Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 5
Freyja Jónsdóttir: Þá fannst mér lækurinn mun breiðari Rætt við Andrés Cestsson, sjúkranuddara r Eg kem inn í bjarta ogfallega íbúð þar sem allt er í röð og reglu. Myndir og málverk á veggjum en klukkan í eldhúsinu hefur stoppað. Andrés býður mér sœti við eldhúsborðið. Eg lít í kringum mig og undrastþað hvað allt er hreint ogfínt hjá blindum manni. Andrés segir að ræstingakonan hafi ekki geta komið í viku vegna lasleika og það hafi ekki önnur verið send til að þrífa. Hann hefur talsverðar áhyggjur af því að gólfin séu ekki hrein. Eg spyr hann að því hvernig hannfari að því að hafa eldhúsborðin svona hrein og hann segir að það sé ekki neinn vandi. Við setjumst við borðið og út um gluggann blasir Öskjuhlíðin við þeim sem eru sjáandi. Heima er bezt 293

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.