Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Side 11

Heima er bezt - 01.12.2006, Side 11
Sýning á rúmum og hjálpartækjum hjá Tóniku ehf, árið 1985. aftur eftir margra ára dvöl í landinu en höfðu ekki náð nógu góðu valdi á talmálinu þó að þeir bæði skrifuðu það rétt og skildu ágætlega. Eg þekki dönsku þjóðina og ég veit nokk- um vegin hvernig hún hugsar. Fyrsti veturinn, þegar við bjuggum hjá ofurstaynjunni var óskaplega erfíður, en síðan var þetta allt öðmvísi. Eg eignast son minn, Bjarna, 1964 og þá fengum við inni á hjónagörðum. Við bjuggum þar þangað til að við fómm heim. Þar vom allir á sama stigi og þetta vom ágætar íbúðir með sameiginlegu þvottaherbergi og leigan mun ódýrari en á venjulegum leigumarkaði. Það var hægt að fara í sam- eiginlegt herbergi og horfa á sjónvarpið en við áttum ekk- ert sjónvarp. Þama voru líka geymslur fyrir íbúðirnar og sameiginleg barnavagna- og hjólageymsla. Þetta var niður á Norðurbrú. Þegar við komum heim fór maðurinn að vinna í apóteki. Arið 1968 varð hjónaskilnaður og ég er orðin ein þegar ég eignast dóttur rnína, Kristínu. Þá voru ekki miklar bjargir og á þessum árum var lítið um leikskóla og það vantaði pössun fyrir börn. Mér fannst nógu erfítt fyrir bömin að missa pabba sinn frá sér, svo að ég var heima með þau. Reyndar hafði dóttir mín ekkert af föður sínum að segja fyrr en hún var orðin stálpuð. Við áttum ekki húsnæði og urðum að búa í leiguíbúð. Eg flyt í hús hjá bróður mínum en hann var að byggja í Kópavogi. Það sem ég fékk út úr þessum skilnaði var ein greiðsla. Þá fengu konur greiddan lífeyri í eitt til tvö ár. Pabbi hjálpaði mér í þessu máli og það hafðist að fá eina upphæð. Peningana notaði ég til þess að innrétta kjallarann í húsinu hjá bróður mínum og ég var þar og var heima og saumaði föt til að hafa lífsviðurværi. Þetta var mjög erfíður tími vegna þess að þetta var svo ein- angrað vinnusvæði. Ein af mörgum straumhvörfum í lífí mínu urðu þegar ég fór að vinna á skrifstofu Sjálfsbjargar. Ég hafði aldrei kynnst heimi fatlaðra áður og fannst það mjög áhugavert. Skrifstofa Sjálfsbjargar var á Laugavegi 120. Úti í Tryggingarstofn- un vann Theodór, sem var þá formaður Sjálfsbjargar. Þar sem ég var eina ófatlaða manneskjan á skrifstofúnni var ég látin fara í allar sendiferðir, út í banka niður á Pósthús og svo í Tryggingarstofnun, til að láta Theodór fá póst og skrifa undir bréf. Með okkur Theodór tókust góð kynni og við giftum okkur á þrettándanum 1973. Þá giftum við okkur systumar báðar í einu. Hafdís giftist Pétri Birgissyni. Pabbi leiddi okkur systumar inn gólfíð í Háteigskirkju. A eftir var hann spurð- ur hvort hann hefði ekki verið stoltur að gifta báðar dætur sínar í einu. Hann svaraði. „Ég fékk rabbat.“ Pabbi er góður viðskiptamaður og honum fannst þetta góð lausn, en með slíku tali var hann líka að leyna tilfinningunum sínum, því hve stoltur hann var yfír þessu. Það var haldin mjög fín veisla heima hjá pabba og mömmu á heimili þeirra á Unnarbraut. Þá voru þau búin að selja Blóm- velli. Þrettándinn hafði alltaf verið góður dagur í mínum huga og þetta var allt mjög eftirminnilegt. Theodór og Hafdís systir mín höfðu valið kirkjuna. Séra Jóhann Hlíðar gifti okkur, hann hélt fallega ræðu í veislunni og sagði. „Munið eftir þessu andrúmslofti, fínnið það vel þegar allir eru glaðir og eru að segja til hamingju og reynið að eiga það með ykkur.“ Theodór var búinn að vera í hjólastól síðan hann var ungl- ingur, hann flutti frá foreldrum sínum í íbúðina til mín á Melabrautinni og seinna meir byggðum við þetta hús. Hann átti íbúð í Kópavogi og ég átti íbúðina á Melabrautinni. Við seldum síðan báðar íbúðirnar upp í byggingu hússins, sem við fluttum inn í 1978. Bjarni, sonur minn, var fermdur 15. október, viku seinna en við fluttum inn í nýja húsið. Þá var haldin fyrsta veislan í húsinu, glæsileg fermingarveisla. Síðan hafa verið haldnar margar veislur í þessu húsi. A meðan Theodór var lifandi var hér mjög gestkvæmt. Lífíð með honum var sérstakt. Hann var fonnaður Sjálfs- bjargar og forstöðumaður í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni þegar það var tekið í notkun. Sjálfsbjörg var í Norðurlanda- samvinnu sem þýddi það að fundir voru haldnir tvisvar á ári og ráðstefnur Ijórða hvert ár. Theodór var búinn að vera formaður í Ijögur ár í Norðurlandasambandinu þegar ráð- stefnan var haldin hér. Erlendu gestimir bjuggu á Loftleið- um og ég var kosin í makanefnd, sem fól það í sér að taka á móti mökum ráðstefnugesta og gera eitthvað með þeim. Ráðstefnan var að sumri til og að fara með makana og kynna þeim ýmsa staði var mjög skemmtilegt. Ég vil leggja áherslu á það hvað norræn samvinna skiptir miklu máli og hvað hún hefur gert mikið gagn fyrir Island. Ég fór með Theodóri á marga af þessum fundum til Norðurlandanna. Ég er búin að koma til allra þessara landa í nokkur skipti og oft til sumra þeirra. Það var líka undirstaðan þegar ég stofnaði fyrirtækið mitt. Það hefur oft verið talað um það að norræn samvinna skili engu, en það er ekki rétt, hún er búin að skila miklu. Sjálfsbjörg og Island fékk mikinn af stuðning, allskonar Heimaerbezt 579

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.