Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 6

Pósturinn - 12.11.1965, Blaðsíða 6
6 PÓSTURINN 12. NÓV. 1965 "Segðu bara, að ég hafi dottið á höfuðið" Rætt við jazzleikarann Rúnar Georgs. Á jazzklúbb s. I. mánudagskvöld í lílý- legum salarkynnum Tjarnarbúðar hlýddum við á góða músik, leikna af þeim Kristj- áni Magnússyni, píanó leikara, Sigurbirni Ing- þórssyni, bassaleikara, Alfreð Alfreðssyni, trommara og Rúnari Georgssyni, saxofón- leikara. Allt eru þetta afburða jazzmenn, og við tókum einn þeirra, Rúnar, tali þegarhljóm sveitin fór í „pásu“. — Hvenær byrjaðir bú að spila á saxofón? — Ég get ekki sagt að ég sé byrjaður ennþá, en ég vona að það verði bráð- lega. — Hvenær fékkstu þá áhuga á jazzi? — í móðurkviði. Nei annars, hvað er ég að segja? Segðu bara að ég hafi dottið á höfuðið og fengið illan anda i mig. Ef þú vilt geturðu teiknað hann við hliðina á mér Þetta er forljótur púki, sem ég get ómögulega losnað við — Hvemig áhrif hefur jazz á þig? — Ég finn á mér af einu jazzlagi — En dægurlög? — Ég svara þessu nú ekki HEIMILI: f ruslatunnuna með allt svoleiðis. — Þú ert kanski hrifnari af klassískri músík? — Þarna komstu nú al- veg að hjartanu í mér, gó- urinn, og lengra kemstu ekki. — Svo við snúum nú við blaðinu og tölum í alvöru; hvað finnst þér um jazz- lífið hérlendis? JAZZ — Mér finnst það hafa tekið alveg dásamlegum framförum. — En finnst þér að eitt- hvað mætti betur fara? — Ja, mér finnst bara að þessir leppalúðar, sem þykj- ast hafa áhuga á jazzi, geti reynt að álpast á jazz- kvöldin hérna í Tjamarbúð i staðinn fyrir að sitja heima og glápa á Hitchcock i sjónvarpinu. — Jæja, ætlarðu að segja eitthvað að skilnaði? — Já — vertu blessaður góurinn. ,, Þorst. Eggerts ATKVÆÐASEÐILL Ég kýs lagið ieikið af vinsælasta lagið i dag. NAFN: Utanáskriftin cr: Pósturinn, pósthólf 806 Reykjavík j Andrea j ræðí'r am. 1 /iegðu/1 og háttvísi Að þakka fyrir sig Mér finnst mjög ábóta- vant hve fólk hér á landi er almennt tregt til að þakka fyrir sig. Maður gæti stundum haldið, að þakkarorð væru bara ekki til í málinu. Ég hef stund- um tekið eftir því, þegar hingað koma stúlkur til náms i tízkuskóla minn, og ég nefni þetta atriði við þær, þá taka þær vel 1 það og finnst sjálfsagt að fólk þakki fyrir sig. Andartaki seinna býð ég þeim að gjöra svo vel og fá sér sæti, og þá gleyma þær strax að þakka fyrir. Það er ekki svo ýkja margt, sem fólk þarf að fá vitneskju um og temja sér til þess að geta tallzt kurteist 1 daglegri um- gengni. Og það nauðsyn- legasta 1 þvi sambandi sr áreiðanlega þetta litla atriði, sem getur orðið svo stórt, að gleyma aldrei að þakka fyrir sig. Það þarf að venja sig svo rækilega á þetta at- riði, að það komi af sjálfu sér — að það þyki sjálfsagt að þakka fyrir sig, en ekki, eins og oft vill verða' hér, þegar mað- ur t. d. rekst utan í ein- hvern á götu og segir „afsakið“, þá annað hvort litur sá hinn sami steini lostinn á mann, eða hreinlega svarar engu og strunzar sína leið. Auð- vitað er ekki nauðsynlegt að svara þessu í orðum, heldur fremur að gefa til kynna að maður hafi tek- ið eftir afsökunarbeiðn- inni. NY UTVARPSSTOÐ Frh. af baksíðu við fórna heilum þætti einhvern vissan söngvara eða hljómsveit." „Og þú mátt trúa því“ sagði Jón, „að ég get varla sofið fyrir áhuga. Við leggj- um-: áhfirzltt ; á að kynns lögin okkar á dálítið sér- stæðan hátt og kannski munum við hafa stutt við- ' tö) við menn úr skemmt- analífinu. Það er meira að segja i bígerð að fá Bítlana til að tala inn á segulband — gagngert fyrir okkur. Er hér var komið sögu greip Pétur fram i, vegna þess að honum fannst Jón hafa sagt of mikið „Við viljum nú ekki lofa of miklu upp ) ermina á okkur'* sagði hann, „en við munum reyna ýmislegt. Ég minntist lítilsháttar á RADIO CAROLINE, Út- varpsskipið á Atlantshafi. og þá sagði Jón: „Það væri réttast að leigja sér gamlan togara og hafa stöð í honum!“ „Nei annars", sagði Pét- ur, „í alvöru talað, væri ekki svo vitlaust að hafa sér- staka æskulýðsútvarpsstöð fyrir Suðvesturland." „Æskulýðsútvarpsstöð?" „Já, dagskrá á sérstakri bylgjulengd, sem væri pær eingöngu ætluð ungu fólki. Það þarf alls ekki að vera mjög dýrt“, sagði Jón, ,,og þarf ekki að vera nema hluta úr degi.“ Pétur kvað efni hennar mætti vera bæði fræðandi og skemmtandi. Svona dag- skrá væri til þess að ungl- ingarnir myndu ekki hlusta eins mikið á Keflavíkur- útvarpið — auk þess myndu unglingar á Suðvesturlandi geta hlustað á hana á sama tíma og eldra fólkið hlustar á efni við sitt hæfi. Að lokum bað Pétur mig að koma því á framfæri að þeir vildu hafa hlustenðr ur með í ráSum um efni og tilhögun. Þess vegna væri gott að fá bréf og ábend- ingar frá hlustendum. Að endingu sagði Péturj „Ég vil taka það skýrt fram, að þetta er ekki óska- lagaþáttur. — Hugsaðu þér bara. ef við ættum ein- hvem tíma eftir að lesa kVeðjur i 27 mínútur með lagi, sem tekur aðeins 8 minútur að hespa af“! Þorst. Eggerts Gítarinn er vinsælasta hljóöfærið í dag. Hann er handhæpt heimilishlióöfFPfi $vo leika beir líka allir á gítara Rítlarnir Roll- ing Stones, Kinks og allir hinir baö er því ekkert undarlegt, þótt ungt fólk langi til að læra svolítiö á aítar. Nú er tækifærið! Gítarskólinn hvður upp á brp^r',-í'^ í gítarundirleik fyrir byriendur. Þú færð send 8 kennclubréf með viku míiUKir. j hverju kennslubréfi eru 3 kenncinstnndir. sem æthzf er til aö hú lærir á einni wíi<u. Þannig færð bú alls 24 kennslustundir jpnrlpr hoim tíl bí- aðeins 450 krónur Kennslan er miðuð við að allir geti haft gagn af henni, jafnt ungir sem gamlir. Við höfum haft nomendur frá sjö ára til fimmtups OP allir hafp Inlriö Infsnröi á kenngiuna og talið, að hér væri um að ræöa auðvelt námskeið sem allir ætfn hp°nt með að tæra sér í nvt Þeper har viö hpoti<:t að þetta er I ' ^ lang ódýrasta pítarkennsla sem fáanleg er á íslandi í Honr nrr 5[J lang hentugasta í þar sem þú þarft ekki að ganga til kenn- ara, þá er það augljóst að þú þarft að panta þér Gítarskólann strax í dag! Sendið mér bréfaskólann í gítarundirleik oe mun ég greiða andvirði hans, kr. 450,—, við móttöku fyrsta bréfsins, er sent verði í póstkröfu. Nafn:.......................... Heimíli:......................... Utanáskriftin er: Gítarskólinn, Pósthólf nnr Om/lfi^vík.

x

Pósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.