Heima er bezt - 01.12.2006, Page 4
Ágætu lesendur.
Kátt er á jólunum, krakkarnir syngja,
kveikt eru Ijósin ogfarið í bað.
Klukkurnar allar í kirkjunum hringja,
kjötið er soðið og Ijújfengt er það.
Lundin erglöð, þó að lágt fari sól.
Lifandi ósköp ergaman um jól.
Ofan úrfjöllunum karlamir keifa,
kertin að sníkja ogsleikja innan pott.
Hurðum þeir skella og húfunum veifa
háma í sig skyrið, það þykir þeim gott.
Þeir fara á gluggann og þefa um gœtt,
þá er nú bjúgum og kjötlæmm hætt.
Svona orti leikarinn þjóðkunni, Þorsteinn Ö. Stephensen, um
miðja síðustu öld, og var textinn sunginn undir lagboðanum
„Komdu og skoðaðu í kistuna mína...“ Erindin eru reyndar
öllu fleiri en hér eru birt, eða sex alls.
Ymislegt hefur nú breyst í jólasiðunum ffá því Þorsteinn
orti þetta, og má t.d. ætla að í dag teldi höfiindur varla þurfa
að taka það ffam í texta sínum að farið hafi verið í bað fyrir
jólin, sérstaklega. Sá var nú siðurinn reyndar, og fóru kannski
sumir varla í bað nema í þetta eina skipti á árinu, og sumstað-
ar var jafnvel sama vatnið nýtt fyrir alla. Nú er öldin aldeilis
önnur, því fyrir skömmu gerði ein útvarpsstöðin könnun á því
meðal hlustenda sinna, hversu oft fólk færi í bað, og reyndist
útkoman vera sú að 56% svarenda, ef ég man rétt, fóru í bað
eða sturtu á hverjum degi, restin annan hvem dag eða sjaldnar.
Skyldi ekki forfeðrum okkar hafa þótt þetta nokkurt svo mikið
bmðl í vatnsbúskapnum, hefðu þeir mátt vita hvað ffamundan
væri í þessum efnum.
Annað í þessum tveim erindum Þorsteins á nú reyndar ágæt-
lega við enn í dag, svo sem að kveikt séu ljósin, þau em orðin
hreint ótrúlega mörg í jólaskammdeginu, kjötið er soðið ennþá,
lundin er glöð og sólin fer enn lágt um þetta leyti og flestum
þykir gaman um jólin.
Og enn er talað um gömlu jólasveinana okkar, þó þeir hafi
reyndar farið allnokkuð halloka fyrir þeim ameríska, hina síð-
ari áratugina. Þjóðminjasafnið hefur reyndar unnið mjög þarff
verk í því að viðhalda ímynd þeirra og háttum, með því að láta
þá birtast í safninu síðustu f3 dagana fyrir jólin, við góðar
undirtektir.
Og það verður að segjast eins og er, að íslensku jólasvein-
amir em að afar mörgu leyti mikið trúverðugri en sá ameríski,
sem ég kalla svo, þó hann eigi nú kannski uppmna sinn í Evr-
ópu, upphaflega. Þeir em býsna jarðbundnir og fást bara við
þá hluti sem hendinni em næstir og ferðast jafnan á tveimur
jafnfljótum.
Sá ameríski, aftur á móti, hefur þá ímynd að fara um allan
heiminn með hreindýr og sleða, á einu kvöldi og heimsækja
hvert einasta bam, sem á hann trúir. Það er auðvitað góðra gjalda
vert að eiga þessa fallegu sögu og siði, sem orðnir em í kringum
hann, en ég sá fyrir ekki allslöngu gamansama útreikninga á
þeim afköstum sem hann þyrfti að ráða yfir blessaður karlinn,
ef hann ætti að standa undir því sem honum er ætlað, og varð
niðurstaða þeirra reikninga eiginlega sú, að það stendur varla
steinn yfir steini varðandi tiúveröugleika hans.
Þar er fyrst til að taka að flestum er nokkuð ljóst að engin
þekkt hreindýrategund kann að fljúga. Bent er þó á í því efni að
talið er að enn séu til um 300.000 tegundir lífvera sem mönn-
um hefur ekki tekist að skrá eða finna. Þó að þær séu flestar
úr heimi skordýra og sýkla, þá þýðir það að eldci er algjörlega
hægt að útiloka að til séu fljúgandi lireindýr, sem enginn hafi
séð nemajólasveinninn.
Talið er að um 2 milljarðar bama séu til í heiminum (undir
18 ára aldri), en þau em ekki öll kristinnar trúar, svo reikna má
með að vinnuálag jólasveinsins minnki þar með niður í 15%
af því og að hann þurfí að heimsækja um 378 milljónir, sem
þætti nú ærið verkefni, engu að síður. Og ef reiknað er með
að 3,5 böm séu á hverju heimili, þá verða þetta 91,8 millj-
ónir heimila.
Sumir vilja meina að jólasveinninn hafi ekki nema 31 klukku-
stund til þess að ljúka verkinu, og er þar tekinn með í reikning-
inn tímamismunurinn á jörðinni, og það myndi þýða að hann
yrði að komast yfir 822,6 heimsóknir á sekúndu. Það þýðir að
fyrir hvert heimili með góðum krökkum, hefði jólasveinninn
1/1000 hluta úr sekúndu til þess að leggja sleðanum, hoppa út,
skríða niður reykháfmn, fylla skóinn, setja restina af gjöfunum
undir jólatréð, smakka á góðgæti sem kann að vera á borðum,
fara aftur upp reykháfínn (ef hann er til staðar að segja), kom-
ast á sleðann aftur og koma sér að næsta húsi.
Ef gert er ráð fyrir því að þessum 91.8 milljónum stoppstaða
sé dreift jafnt um jarðarkúluna (sem auðvitað er ekki, en það
auðveldar útreikninginn að gera ráð fyrir því), þá emm við að
tala um rúman kílómeter á hús, þ.e. 1,3, sem gerir nærri 70
milljónir kílómetra, og þá ekki talin með stopp sem flestir verða
Framhald á bls 607
572 Heimaerbezt