Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 14
Fjölskyldan á góðri stundu, Theodór, Elísabet, Bjarni,
Kristín og hundurinn Mímí.
og í hvert skipti sem ég hitti einhvem formann frá hinum
Norðurlöndunum sagði ég frá því sem við væmm að fara
að gera og um leið bað ég um að fá sent efni og bækur um
kynlíf fatlaðra. Bækurnar vom sendar og svo gengu þær
hringinn. Bömin mín, sem vom unglingar á þessum árum,
sögðu: „Hún mamma les ekkert nema sexbækur.“ Arið 1983
var haldið fyrra námskeiðið sem var eingöngu fyrir fatlaða.
Mér tókst að fjármagna námskeiðið en fékk ekki krónu fyrir
það sjálf. Árið eftir bað Sjálfsbjörg mig um að halda svona
námskeið. Það var bæði fyrir fatlaða og þá sem unnu á þeim
stofnunum. Það var haldið í Ölfusborgum. Bæði þessi nám-
skeið heppnuðust mjög vel og ég fékk mikið þakklæti á eftir.
Margir búa einir
Núna sé ég svo mikla gjá á milli karla og kvenna en ég
fmn ekki brúna. Það er eins og einn sálfræðingur sagði,
konur em búnar að vinna í sér í tvo áratugi, en ég held að
það sé lengur. Þar af leiðandi em margar búnar að ná sér í
góða menntun og em í góðum stöðum með ágæt laun. En
karlmennimir hafa dregist aftur úr. Það er einhver dofi yfir
mörgum þeirra. En við lifum saman á jörðinni og fjöldi
mannfólksins er nokkum vegin helmingaskipt hvað varð-
ar kynin. í fyrsta lagi er leiðinlegt að vera mikið einn og
það er gott að eiga einhvern sem stendur manni nálægt. Þá
er ég að tala um að fara með í göngutúr, ferðalög, leikhús,
kaffíhús eða bíó og borða saman og í besta falli að búa með.
Þegar kemur að því að vera í ömmu og afa hlutverkinu, þá
sé ég það fyrir mér að ef ég ætti góðan mann, sem líka ætti
barnaböm, þá gætum við saman passað bamabörn hvors
annars. Það tekur á að passa lítil böm þegar langt er siðan
maður hefur verið með þau.“
Þii stofnaðir félagið París, ekki satt?
„Árið 2005 voru 82.000 íslendingar 18 ára og eldri, sem
bjuggu einir Já, ég var orðin svo leið á því að vera ein og
geta ekki talað við neinn. Stundum hugsaði ég með mér að
ef ég ávarpa nú manninn sem er að bíða í bankanum eða
manninn sem er að bíða í pósthúsinu og spyr hvort hann
vilji drekka með mér kaffi, ég meina á kaffihúsi. Þá myndi
hann ábyggilega halda að ég væri eitthvað biluð. Auðvitað
geri ég það aldrei. Svo auglýsti ég fund í apríl 2003, sem
haldin var í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju. Eg hélt að
kæmu kannski 50 manns en það komu 250 og margir urðu
frá að hverfa. Eg sá að það yrði að stofna félag og spurði
fólkið í salnum hvort að einhverjir vildu hjálpa mér til þess.
Eg fékk fólk með mér til þess og við stofnuðum París. Þama
kom saman fólk sem hittist í gegnum sín áhugamál, sem
em allt frá því að vera spjallhópur sem hittist á miðviku-
dögum á Kaffi Mílanó, gönguhópur, hópur sem fer út að
borða saman, menningarhópur, gönguferðir o.s.frv. Það er
hópstjóri yfír hverjum hópi. Svo emm við með félagafund
einu sinni í mánuði. Það er búið að koma mikið af fólki,
og talsvert gegnumstreymi. Það kemur fyrir að fólk hittir
félaga til frambúðar. En svona félag þarf að vera til fyrir þá
sem búa einir og París er vettvangur til að hitta fólk, undir
eðlilegum kringumstæðum“.
Er París með deildir úti á landi?
„Nei, en það er félag á Akureyri, „ Félag makalausra á
Akureyri og nágrenni.“
Var mikil vinna að koma félagimi af stað?
„Já, það var mjög mikil vinna og það er vinna enn. Við eram
með heimasíðu og oft þarf að uppfæra hana. Ef einhver vill
vita um okkur eða komast í samband við París er heimasíðan
okkar www.paris.is. Þar er hægt að nálgast stjómarmeðlimi.
Sonur vinkonu minnar, sem er auglýsingateiknari, Stefán
Einarsson, teiknaði lógóið fyrir okkur. Það er Parísarhjólið,
sem fer alltaf í hring og það heldur alltaf áfram. Félag fyrir
okkur sem emm ein, þarf alltaf að vera til og þarf alltaf að
halda áfram.“
582 Heimaerbezt