Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 34
Spitfire flugvél. þetta sé besta ræðan, sem Chamberlain hafi nokkru sinni haldið, og hafi hann látið í ljós skoðanir Breta og Frakka al- mennt. Allir, sem látið hafa í ljós álit sitt á ræðunni, ljúka á hana miklu lofsorði. Vísir, 13/10/1939. Örn H. Bjarnason: Síðasta ferð Jóns biskups Vídalín Winston Churchill og Anthony Eden Winston Churchill, flotamálaráðherra Bretlands og Ant- hony Eden, samveldismálaráðherra, fengu báðir sæti í stjóm Bretlands, er til styijaldar kom, og Churchill sæti í stríðsstjóminni, en Eden hefir aðgöngurétt að fundum hennar. Eden baðst sem kunnugt er, lausnar ffá embætti sínu sem utanríkismálaráðherra á sinni tíð, vegna ágrein- ings við Chamberlain, en enginn íhaldsmaður gagnrýndi stefnu Chamberlains í utanríkismálum hvassara en Churchill. Hann hefir alltaf verið þess hvetjandi í ræðu og riti, að Bretar væm sem best búnir undir styrjöld, og hann átti manna mestan þátt í því hversu vel breski flotinn var búinn í óffiðarbyrjun 1914, en þá var Churchill flotamála- ráðherra. Vísir, 19/10/1939. Bretar sigra í loftorrustu Bresku flugvélarnar revnast vel í viðureign við nýjustu hernaðarflugvélar Þjóðverja, sem eru mun hraðfleygari í gær kom í fyrsta sinni til bardaga í lofti milli breskra hemaðarflugvéla og þýskra Messerschmitt flugvéla af nýj- ustu gerð, en þær eru hraðfleygari en bresku flugvélarnar, sem þátt óku í orrustunni. Hefir það vakið mikla ánægju meðal breska flughersins og almennings í Bretlandi, að bresku flugvélarnar skyldu reynast svo vel, en einnig er það þakkað leikni og harðfengi breskra flugmanna, að þeir höfðu betur. [...] Þjóðveijar vom hraktir á flótta um það er lauk og misstu þeir eina flugvél, sem var skotin niður yfir Norðursjó, en önnur skemmdist og nauðlenti flugmaðurinn í Danmörku. Ein af flugvélum Breta var skotin niður en hinar héldu áfram flugferðinni að bardaganum loknum og komu svo heim heilu og höldnu [...] Vísir. 11/1/1940. Þetta var seinni partinn í september árið 1720 og Jón biskup Vídalín var kominn í hnakkinn á hesti sínum á hlaðinu i Skál- holti. Hann fetaði hœgt að Staupasteini og þar drakk hann, ásamt fylgdarmönnum sínum, hestaskálina. Síðan var riðið í átt- ina að Spóastaðaferju og niður með Ferju- lœk að Brúará. Á leiðinni varð honum hugsað til fornvinar síns og mágs, séra Þórðar Jónssonar á Stað á Ölduhrygg. Þórður var ný látinn, en þeir höfðu heitið hvor öðrum því, að sá sem lengur lifði, skyldi jarðsyngja hinn. Nú var Jón á leið vestur að efna heit sitt. Sigríður, konan hans, var honum líka ofarlega í huga, en hún hafði farið á undan honum vestur að Stað til að vera við dánarbeð bróður síns. Þau höfóu gifst árið 1699, árið eftir að hann hafði verið vígður til biskups í Frúar- kirkjunni í Kaupmannahöfn. Ekki hafði Iíf þeirra verið sársaukalaust. Þau höfðu misst tvær dætur sínar, einu börnin sem þau eignuðust. Sú fyrri hafði raunar fæðst andvana, en sú síðari dó í bólusóttinni miklu árið 1707. Þessi sorg hafði breytt ást þeirra í órjúfanlega vináttu og í hvert skipti, sem þau voru aðskilin fylltist hann söknuði. Þeir voru nú komnir yfir Brúará og hestarnir hristu sig þegar þeir komu blautir upp úr ánni. Þeir höfðu verið dregnir á eftir ferjunni. Þegar búið var að leggja aftur á hrossin voru farnar Biskupagötur fyrir norðan Mosfell og niður með því að vestanverðu. Síðan norðvestur af fellinu og yfir Stangarlæk á vaði. Tekin var stefna á Apavatns- ölduna ntilli bæjanna Þóroddsstaða og Neðra-Apavatns. 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.