Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Side 12

Heima er bezt - 01.12.2006, Side 12
upplýsingar og hjálp og ekki síst frá Dönum. Theodór varð ungur formaður. I Danmörku var formaður sem hét Friðrik Knudsen. Hann tók Theodór dálítið sem son sinn og Island með. Það var mikil samvinna þama á milli.“ Var þetta ekki oft erfitt að vera gift manni sem var mikill frumkvöðull en lamaður í hjólastól? „Auðvitað var það oft erfítt en ekki má gleyma því að allir sem vom í framvarðarsveitinni fyrir Sjálfsbjörg, vom sterk- ir fmmkvöðlar. Theódór var með MND-sjúkdóminn, sem ágerðist eftir því sem á leið. Það vakti mikla athygli á því sem Sjálfsbjörg var að gera og hann var störfum hlaðinn. Eg var með mjög erfiða reynslu úr hjónabandi og Theodór ól bömin mín mjög vel upp með mér. Það hefðu ekki aðrir gert betur. Vitanlega var þetta álag á okkur öllum. Eg sagði strax við hann: „Eg mun aldrei biðja þig um að gera það sem þú getur ekki, en ég mun ekki hlífa þér við því sem þú getur gert.“ Arin sem ég var í Öldunagadeildinni þurfti hann að hugsa um heimilið og krakkana, með þeirra hjálp, gefa þeim að borða og láta þau læra. Þetta gekk allt vel. Ég fór í Öldungadeild- ina á kvennaárinu 1975 og klára námið á ári fatlaðra 1981. A þessum ámm var mikið álag, við byggðum þetta hús, ég sá um allar útréttingar vegna þess að Theodór var í hjólastól, hann sá um peningahliðina. Við fermdum son minn og eins og allir vita er alltaf mikið í kringum fermingar, þó að það sé skemmtilegt. Svo var ég formannsfrú og það var mikið í kringum það. Við þurftum að sækja allskonar fundi og þiggja ýmis boð og fara í allskonar móttökur, þiggja ráðherra- og forsetaboð. Ég þurfti alltaf að vera tilbúin með fötin okkar og hárið í lagi. En einhvem veginn tókst þetta allt saman. Stundum fínnst mér að ég sé ennþá þreytt. Þetta voru mjög annasöm ár og mikið innihald í þeim, oft mjög gaman og líka stundum afar erfítt. Stundum var ég mjög reið vegna skiln- ingsleysis samborgaranna á fötlun. Algengt var, þó að við kæmumst inn með hjólastólinn, að heita mátti án vandræða, en þá var útilokað að komast á klósettið. Það var ekki tekið með í reikninginn. Oftar en einu sinni fómm við í einhverjum skítugum matarlyftum til að komast inn þar sem samkomur eða fundir vom haldnir, hann í smóking, ég í síðum kjól. Ég man vel eftir þessu og einnig viðhorfínu þegar fólk var að spyrja, hvar vill hann sitja eða hvað vill hann borða. Ég sagði; „Hann getur talað.“ Theodór var mjög greindur maður og vel gerður. Það var sorglegt að sjá hvemig sjúkdómurinn fór með hann. Eftir því sem lömunin jókst, þá greip hann til flöskunnar. En eins og allir vita er Bakkus lævís vinur og alkóhólisminn fór mjög illa með hann. Síðustu ár Theodórs vom mjög erfið, bæði fyrir hann, mig og okkur öll. Þegar maðurinn minn var látinn hélt ég áfram að búa í húsinu okkar, sem við byggðum saman og þar bý ég enn. Það er ekkert fararsnið á mér. Hér á Seltjarnamesinu era rætumar mínar. Ég var búin að taka stúdentspróf 1981 og Forstjóri Tóniku ehf byrjuð í Háskólanum. En þegar ég var í Öldungadeildinni skipti ég oft um skoðun eftir því sem ég lærði eitthvað nýtt og áhugavert og ég skil vel unga fólkið, sem hefur miklu minni reynslu heldur en ég af atvinnu og lífínu, að það viti ekki hvað það vilji eftir stúdentspróf. Ég ætlaði mér að verða félagsráðgjafi og svo komst ég að því að ég gat ekki verið í háskóla með eins veikan mann og Theodór var orðin þá. Fyrir utan það að ég var dálítið hrædd við það að þessi kraftur sem ég fæddist með, ntyndi slípast af mér þama í akademíunni. Ég hætti og var lengi ósátt við það að hafa ekki háskólapróf en er ekki ósátt við það í dag. Ég fór að vinna. En niðurstaðan var sú að vinnumarkaður- inn kunni ekki að meta duglegar konur eins og mig og yfir- menn, sem voru karlar nokkm yngri en ég, þeir bara ráku mig. Ég hugsaði með mér, af því að ég var búin að reka fyrirtæki meira og minna fyrir annan þeirra, að ég gæti eins gert þetta fyrir mig og þessi kraftur, sem ég fæddist með, ég ætti að nota hann fyrir mig. Ég stofnaði fyrirtækið Tóniku og við þurftum að vera fímm. Þetta þróaðist í það að flytja inn það sem ég kynni best og ekki allir kynnu og það vom hjálpartæki. Bróðir minn lánaði mér tuttugu þúsund til að kaupa mér farseðil til Kaupmannahafnar og þegar þangað kom leigði ég mér bílaleigubíl og keyrði á sýningu Heming á Jótlandi. Þetta er í maí 1984. En Tónika hf og nú ehf, var stofnuð í mars sama ár. Ég var búin að láta gera nafnspjöld fyrir Tóniku hf og út á þau fékk ég nokkur umboð í þessari ferð. 580 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.