Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 5
Freyja Jónsdóttir: Rœtt við Magneu Bergmann, verslunarkonu Magnea Bergmann á að baki litríkan lífsferil og merkilega viðskiptasögu, þar sem eðli frumkvöðuls- ins hefur notið sín. Dugnaður, hugmyndaríki og út- sjónarsemi eru lykilorðin í sögu þessarar athafna- konu, sem byrjaði með tvœr hendur tómar en kom upp blómlegum atvinnurekstri í tveimur löndum. Magnea tók á móti blaðamanni á heimili sínu að Lindargötu í byrjun sumars og stiklaði á stóru í lífs- hlaupi sínu. g er fædd og uppalin í Skuggahverfinu í Reykja- vík, nánar tiltekið á Lindargötu 9 B, hjá ömmu minni og afa, Magneu Bergmann og Ara Antons- syni. Móðir mín, Þórunn Stefánsdóttir, lést þegar ég var á öðru árinu og þá tóku afi og amma mig að sér. Móðir mín var ættuð frá Stykkishólmi. Faðir minn var Franz Arason sjómaður sem fyrst var á stórum skipum en eignaðist síðan trillu sem hann gerði út sjálfur. A nreðan hann var ungur var hann talinn sterkasti maður landsins. Faðir minn giftist aftur Sveinbjörgu Guð- mundsdóttur og hálfsystir mín er Þórunn Fransdóttir tónlistarkona, hún hefur einnig rekið verslanir með útsaum o.fl. Albræður mínir eru Guðbjartur, Ari og Ragnar, sem lengi var togaraskipstjóri. Hús afa og ömmu var reisulegt timbur- hús með kvisti, sem síðar var forskalað. Það var ekki rifið fyrr en byrjað var að byggja blokkirnar við Skúlagötuna. Þegar ég átti þarna heima fylgdi húsinu stór lóð, sem náði þangað sem Völundur var og á lóðinni voru fjós, hlaða, hesthús og hænsnakofi.Venjulega voru 13 mjólkandi kýr í ijósi auk geldneyta. Næsta hús við hliðina var Lindargata 9, sem afi minn byrjaði að byggja þegar hann var unglingur. Þegar húsið var nýtt hafði langamma mín kýr í kjallaranum.”

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.