Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 5
■n raR'T ‘ •í . IHHHHHBHHHHBIMÉiUllialhiilHHHHB Freyja Jónsdóttir:
4r m f'. % Wmfiíf ::■ Rætt við
Elísabetu Jónsdóttur,
Reykjavík
Ög er fædd á Landspítalanum og
man fyrst eftir mér inni í Mið-
túni í húsi föðurforeldra minna,
Jónínu Vilborgu Olafsdóttur og Guðjóns
Jónssonar. Guðjón mun ekki hafa byggt
það hús þó að hann væri húsasmiður. Þetta
myndi heita parhús í dag, kjallari, hæð og
ris. Við vorurn í risinu. Ég man eftir þremur
atvikum á meðan við áttum þama heima.
Ég var í stiganum og var í bleikri, heklaðri
peysu. Berustykkið var pinnahekl og svo
voru lauf. Ég man líka eftir því að hafa
verið í rúminu mínu við gluggann, mamma
líklega skilið mig eftir eina á meðan hún
skrapp út í mjólkurbúð. Þegar hún kom
var ég búin að sturta úr öllum blómapott-
unum sem vori í glugganum, í rúmið rnitt.
Eitthvað af þessum blómum vom kakt-
usar. Það var bara einn gluggi á stofunni
auk þakglugga.
Ég man líka eftir þriðja atvikinu, þegar
móðir mín gaf mér konfektmola fyrir að
Finnið það vel þegar
ALLIR ERU GLAÐIR
Það er síðasti dagur hanstsins, sólin laumar sér milli
skýjanna eins og til að láta vita að hún hafi ekki gleymt
okkur jarðarbúum. Þegar ég kem að glæsilegu húsi á
Seltjarnarnesi, heimili Elísabetar, er hún úti að búa blómin
undir komu vetrarins. Hún hefur fallist á að Heima er bezt
fá viðtal hjá henni. Heimili Elísabetar hefuryfir sér mikinn
menningarbrag og þar ríkir góður andi.
fara út í búð. Pabbi hafði fengið konfekt
fyrir að aka leigubíl, það hafði einhver
borgað með því. Það var útlent og lítið
um svona á þessum ámm. Molinn var í
glæru bréfí með kakói utaná. Ég var ekki
send ein í mjólkurbúðina, það þótti ekki
þorandi, bara send ein út til Ola, sem var
i næst næsta húsi, með verslun í kjall-
aranum. Húsið var á horninu á Nóatúni
og Miðtúni.
Heimaerbezt 573