Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 38
Gömul endurminning Ég hafði ætlað mér að koma í Grunnavík, en af því gat ekki orðið, — koma í Grunnavík fyrst og fremst til þess að heilsa upp á karlmennið síra Jónmund Halldórsson á Stað. I þess stað varð ég að láta mér nægja að sigla þar framhjá. En mig langaði til að sjá síra Jónmund og tala við hann, af því að ég á um hann eina mjög skýra endurminningu frá uppvaxtarárum mínum. Ég var við sjóróðra á Barðsnesi á Norðfírði um sumar. Gerir þá eitt sinn ofsa norðaustanrok. Þegar allir bátar eru komnir að landi á Barðsnesi, kemur ókunnugur bátur í rokinu og leitar lands. Hann er frá Mjóafirði, hefur orðið að nauðlenda, ekki tekið heim í slíku veðri. Þeir eru þrír á, tveir liðléttingar og einn fullorðinn maður. Ég man, að mér þótti hann ferlega mikill á velli, er hann gekk upp úr bátnum alsjóvæddur, veðurbarinn og sædrifmn. Það var formaðurinn, síra Jónmundur Halldórsson, sem þá var prestur í Mjóafirði. Ekki beið hann þess, að fulllygndi, en lagði af stað með sveina sína í steytingsroki og tók baming. Ég horfði á hann leggja af stað, og reri prestur á tvær árar í austurrúmi. Ég man, hve áramar svignuðu hægan eins og Qaðrir, er hann seig á þær, en skektunni hnykkti áfram við hvert áratog fyrir þessum rólegu tröllatökum. Ég hef aldrei séð eins fallega og karlmannlega róið. Hann minnti mig á fomsagnapersónu, víking. Og nú hefði ég gjarnan viljað sjá hann, áður en hann ýtir frá landi í sína síðustu för. En vera má, að það verði að sitja við kveðjuna þessa í útvarpinu og þessa endurminningu, sem mér þykir vænt um og geymi. Yfir Djúp Rétt undan Bjamanúpi bilar vélin í bátnum okkar. Núpurinn gnæfir uppi yfir okkur, brattur og ögrandi. Hann er ekki lamb að leika sér við og hefur mörg mannslíf á samviskunni. Einu sinni vom tveir menn á ferð á núpnum í þreifandi vetrarbyl, póstur og annar maður. Veit þá ekki maðurinn fyrri til, en pósturinn er skyndilega horfinn, eins og jörðin hefði gleypt hann. Hann hafði hrapað fram af hengifluginu. Leit var gerð og brotist inn undir meðfram sjónum. Varð þá leitarmanni það á að hóa eða kalla til félaga sinna. En við kallið hrapaði snjóskriða og tók íjóra menn út á sjó, svo ægibrattur er Núpurinn. Þetta er lítið dæmi þess, hve torveld og háskasamleg sú náttúra er, sem mennirnir verða hér að berjast við. Hver fjallvegur á sína harmsögu, björg og gljúfur hafa verið hin hrikalegu leiktjöld utan um þá sorgarleiki, þegar maðurinn beið ósigur fyrir ógnum náttúrunnar, þegar válegur dauði varð einmana og vanmáttugum manni ofurefli. Og „særótið þylur dauðra manna nöfn“. En þennan dag, sem við flökkum á seglum þvert yfír Djúp með bilaða vél í léttri, mildri haustgolu, er svipur landsins heiður og fagur, undursamleg ró og tign yfir tindum og ijöllum, særinn sléttur og Djúpið vinalegt og frítt. Heimild: Erindasafnið, útvarpserindi, 1946. Leiðrétting í viðtali við Guðrúnu Einarsdóttur, í 4.-5. tbl. blaðsins, urðu textabrengl undir eftirfarandi myndum, sem leiðréttist hér með: Kristín Gunnarsdóttir í Odda, seinni kona Siguróar í Odda. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. 326 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.