta kosti kom ég mér und- an því að taka virkan bét.t — á skólaskemmtunum og þess háttar. En þegar Kvenna- skólinn var frá, innritaðist ég i leikskóla Leikfélags Reykja- víkur. Það er þriggja ára nám, og fyrstu tvö og hálft árið vann ég með skólanum. Það er mögulegt vegna þess að þetta er kvöldskóli og kennslustund- ir eru frá kl. 5 á daginn til hálfátta á kvöldin. Annars fannst mér það nokkuð erfitt að samræma vinnuna og skól- ann — það hlýtur óhjákvæmi- legá að koma niður á öðru hvoru verkefninu. — Viltu segja mér eitthvað frá leikskólanáminu? — Ja, í fyrsta lagi hafði ég afskaplega góða kennara, eins og t. d. Helga Skúlason, Stein- dór Hjörleifsson og Gísla Hall- dórsson. Það er auðvitað mik- ils virði, en annars er leiknám- ið mest vinna og aftur vinna. Fólk getur ekki ímyndað sér hve það er í rauninni umfangs mikið. isfámsgreinar eru t. d. leiktúlkun, raddbeiting, leik- listarsaga, bragfræði, sálar- fræði; plastik, sem er sambland af ballett og leikfimi, og förð- un. Fyrst þegar í skólann kem- ur, heldur maður sig vera þó nokkuð merkilegan leikara, en svo líður og bíður, og maður kemst að raun um hið gagn- stæða. Finnur, hve það er í rauninni ósköp lítið, sem mað- ur veit. Einn kennarinn minn í leikskólanum sagiji eitthvaö ,á þá^leið;;.að annað-árið í skól- •anum færi í það að‘sjá, hvað maður getur lítið, og það væri í rauninni ekki fyrr en á þriðja ári, sem hægt væri að byrja að vinna fyrir alvöru. — Svo tókst þú prófið í vor? — Já, ég hætti að vinna með náminu um áramótin og fékk þá betri tíma til að æfa. Svo hafði ég smáhlutverk í „Þjófar, lík og ' falar konur“ og „Sú gamla kemur i heimsókn," og hlaut auðvitað nokkra æfingu á því. — Og hvað um fyrsta stóra hlutverkið? — Ég leik 14 ára gamla stúlku í „Sjóleiðinni til Bag- dad“ Þessi stúlka er . . . . nei annars, það er bezt að segja ekkert um hlutverkið. En ég vil gjarnan taka fram um leið, að ég er alls ekki jafn ung og ég hef orðið vör við, að margir ætla. Ég er nefnilega orðin tvítug- En svo við snú- um okkur að hlutverkinu aft- ur, þá var byrjað að æfa i vor og svo haldið áfram í haust. Ég var auðvitað hrædd við þetta i byrjun — nýkomin úr skóla og „rullan" stór. En það hafa allir lagzt á eitt um að hjálpa mér, leikstjóri, höfund- ur og leikendurnir og það er fyrst og fremst þess vegna. sem þetta hefur tekizt sæmi- lega. — Varstu lengi að læra hlut- verkið? — Nei, það var mjög fljótt að koma. Ef til vill því að þakka hve Jökull skrifar eðli- legt mál. Annars lærir maður ekki hlutverk á þann hátt. að lesa setningu eanga síðan um gólf og læra hana utanað Fyrst les maður auðvitað hand- ritið en síðan heldur miður á því á fyrstu æfingunum og les setningarnar. Smám sam- an síast setningarnar svo inn í mann, og ég held það hafi ver- ið á 3. eða 4. æfingu, sem ég sleppti handritinu. — Hvernig leizt þér á leik- dómana? — Ég var auðvitað afskap- lega ánægð með þá. Þeir voru mér hagstæðir og það er svo pósitíft að byrja leikferilinn svona. Annars fengi maður ef til vill ekkert meira að gera, og þá væri til lítils barizt. — Hvað um framhaldsnám? — Það er mín skoðun í dag, að(ekki sé heppilegt að fara til framhaldsnáms erlendis strax, heldur fá einhverja reynslu fyrst. Auðvitað hefði maður gott af því, að vera við leik- hús erlendis og kynnast því, en ég hef ekkert ákveðið í því efni enn sem komið er. — Þú hefur farið utan, er ekki svo? — Jú, ég fór til Englands til að læra ensku í fyrrasumar, og svo aftur á síðastliðnu sumri, en þá aðallega til að sjá leikrit og svoleiðis. Þar sá ég auðvitað margt merkilegt og þá fyrst og fremst Brecht- leikhúsið frá Berlín. — Og hin klassíska spurn- ing: Er nokkuð, sem þú vildir segja ,að lokum? — Ég vildi að ungt fólk gerði meira af því að sækja leikhús — ekki aðeins skólasýningar, heldur að það finni það hjá sjálfu sér að koma. Það fer að vísu í vöxt að ungt fólk sjái leiksýningar, en ég myndi vilja, að það ykist miklu meirá. Það hefur áreiðanlega góð á- hrif á unga fólkið- — Fórst þú sjálf í leikhús mjög ung ? — Það er bezt að spyrja pabba. Jú, hann segir að ég hafi farið fyrst í leikhúsið og horft á „Nýjársnóttina" um það leyti, sem Þjóðleikhúsið var opnað. Ég hef þá verið sjö ára. Og við þökkum viðtalið, göngum út í haustrigninguna og hugsum með okkur: Þarna fer ung leikkona, sem á áreið- anlega eftir að láta að sér kveða á íslenzku leiksviði meira en orðið er.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.