Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 40
Jón R.
*Jf Hjálmarsson:
tír (fréðleí'ksfírunní
UPPHAF
OLYMPIULEIKA
ÍGrikklandi hinu foma voru
ijölmörg sjálfstæð borgríki
af ýmsum stærðum og
gerðum. Ríki þessi gættu vel
að fullveldi sínu og frelsi og
áttu oft í samkeppni sín á milli,
sem ekki ósjaldan leiddi til
styrjalda. En þrátt fyrir það litu
Grikkir jafnan á sig sem eina
þjóð og hætti mjög til að líta
niður á aðrar þjóðir og töluðu
gjama um þær sem barbara eða villimenn. Það sem gaf
Grikkjum þessa sterku samkennd var í fyrsta lagi sameig-
inleg tunga þeirra, en einnig trúarbrögð og menning, sem
var sameign þeirra allra. í bókmenntum þeirra bar hæst
kviður Hómers og þær áttu allir Grikkir saman. Auk alls
þessa áttu þeir svo eina sameign enn og ekki þá minnstu,
en það voru Ólympíuleikamir. Leikar þessir voru haldnir
í borginni Ólympíu í héraðinu Elis á Pelopsskaga. Þar var
frá fornu fari mikið musteri helgað Seifi himnaföður. Var
guðinn tignaður þarna með ýmsum hætti og þá meðal
annars með íþróttasýningum og kappleikjum. Fór
snemma svo mikið orð af þessum mótum að til Ólympíu
tók fólk að sækja lengra að og um síðir frá öllum byggð-
um grískra manna.
Margt fleira merkilegt gat að líta í Ólympíu, bæði
glæstar byggingar og listaverk. Meðal annars var þar eitt
af sjö furðuverkum heimsins, sem var stytta listamanns-
ins Feidíasar af Seifi himnaföður. Var hún ægifögur og
gerð úr marmara, gulli og fílabeini.
Enginn veit hvenær þessi íþróttamót í Ólympíu byrj-
uðu, en elstu skrár yfir sigurvegara í hinum ýmsu keppn-
isgreinum, eru frá árinu 776 f. Kr. A þeim tíma var kom-
in föst skipun á leikana og voru þeir haldnir á Qögurra
ára fresti. Samkvæmt fornri forskrift hófust þeir með
fyrsta fúlla tungli eftir sumarsólstöður og stóðu yfir í
fimm daga. Til leikanna söfnuðust þátttakendur og áhorf-
endur úr öllum áttum, svo
að úr varð allsherjar þjóð-
hátíð grískra manna. Dag-
ana sem leikarnir stóðu
yfir, skyldu engin borgríki
fara með hernaði, því að þá
átti hvarvetna að ríkja frið-
ur. Hélst þessi mikla í-
þróttahátíð Grikkja þannig
með líku sniði í margar ald-
ir. En eftir að Grikkland
komst undir rómversk yfirráð á annarri öld f. Kr., tóku
Rómverjar, sem og keppnismenn frá hinum ýmsu löndum
heimsveldisins, að sækja til leikanna, svo að segja má að
þar með hafi þeir orðið alþjóðlegir.
Meðal elstu keppnisgreina í Ólympíu voru spretthlaup
og langhlaup. Fljótlega bættust við langstökk, hástökk,
kringlukast, spjótkast, glíma, hnefaleikar og fleira. Síðar
komu svo til ýmsar hestaíþróttir og var þá bæði um að
ræða kappreiðar og kappakstur á léttum tvíhjóla vögnum.
Sigurvegarar í keppnum fengu greinar af pálmavið sem
viðurkenningu, þegar úrslit lágu fyrir, en hin eiginlegu
verðlaun voru ekki veitt fyrr en í mótslok og þá við mjög
hátíðlega athöfn. Verðlaunin voru kransar úr ólífúgrein-
um. Ungur piltur af göfugustu ættum í Elishéraði, hafði
það hlutverk að skera með gullhníf greinar af tré, sem
hafði verið sérstaklega valið af þessu tilefni. Kransarnir
voru lagðir á altari fyrir framan styttu Seifs í hofi hans.
Síðan voru sigurvegararnir kallaðir fram hver af öðrum
og dómararnir settu kransana á höfuð þeirra. Verðlauna-
hafarnir gengu síðan fram fyrir styttu Seifs og færðu guð-
inum fórn, en á meðan söng mikill kór hátíðarljóð, sem
ort hafði verið til flutnings við athöfnina. Að öllu þessu
loknu héldu stjórnendur borgarinnar mikla veislu fyrir
verðlaunahafana, þar sem þeim var sýndur margvíslegur
sómi.
Að vinna til verðlauna á þessum fornu leikum í Ólymp-
424 Heima er bezt