Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 22
þessum tíma. Mun Þorsteinn hafa lagt til að ég yrði ráðinn til kennslu í öðrum greinum og starfandi íþróttakennarar við skólann tækju við kennslu föður míns. Þessi ráðstöfun mun aftur á móti hafa verið talin raska of mikið tilhögun annarrar kennslu af aðilum á staðnum. Til viðbótar kom að ég hafði ágætan vitnisburð frá menntaskólaárum mínum um kunnáttu í leikfími og íþróttum, svo ekki varð af tillögu Þorsteins. Tveir kennarar höfðu skipt með sér kennslu í sundi og leikfími á þessum tíma. Halldór Valdimarsson kenndi piltum leikfimi, en faðir minn kenndi stúlkum leikfimi og báðum kynjum sund. Kom það því í minn hlut að kenna stúlkum leikfimi og öllum nemendum sund. Hafði ég aldrei áður kennt leikfimi og því síður stúlkum. Var ég töluvert spenntur vegna verkefnisins en lét á litlu bera og hafði fyrir vana að undirbúa mig vel fyrir hvern tíma. Góður undirbúningur og skipuleg kennsla dró verulega úr áhyggjum mínum og hafði góð áhrif á nemendur, sem líkaði kennsla mín vel, að því er ég best gat séð. Ekki var laust við að nemendur væru spenntir líka enda kennarinn ungur og satt best að segja allt að því jafnaldri elstu nemendanna. A Laugum voru á þessum tíma nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem lagt höfðu leið sína þangað vegna áherslunnar á íþróttir og íþróttaaðstöðunnar á staðnum. Man ég einkum eftir rúmlega tvítugri stúlku, sem stundaði nám á Laugum af þessum ástæðum. Hafði hún einkum áhuga á frjálsum íþróttum, sem hún hafði æft á höfuðborgarsvæðinu um einhvem tíma áður en hún kom í Lauga. Þessi stúlka var meðal nemenda minna í sundi og leikfimi. Sjáifur var ég 24 ára þegar ég hóf kennslu á Laugum í janúar 1976 og aðeins einu ári eldri en faðir minn forðum þegar hann hóf fyrst kennslu á staðnum. I kennslunni fylgdi ég í fyrstu leikfimisæfingum sem faðir minn hafði bent mér á og studdist einnig vió ýmsar æfingar sem kennarar mínir í Menntaskólanum á Akureyri höfðu kennt mér. Nám mitt við læknadeild Háskóla Islands kom að ágætum notum, einkum kunnátta í líffærafræði og fósturfræði. Sigurður Viðar Sigmundsson. Hafði ég lokið fyrsta árs prófi í þessum greinum. Líffærafræðin hjálpaði mér að skilja þýðinu æfinga fyrir líkamann, einkum með tilliti til vöðva og beina. Fósturfræðin kom að notum við að skilja hina svokölluðu „mánaðarveiki“ sem stúkur báru stundum við þegar þær töldu sig ekki geta mætt í sund- og leikfimistíma. Þegar svo bar við var nemendum yfirleitt skylt að mæta í tímana en í stað þess að taka virkan þátt í æfingum fengu þær að horfa á skólasystur sínar. Man ég að nokkrum sinnum reyndu stúlkur að komast hjá leikfimistímum vegna þess að þær voru á öðrum og þriðja túr þann mánuðinn. Gat ég þá skýrt út fyrir þeim tíðahringinn og bent þeim á að leita læknis vegna óreglulegra tíða. Skilmerkileg greinargerð mín fyrir útreiknanleika tíðahringsins, varð til þess að stúlkur, sem áður höfðu farið á túr eftir hentugleika, urðu allt í einu hinar reglusömustu og báru ekki lengur við sömu ástæðu fýrir fjarvistum. Mér vitanlega kom sjaldan eða aldrei til læknisskoðunar vegna þessa. Einstaka nemendur höfðu alltaf, samkvæmt læknisvottorði, löggildar ástæður fyrir tímabundinni fjarveru úr sundi og leikfimi, eins og gengur. Við því var ekkert að segja enda sjálfsagt og eðlilegt. Kennslan gekk vel þennan vetur og áfallalaust. Ymsir skemmtilegir atburðir gerðust og ein og önnur uppákoma kryddaði tilvemna. Kennd var leikfimi á þessum tíma í gamla íþróttahúsinu, sem almennt var kallað Þróttó. Húsið stendur enn austan við tjömina við gamla skólahúsið. Gengið var inn í húsið að vestanverðu, upp nokkrar tröppur og var þá komið inn í anddyri. Þaðan var til vinstri gengið niður nokkrar tröppur í lítið tækjaherbergi, sem einnig var 310 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.