Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 7
Jón Sœmundsson og Helga
Tómasdóttir, foreldrar
Theodórs.
sókn en við áttum aldrei kött.
Það hagaði þannig til að pabbi
byggði bílskúr á bak við húsið.
Milli bílskúrsins og hússins
var kolakassi, en búsið var
kynt með kolum og seinna
með olíukyndingu; það voru
þvottasnúmr bak við húsið
og rottan var þar. Mamma
sagði pabba frá þessu þegar
hann kom heim í hádegismat. Gyða, móðir Elísabetar.
Hann brá sér með byssuna í
eldhúsgluggann og skaut rott-
una. Þetta er ekki skemmtileg minning. Það þurfti að þvo
þvottinn aftur með einhverjum sótthreinsandi aðferðum,
sem ég man ekki hverjar voru.
En þrátt fyrir margt neikvætt um tilvist mýrarinnar má segja
að hún yrði sælureitur krakka og unglinga á vetmm. Stjömu-
björt kvöld með sindrandi norðurljósum, sem glömpuðu á
svellinu; þeim er ekki hægt að gleyma. Það var óskaplega
dimmt í kring og engin útiljós að lýsa hverfið upp.
Næsta hús við Sunnuhvol var Bjarg og þar var fyrst kúabú,
sem ég man vel eftir, en svo var þar svínabú. Guðjón bróðir
minn var alltaf á sumrin úti í þessu svínahúsi á stuttbuxum
og gúmmístígvélum, hann var kallaður Gussi grísakóng-
ur. Svo voru þama aliendur og hænsni. Þetta bú átti Isak á
Bjargi. Hann hafði nrisst konuna sína, móðurbamanna, en
þegar ég man eftir átti hann konu sem hét Jóhanna. Oft var
ég send að Bjargi til að kaupa egg. Þá afgreiddi Jóhanna
mig. Mamma átti litla, hvíta emileraða fötu nreð tréhaldi,
sem eggin voru sett í. Jóhanna gaf mér oft plötu af Síríus
suðusúkkulaði þegar ég kom, hún var afskaplega góð við
okkur. Svo er mér alltaf minnisstætt einhverju sinni þegar ég
kom að sækja egg, að vinnumennimir, sem voru ýmist Fær-
eyingar, Danir, Þjóðverjar og Hilda, sem var vinnukona, sátu
í eldhúsinu og voru aö borða rúgbrauð með svínafeiti ofan
Jón Guðjónsson, faðir
Elísabetar.
fóður í dýrin.
Foreldrar Elísabetar Jón
og Gyða með Kristínu.
á, „fedtmad.“ Seinna vissi ég
að síld var notuð með, sem
sagt afar danskt.
Það var sérstaklega gott fólk
á Bjargi mikill vinskapur á
milli húsanna. Alltaf fyrir jólin
kom Isak á Bjargi til okkar með
aflangan pakka undir hendinni
sem var vafmn í smjörpappír. I
pakkanum vom grísakótelettur.
Eg man alltaf hvað þær vom
góðar og ekkert fiskibragð
af þeim, eins og algengt var
með grísakjöt. Þetta kom til
af því að Isak lét sjóða allt
Það var einu sinni á jóladag, þegar ég vaknaði, og fór
franr í stofu, að ég fann megna brunalykt. Ég fór inn í her-
bergi til pabba og mömmu og sagði þeim frá þessu. Það
var kviknað í svínabúinu. Ég man að pabbi rauk á fætur
og út og fór að sprauta með vatnsslöngu á hliðina á húsinu
okkar en reykinn frá svínabúinu og hitann lagði á Blómvelli.
Þetta var hræðilegt áfall og okkur fannst það öllum. Þetta
fór mjög illa með Isak.
Annað er mér minnisstætt frá þessum árum, og það var
þegar ég lék mér í fjörunni fyrir neðan, þar sem var birgða-
skemma Gísla Jónssonar, alþingismanns, en pabbi vann hjá
hjá honum. Þar var lagerinn með niðursuðuvörum, seinna
Bíldudals grænar baunir. Það er enn eftir grunnurinn af
skemmunni rétt við Útsali. Fjaran var mikill leikvöllur og
ég fékk að sitja í hjá pabba þegar hann fór heim í mat.
Sveitin mín
Ég var send í sveit þegar ég var sex ára en var ekki nema
eina viku fyrsta sumarið. Það var í gegnum pabba, því hann
hafði verið í sveit hjá langafa sínum í Hlíð í Grafningi, en
ég var á Torfastöðum, sem er mjög nálægt Ingólfsfjalli.
Heimaerbezt 575