Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 18
Öll þessi jakkaföt, öll þessi bindi,
allir þessi hælaháu skór, öll þessi
veski; þetta eru bara einkennisbún-
ingar. Tískufrömuðir eru alltaf að
framleiða einkennisbúninga. Allir
eru eins til fara. Þó fer Arafat held
ég ekki mikið í jakkaföt. Hann er
spes í klæðaburði. Kannski er hann
berfættur í skónum en ef hann fer í
sokka eru þeir örugglega af sömu
sort. Ekki einu sinni hann þorir að
vera öðruvísi að því leytinu til.
Auðvitað er það hluti af menningu
okkar og siðferði að vera sæmilega
til fara með hreint hárið og burstaðar
tennur. En það er ekki þar með sagt
að allir þurfi að vera eins í ytra útliti.
Manneskjurnar eru búnar að búa til
svo mörg lögmál í gegnum tíðina.
Ekki bara í fatnaði heldur á öllum
hliðum tilveru fólksins. Þó er nú sem
betur fer sinn siður í hverju landi.
Örugglega fáir á íslandi sem borða
hunda en í Kína borða þeir hunda.
Fáir í Vestur-Evrópu sem borða súra
hrútspunga og kæstan hákarl - nema
auðvitað Islendingar.
En ég þekki ekki svo mikið til í
hinum fjarlægu heimshlutum að ég
held mig við hinn vestræna heim.
Þar sem allir eru í einkennisbúningi
og halda að lífið sé leikur á grænum
bala.
Eða héldu það þangið til stríðið
braust út í Júgóslavíu. Fram undir
lok síðustu aldar taldi fólk óhugsandi
að stríð yrði í Evrópu, að Berlínar-
múrinn myndi falla, að Jeltsín stæði
uppi á trukk og talaði til heimsins.
Að Netið og farsímar yrðu á hverju
heimili. Að hryðjuverkamenn yrðu
heiminum martröð. Höfum við ef til
vill aðlagað okkur þessum breyttu
aðstæðum? í öllu falli særir það okk-
ur ekki djúpt að heyra að ungabörn
hafi verið skotin til bana, ófrískar
konur hafi orðið byssuóðum vanvit-
um að bráð, hermenn hafi það sér til
skemmtunar að pynta fanga og yfir
hlakki stríðsherrarnir og tali um frið
á jörðu. Stríðsherrarnir eru víst
þokkalega menntaðir en menntunin
hefur bara farið inn í hausinn á þeim
eins og forrit í tölvu. Þeir hafa ekki
þróað neitt sjálfir, þeir hafa ekki gert
neitt úr því sem þeir lærðu, þeir
hanga bara í gamalli, afdankaðri
hugmyndafræði, brosa framan í sjón-
varpsmyndavélarnar og fólkið og
segjast vera að bjarga heiminum. At-
vinnuleysi er algengt hagstjórnar-
tæki, vextir eru alltaf til hagræðingar
fyrir þá ríku og til bölvunar fyrir þá
sem lítið hafa. Allt byggt á gömlum
lögmálum. Allir í sokkum af sama
tagi. Manneskjulegar ráðstafanir eru
ekki á borðinu. Mannslíf skipta ekki
máli. Þetta er þaö sem við vitum - en
það er margt sem við vitum ekki.
miklu verra.
Og þegar Móðir Jörð fær sig loks-
ins fullsadda af óværunni og hristir
hana af sér, þá verða örugglega
breytingar á högum margra. Þá verð-
ur maður kannski feginn að fá ein-
hverja skó á fæturna, bláan á hægri,
rauðan á vinstri.
Nei, nei, þetta er ekki spádómur,
þetta er rökrétt hugsun. Við höfum
ekki hugmynd um hvað gerist á
morgun né hinn. Samanber atburði
síðasta áratugar nýliðinnar aldar.
Maður getur ekki vitað hvort
brúnu skórnir standa snyrtilega rað-
aðir í forstofunni í fyrramálið, heldur
ekki hvort vinnustaðurinn er óbreytt-
ur á sínum stað. Ekki á meðan að
innbrot og rán eru tíðari en sólskins-
dagar í september.
Ef við hér á íslandi, örfáar hræður
norður í hafi - tækjum okkur til,
hífðum kjarkinn upp úr kassanum og
sendum þessi skilaboð út í heim:
Nú breytum við heiminum, nú ætl-
um við að vera í skóm og sokkum og
með vettlinga sitt af hvoru tagi þang-
að til að þið hættið þessum stríðs-
rekstri bjálfarnir ykkar. Það eru bara
illmenni sem standa fyrir stríði, sjáið
að ykkur, gerið eitthvað af viti. Við
viljum frið og jafnrétti. Við viljum
að allir fái að borða.
Myndi ekki Skandinavía fylgja í
kjölfarið? Fara að okkar dæmi. Og
svo fleiri og fleiri. Oft veltir lítil þúfa
þungu hlassi. Getur ekki Kalvin
Klain fengið allar konur í heiminum
til að ganga í fötum sem hann hefur
hannað? Kaupir ekki allur heimurinn
Coca Cola eða hvað?
Einhver verður að setja boltann af
stað. Og það yrði heimsfrétt ef allir á
Islandi tækju upp þennan nýja sið og
krefðust friðar á jörðu.
Að hugsa sér hvað skóframleið-
endur myndu græða. Allir í bláum á
hægra fæti, allir í rauðum á vinstri.
Þetta yrði eins konar endalaus kröfu-
ganga. Og allir bæru fram kröfuna
um að hætta stríðsrekstri, gefa svelt-
andi fólki mat og umgangast Móður
Jörð af virðingu.
Að brjóta hefðina, heimatilbúnu
lögmálin og hugmyndafræðina sem
heiminum er stjórnað eftir í dag. Að
rífa sig upp úr lágkúrunni sem sam-
þykkir með afskiptaleysi alla heims-
ins glæpi. Að koma til móts við fólk
sem er að drepast úr leiðindum og
hefur ekkert við að vera. Því eftir því
sem mér heyrist á dægurmálastöðv-
unum er talsvert af fólki sem hefur
ekkert að gera. Aumkunarvert - því
lífið er svo skemmtilegt ef að maður
bara nennir að lifa því.
Það er til gáta sem hljóðar svona:
Hvað er það sem allir vilja verða en
enginn vera?
Svarið er: Gamall. Allir vilja lifa
en enginn vill vera gamall. Samt er
nú vitrasta fólkið statt í íbúðum eldri
borgara og á elliheimilum. Það hefur
vísdóm og reynslu. Kannski vill það
sparka boltanum af stað. Starta
bylgjunni sem myndi fara um allan
heim ásamt kröfunni um vitræna
hugsun hjá foringjunum. Þetta vísa
fólk vill ekki tæta Móður Jörð í
sundur, sprengja upp borgir, fara
með eyðandi drápstól um lönd ná-
granna, skjóta lítil böm og svelta
önnur í hel.
Það er valdið, frægðin og peninga-
græðgin sem öllu ræður. Leikur stóru
strákanna á taflborði heimsins. Hver
gefur þeim þetta vald? Ég held að
þeir bara taki það. Með einhverjum
ráðum. Oft með styrjöld. Það er ekki
smá dónaskapur að ráðast inn í ann-
að land og skjóta íbúana og sprengja
heilu íbúðarhverfin í tætlur. Þetta er
ekki líðandi. Hin svokölluðu vanþró-
402 Heima er bezt