Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 10

Heima er bezt - 01.12.2006, Síða 10
vinna í saltfiski hjá Kveldúlfi, sem þá var á Melshúsatúninu, við að rífa upp úr stafla saltfísk og slá honum saman. Fiskurinn hafði verið slægður og flattur og síðan saltaður og staflaður. Þetta var erfíð vinna, alltof erfíð vinna fyrir mig. Svo um veturinn fór ég í annan bekk í Vesturbæjarskólanum eins og áður segir. Eftir að ég hætti í verknámi fór ég að vinna, fyrst í búð og síðan á skrifstofu. Ég giftist ung námsmanni og árið 1962 förum við til Danmerkur, þar sem hann heldur áfram námi í lyíjafræði en hann þurfti að taka þrjú ár af náminu í Kaupmannahöfn. Ég ákvað það strax að ég ætlaði ekki að skúra gólf á spítala í Danmörku eins og hinar íslensku stelpumar gerðu, heldur ætlaði ég að vinna á skrifstofu. Ég fékk ekki gott veganesti hjá einhverjum Dana, sem kom til pabba frá ein- hverju dönsku fyrirtæki, en hann sagði að það væri mjög erfítt að fá vinnu í Kaupmannahöfn og það væri ennþá erfíðara að fá húsnæði. Ég sagði að mér væri alveg sama, ég ætlaði að fá húsnæði og ég ætlaði að fá vinnu og ég gerði það. Þetta var mjög mikil lífsreynsla og núna hugsa ég stundum um hvemig í ósköpunum ég þorði að gera þetta, eins og svo margt annað sem ég hef gert um ævina. Maðurinn minn byrjaði strax í skólanum en hann var svo hræddur fyrstu dagana að hann þorði ekki að fara í lest eða sporvagn. Ég fór um alla borg, labbandi með kort, í strætó og í lestum og kynnti mér borgina. Við sigldum með Heklunni. Föðurbróðir minn var vélstjóri á skipinu og maður frænku minnar líka. Við vomm fyrst á pensjónati í Nöre Farinuagsgade, síðan fengum við herbergi leigt úti í Hellemp hjá ofurstaynjunni Egede. Hún var ekkja og bjó í fínu húsi með syni sínum og „damen“ í húsinu og stóram Schefferhundi. Kærasta sonarins mátti ekki heita annað en „damen í huset“. Það vora mjög strangar reglur hjá þessari fínu frú en ég hlýddi reglunum hennar. Við fengum að laga te og kaffí í kjallaranum á gashellu, þar sem olíutankurinn var. A hellunni eldaði ég líka allskonar mat, en stundum keypti ég tilbúin mat í búðinni. I garðinum vora epla- og plómutré, við fengum ekkert af gæðum garðsins en vespurnar komu inn um gluggann. Ég gekk alltaf með flugnaeitur í vasanum til að úða á kvik- indin. Við máttum fara í bað á miðvikudögum kl. 20:30 hjá frúnni, annars höfðum við bara gestaklósettið. Fljótlega fékk ég vinnu á skrifstofu í fabrikku sem hét Júlíus Hansen. Þar vora framleiddir nælonsokkar, undirföt og peysur. Ég var að telja strimla yfir hvað seldist. Þetta var náttúrlega fyrir tíma tölvunnar og meira að segja held ég að rafmagnsritvélar hafí ekki verið komnar. Vinnan var langt undir minni getu. Vinnustaðurinn var stór geimur. Ég var lögð í einelti af einni stúlkunni á skrif- stofunni, en ég eignaðist þama eina góða vinkonu, sem hét Ulla Möller og einnig varð amerísk kona, sem var svertingi, Emmory Thomsen að nafni, góð vinkona mín. Hún var gift Dana. Ulla tók okkur báðar að sér. Við héldum lengi sam- bandinu eftir að ég hætti þama. Um vorið eftir þennan vetur hjá ofurstaynjunni, vorum við búin að fínna okkur flögurra herbergja íbúð úti í Kongens Lyngby. Við leigðum þar tvenn hjón. Konan var búin að læra lyljafræði en maðurinn hennar var við nám í sama fagi. Þegar við kvöddum ofurstaynjuna, grét hún, og ég sem hélt að þessi kona gæti ekki grátið. Hún sagði við mig við þetta tækifæri: „Þið vorað svo góðir leigjendur.“ Ég var bæði útlendingur og gift námsmanni og það var að sumu leyti litið niður á námsmenn og útlendinga. Mörg- um árum seinna, þegar ég fór til Danmerkur, gift formanni Sjálfsbjargar, fékk gjörólíkar móttökur. Þessi þrjú ár sem ég var í Danmörku, höfðu mikil áhrif á mig, hvað varðar smekk á húsgögnum og margt fleira. Þessi skandínavíska lína hefur alltaf heillað mig. Einnig að kynnast því hvemig þessi þjóð hugsaði, það víkkaði sjón- deildarhringinn. Að vinna á dönskum vinnustað og eiga danskar vinkonur, gerði mikið fyrir mig, fyrir utan það hvað ég lærði vel dönsku. Þegar ég lærði ný orð vildi ég alltaf vita hvernig þau væra skrifuð. I húshaldi í dag hef ég ekki hugmynd um hvað er íslenskt og hvað er danskt. Danimir eru mjög hagsýnir en ég hef aldrei verið nein eyðslukló og ábyggilega hefur mörgum fundist ég vera nísk þegar ég kom til baka. Dvöl mín í Danmörku verður svo seinna undirstaðan undir það þegar ég fer út í viðskipti og fer að flytja inn vörur frá Danmörku. Námsmennirnir héldu alltaf hópinn og sumir fóra heim Theodór: Elísabet, þegar hún byrjaði að vinna í Sjálfsbjörgu 578 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.